Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 36
Heimsókn í Klúbbinn Geysi r munablíðum maídegi lögðum við nokkur hér af bæ leið okkar niður á Ægisgötu 7 þar sem Klúbburinn Geysir er nú til húsa. Okkur var þar boðið í hádegismat og vel við okkur gjört í mat og drykk. Al ríkjum Anna Valdi- marsdóttir og Ólína Guðmundsdóttir og þarna var hress og fólks og gestir þeirra AnnaValdi- s • ... s ,, . aðnr og attum við marsdottir . sannarlega goða ---— stund saman. Þarna g var svo fluttur og sýndur fyrirlestur I sem Geysisfólk fer 1 meö á vettvang m.a. ' ájjflk á sjúkrahúsin og nutum við þessa Olína Guð- fróðleiks ve] Sýnd mundsdottir ._. ,. _____________voru meginatnði mals á tjaldi, Jón Sigur- geirsson flutti svo ljómandi góðan texta listavel og Hrafnhildur Tyrf- ingsdóttir sagði ljóslega frá sinni eigin sögu svo og þýðingu þess fyrir sig að eiga Klúbbinn Geysi að. Greinilega vel uppbyggt og vel til at- hygli valið. Við rétt grípum niður í áherslu- atriðum: Byggt er á mannvirðingu, lífsgæð- um og tryggri umgjörð. Hver félagi finni að hann tilheyri hópnum, sé mikilvægur, framlag hans sé metið og virt, kostir hans fái að njóta sín. Klúbburinn á aldrei að líkjast stofn- un, sameiginlega eru ákvarðanir teknar. Varðandi ytri umgjörð þá er minnt á húsnæði, vinnu og félags- skap. Ráðning í vinnu til reynslu, 50% starfshlutfall, tími 6 mánuðir. Tryggð mæting ef viðkomandi forfallast. Einnig veitt aðstoð til að fá vinnu eftir hefðbundnum leiðum. Horft á styrkleika einstaklingsins. Ahersla á frelsi, sjálfsrækt, mannrækt og gleði. Hjá Klúbbnum Geysi fer einnig fram undirbúningur fyrir reglu- bundna vinnu. Allir jafnir, ekkert punktakerfi, enginn endanlega rek- inn, að sýna áhuga er allt sem þarf. Kynning á vegum Geysis fer m.a. fram með þessum hætti; reynt er að brjóta niður fordóma, gæta þess að fram komi vel hvað hver og einn er fær um, starfsmannastjórum m.a. boðið í mat til kynningar. Þau lögðu öll áherslu á það að unnið væri sem best gegn því að fólk festi sig í sjúk- dómnum, gjöri heldur eitthvað skemmtilegt og uppbyggjandi. Við áttum svo í alllöngu spjalli á eftir kost þess að skiptast á skoðunum og áttum þarna hina ánægjulegustu stund. Okkar tilfinning eindregið sú sem fólst í orðum Hrafnhildar Tyrfings- dóttur: Hér er unnið frábært starf. Hér finnur maður glöggt að maður er einhvers virði. Þær stöllur Anna og Ólína sögðu okkur frá spennandi verkefni á vegum íslensku akademí- unnar sem miklar vonir eru bundnar við: Gamlir sálmar og fleira uppfært á tölvu — tilvalið verkefni, en nánar að því síðar. Geysisfólki er alls góðs árnað en seinni hluti þessarar frásagnar helg- aður líflegu fréttabréfi Geysis. Þökkum viðurgjörning góðan á allan máta. Gosið Okkur var um leið afhent 1. tölu- blað 1. árgangs af fréttablaði klúbbsins sem að sjálfsögðu heitir Gosið. Það kom út í mars sl. Ekki skal efni fréttablaðsins ná- kvæmlega rakið, en gleði manna yfir nýju húsnæði birtist í stuttri forsíðu- grein: Múrinn er fallinn, eftir þriggja ára baráttu fyrir þokkalegu húsa- skjóli. A þessari gleði er svo hert í leiðara- spjalli og þar m.a. minnt á opið hús 18.mars sem ritstjóri vottar að var hið ánægjulegasta. Húsnæðið var tekið rækilega í gegn af félögum klúbbsins og svo er frá því greint að fljótlega eftir flutning hafi verið byrjað að matreiða og hafa til reiðu hollan og góðan mat í hádeginu. Þessa nutum við svo sannarlega. Haukur Davíð Magnússon og Aðalbjörg Edda Guð- mundsdóttir segja frá lífsreynslu sinni af geðhvarfasýki, sem þau votta að sé alvarlegur og lúmskur sjúk- dómur þar sem m.a. þunglyndi geð- hvarfasjúklinga er dýpra en annarra. Þau segjast hafa haldið sjúkdómnum í skefjum mánuðum og stundum árum saman og gefa góða forskrift að því. Aðalbjörg Edda á svo afar fróðlega sögu af dvöl í Mosaic house í London, en þangað fóru til þjálfunar, leikja og starfa tjórir eða raunar fimm 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.