Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 14
Húsnœðisráðstefna ÖBÍ Laugardaginn 28. feb. sl. hélt Öryrkjabandalag íslands hina ágætustu ráðstefnu um hús- næðismál en um hana sá búsetunefnd bandalagsins og hér á bæ var það fé- lagsmálafulltrúi okkar, Guðríður Ólafsdóttir sem um alla tauma hélt svo til sóma var. Guðríður var svo ráðstefnustjóri. Til ráðstefnunnar var boðið 1-2 fulltrúum frá aðildarfé- lögum bandalagsins og alls mættu á ráðstefnuna um 50 manns. Það var formaður bú- setunefndar, Pétur Hauksson, sem setti ráðstefnuna og flutti svo fyrsta framsögu- erindið. Hann rakti baráttu Geðhjálpar og geð- fatlaðra í húsnæðis- málum, kvað geðfatl- aða allt um of vera á al- gjörum hrakhólum hvað húsnæði varðar og hefði þó ástandið hálfu verra verið fyrir 10 árum. Hann minnti á að fyrst árið 1992 hefði verið um geðfatlaða getið í lögum um málefni fatlaðra og þá um leið ákvörðuð fjárveiting sérstök til fimm ára sem vissulega hefði hjálpað til. Hann rakti svo ýmsa ágæta áfanga í þessum efnum s.s. húsnæðið á Báru- götunni, sambýlið við Hringbraut, Þrastarlund á Akureyri, Skaftholt svo og búsetuþjónustu og stuðnings- þjónustu Geðhjálpar yfirleitt. Mest þörfin væri í raun enn á búsetu- úrræðum með mikilli þjónustu. Pétur minnti einnig á hinar hvimleiðu og skaðlegu lokanir geðdeilda sem gerðu vont ástand verra. Hann taldi að ríkisvald, félagasamtök og sveitar- félög ættu sameiginlega að koma að búsetuvanda geðfatlaðra og kvað til verðugrar athugunar koma að sam- eina ráðuneyti félags- og trygginga- mála. Pétur benti á það að kostnaður við stuðningsþjónustu skilaði sér sann- arlega aftur. Hann taldi þessa þjónustu ágæta í höndum félagasamtaka s.s. reynslan hefði sýnt. Jón H. Sigurðsson form. SEM- samtakanna var næsti framsögu- maður. Hann hvarf 50 ár aftur í tímann þegar ekkert húsnæði fyrir fatlaða var til staðar og fatlaðir ein- staklingar þurftu jafnvel að vistast á elliheimili. Jón minnti á að bæði læknisfræðileg meðhöndlan og end- urhæfing öll hér á landi væri á heims- mælikvarða, en svo væri fólk út- skrifað út i óvissuna. Margt hefði þó áunnist i þessum efnum, félagsleg lán, sérþarfalán og styrkir úr Framkvæmdasjóði fatlaðra. Hann fór svo yfir tilurð SEM sam- takanna og íjölbýlishúss þeirra á Sléttuveginum, sem hefði orðið lendingin og gott samstarf hefði verið við Húsnæðisstofnun þar um. Til viðbótar þessu átaki, en 1991 flutt inn á Sléttuveginn, ættu SEM samtökin nú 9 íbúðir, hefðu fest kaup á 1-2 íbúðum árlega að undanförnu. Þessar íbúðir væru dreift um höfuðborgar- svæðið. Jón gagnrýndi nýju lögin um íbúða- lánasjóð harðlega, nreð vaxtahækkun þar hefði möguleikum samtaka eins og SEM í raun verið kollvarpað svo og ef félagasamtökum sem slíkum yrði nú í framtíðinni ekki lengur lánað. Lagði í lokin áherslu á frumkvæði og framtak fatlaðra sjálfra og félaga þeirra í húsnæðismálum. Næsti frummælandi var Helgi Hjörvar, formaður félagsmála- ráðs í Reykjavík og einnig stjórnar- formaður Hússjóðs Öryrkjabanda- lagsins. Minnti fyrst á hinar 540 íbúðir Hús- sjóðs og svo 10 sambýli leigð rekstraraðilum, flestar eða liðlega 400 íbúðanna væru hér í Reykjavík. Leigu væri í lágmarki haldið, 3700 kr. fyrir hverja milljón á mánuði hjá Hússjóði móti 7500-10000 hjá al- mennum leigusölum. Fjármögnun annars vegar með fram- lagi Öryrkjabanda- lagsins af lottófé og hins vegar með félags- legum lánum á lægstu vöxtum. Þrátt fyrir þetta væru nú rúmlega 370 manns á biðlista og því ljóst að árafjöld tæki að mæta þeirri þörf. Hann kvað ýmis- legt vera i umræðu nú og framkvæmd raunar m.a. væru skilvísum leigjendum nú boðnar íbúðir til kaups. Greindi einnig frá við- ræðum við félagsmála- ráðuneytið um nýjar leiðir varðandi hina miklu sambýla- og heimilaþörf þar á bæ. Helgi fór svo yfir stöðuna hjá Reykjavíkurborg, gat um lækkun fasteignagjalda til öryrkja, borgin styrkti frjáls félagasamtök o.fl. Hann greindi frá stofnun Félagsbú- staða og átaki í fýrra og nú til fjölg- unar leiguíbúða upp á um 100 íbúðir keyptar hvort ár. A tæplega 400 rnanna biðlista væru einhleypir mest áberandi, bið að meðaltali 2 ár. Minnti síðast á ýmislegt sem unnt væri að gjöra til að létta leigjendum basl sitt. Þar væri skattfrelsi húsa- leigubóta efst á blaði að hans mati. Guðmundur Bjarnason fram- kvæmdastjóri íbúðalánasjóðs og fyrrv. ráðherra var svo næstur á mælendaskrá. Hann minnti fyrst á nýju lögin um íbúðalánasjóð sem nú hefði verið starfað eftir í rúmt ár. íbúðalána- sjóður væri í raun líkastur lána- stofnun á almennum markaði, en þó með lægstu vöxtum, enda engin sér- Húsnæðisúrræði fagnað uppi á Akranesi. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.