Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 28
VIÐHORF Pétur Hauksson læknir og formaður Geðhjálpar: Sérþarfir ýmissa hópa öryrkja í búsetumálum Margt hefur lagast í húsnæðis- málum öryrkja og fatlaðra á síðasta áratug. Búsetu- úrræðum hefur fjölgað. Skv. skýrslu sem gefin var út í apríl sl. hefur búsetu- úrræðum fyrir fatlaða sem hið opinbera kostar fjölgað úr 565 árið 1991 í rúmlega 910. Kostnaður hafði þá einnig aukistúr 1,8 í 2,9 milljarða á verðlagi 1999 sem svarar til 64% raunhækkunar á tímabilinu. Fé- lagslegum íbúðum fyrir fatlaða fjölgaði úr 45 upp í 285 íbúðir eða sexfaldaðist. Fjöldi rýma á sambýlum jókst úr 220 í 430. Hins vegar fækkaði fötluðum á vistheimilum úr 300 í 200. Þannig hefur fötluðum sem búa á sambýlum eða sjálfstætt í íbúðum fyrir fatlaða fjölgað um 450 á þessum áratug en á móti kemur að 100 færri dvelja á stofnunum. Um 1990 var talsverður fjöldi geð- fatlaðra í húsnæðisvanda og voru mikið veikir einstaklingar á hrakhólum og meira og minna heimilislausir. Gerð var bragarbót á þessum málum með samstilltu átaki margra aðila, m.a. Geðhjálpar, landlæknisembættisins og félagsmálaráðuneytis. Geðhjálp hafði þá viðrað möguleikann á stuðn- ingsþjónustu og stungið upp á end- urhæfingarstöð Geðhjálpar við þáver- andi heilbrigðisráðherra, Guðmund Bjarnason, sem félagið heyrði þá undir. í ráðherratíð sinni lagði Jóhanna Sig- urðardóttur drög að uppbyggingu á búsetuþjónustu fyrir geðfatlaða. Þegar lögum um málefni fatlaðra var breytt 1992 var ákvæði sett í lögin þar sem sagði að næstu fimm árin skyldi veita sérstaka fjárveitingu til uppbyggingar á búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða. Hugtakið geðfatlaður varð til um þessar mundir en áður höfðu langveikir geðsjúkir ekki verið skilgreindir sem fatlaðir og heyrðu því ekki undir félagsmálayfirvöld. Þeir urðu því út- undan við uppbyggingu á félagslegri þjónustu. r Igreinargerð með frumvarpinu frá 1991 kemur eftirfarandi fram: „í frumvarpinu er með ótvíræðum hætti kveðið á um hverjir eigi rétt á þjónustu. Þannig er kveðið á um að sá eigi rétt sem þarfnast sérstakrar þjónustu eða aðstoðar vegna fötlunar sinnar og er svæðisskrifstofum falið það verkefni að úrskurða í þeim efnum. Þá eru tekin af öll tvímæli um rétt geðfatlaðra til þjónustu en réttarstaða þeirra skv. fyrri lögum hefur verið á reiki. Þannig hafa geðfatlaðir ekki nema að takmörkuðu leyti geta notið þeirrar uppbyggingar í þjónustu við fatlaða sem átt hefur sér stað undanfarinn áratug. Af þeim sökum er gert ráð fyrir sérstöku átaki í málefnum geðfatlaðra og í því skyni er lagt til að Alþingi ákveði árlega sérstakt framlag til Framkvæmdasjóðs fatlaðra næstu fimm árin til uppbyggingar þjónustu fyrir geðfatlaða.” Þessi upphæð hefur verið 20 milljónir á ári sl. fimm ár (með hléi 1998). Þess- um fjármunum hefur verið ráðstafað á eftirfarandi hátt: Keypt húsnæði fyrir áfangastað geðfatlaðra við Bárugötu 19, Reykjavík. Keypt húseign fyrir sambýli Hringbraut 8, Reykjavík. Styrkur til sambýlis að Skaftholti í Gnúpverjahreppi. Keypt húseign fyrir sambýli Þrastalundi, Akureyri. Endurbætur á húsi Geðhjálpar við Túngötu 7, Reykjavík. Þessar íjárveitingar hafa þannig komið að góðum notum. Athyglis- vert er að sérstakt lagaákvæði þurfti til og sérstakar fjárveitingar til að unnt væri að byggja upp þessa þjónustu. Hins vegar hefur þjónustan að nokkru verið í höndum félagasamtaka. Þau búsetuúrræði sem fjármögnuð hafa verið með þessum ljárveitingum eru fyrir fatlaða sem þurfa talsverða þjón- ustu. Þannig hefur rekstrarijármagn þurft að fylgja sem tryggir nægilegan mannafla. Alyktun mín út frá framansögðu er að góður árangur getur náðst við úrbætur á búsetu og þjónustu mikið fatlaðra ein- staklinga með samstilltu átaki ríkisvalds og félagasamtaka. í framtíðinni er mik- ilvægt að sveitarfélög komi að málinu með einhverjum hætti en í ofangreindri lausn voru þau í aukahlutverki. Fyrir dyrum stendur yfirtaka sveitarfélaga á málefnum fatlaðra og þarf því að huga að þessari verkaskiptingu. Geðhjálp hefur lagt til að við lagabreytingu vegna yfirfærslunnar verði geðfotluðum áfram tryggð nauðsynleg þjónusta þótt við gerum okkur grein fyrir að ekki er ætlunin að hafa sérlög um fatlaða áfram. Það er þó brýn ástæða til þess að lögfesta þjónustu og úrræði fyrir ákveðna hópa fatlaðra vegna þess úrræðaleysis sem hingað til hefur einkennt þjónustuna fyrir þá hópa. jölmiðlar hafa oft sagt frá niðurskurðaráformum á geðdeild- um sjúkrahúsanna í Reykjavík. Hvað kemur þetta búsetuúrræðum fyrir fatl- aða við? Jú, þarna er um fatlaða að ræða, geðfatlaða, og stjórnendur sjúkra- húsanna leggja áherslu á að um er að ræða einstaklinga sem þurfa á félags- legum úrræðum að halda fremur en heilsufarslegum. Þetta hefur leitt til þess að langvistardeildir á Arnarholti og Gunnarsholti og víðar hafa orðið fyrir barðinu á niðurskurðaráformum. Vist- menn þessara deilda hafa á undanforn- um árum lesið um það í blöðunum oftar en einu sinni að til standi að loka þeirra deild - þeirra heimilum, án þess að annað búsetuúrræði sé fyrir hendi. Það er lýsandi fyrir málaflokkinn hvernig þessar ákvarðanir eru teknar. Svo virðist sem stjórnendur taki ákvörðun um að skera niður í þessum málaflokki og gera ráð fyrir að aðrir yfirtaki þjónustuna, vitandi að kostnaðurinn yrði sá sami. Féð sem “sparast” er síðan fært yfir á önnur svið heilbrigðisþjón- ustu svo sem skurðlækningar og lyf- 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.