Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 12
frá sér. Eftir lát eiginmanns síns keypti Guðrún sér litla íbúð í blokk og það var svo fyrst 1990 sem hún flutti í íbúð sína á Höfða. Varðandi blokkaríbúðina þá gat Guðrún þess að þegar verðtryggingin olli því að lánin hækkuðu stöðugt þrátt fyrir afborganir þá tók hún sig bara til og greiddi lánið upp. Hún Guðrún hefur ætíð látið félags- mál ríkulega til sín taka enda sagðist hún ekki hafa verið há í loftinu þegar faðir hennar kom af fundum og hún hætti ekki fyrr en hún hafði fengið fréttir af því hversu fram hefði gengið á fundinum. I verkalýðsmálunum tók hún virkan þátt, félagsmálakona af lífi og sál og félagshyggjumanneskja með ríka stéttarvitund. Og svo að bindindismálum því þar á þeim vettvangi hitti rit- stjóri Guðrúnu fyrst, þar sem þau voru bæði að taka æðsta trúnaðarstig Umsjónarfélag einhverfra hef- ur gefið út snotran, inni- haldsríkan bækling um ein- hverfu en nafn bæklingsins einfald- lega: Einhverfa og svo stórt spurningarmerki fyrir neðan. Mála sannast er það að í bækl- ingnum er eftir fongum reynt að svara þessari stóru spurningu um hvað einhverfa sé og einnig er þarna tiltækur margvíslegur fróðleikur ein- hverfu tengdur. Hér verður einungis á stóru stiklað á annars afar aðgengilegu og ljósu efni bæklingsins. í bæklingnum segir að ætla megi að um 200 íslendingar séu með ein- hverfu. Sagt er að einhverfa sé heiti á sam- safni einkenna sem tengjast truflun á taugaþroska. Skyldar einhverfu eru ódæmigerð einhverfa og Asperger- heilkenni - tilheyra allar gagntækum þroskaröskunum. Einkenni einhverfu birtast oftast á þrem sviðum: Geta til félagslegra samskipta er oftast skert. Mál. tián- ing og leikur þróast ekki eins og eðli- legt má teljast. Sérkennileg áráttu- kennd hegðun er áberandi hjá mörg- um. Um 70% fólks með einhverfu hefur einnig greindarskerðingu en Góðtemplarareglunnar, og einmitt uppi á Akranesi. Hún Guðrún rifjar upp heitið sitt er hún gekk í ungmennafélag sveitar sinnar þar sem hún hét sem aðrir og lagði að drengskap sinn að neyta ekki áfengis né valda því að aðrir yrðu til þess. Þetta heit ásamt kjörorðinu: ís- landi allt hefur sannarlega verið henni Guðrúnu heilagt. Hún var svo í stúku öll árin sín á Eyrarbakka og fór svo inn í Akur- blómið á Akranesi við komuna þang- að. Hún minnist með gleði ferða um landið með stúkunni með honum Ara Gíslasyni sem fararstjóra og fræðara. Bindindismálin voru henni og eru hjartans mál. Fagnar reglusemi síns fólks. Hún er fáorð um lífsviðhorf sitt. Hún segir að sér hafi aldrei til hugar komið að gefast upp, alltaf verið klórað í bakkann, stundum þurft að berjast, oft í raun orðið að gera mikið úr litlu. mismikla og um 20% fá einkenni flogaveiki einhvern tímann ævinnar. Svo eru nefnd þrjú dæmi um hvernig einhverfa birtist í daglegu lífi og kemur hér eitt þeirra: Mamma hans Nonna fékk blómvönd á af- mælisdaginn sinn. Hún lagði vöndinn frá sér og fór að ná í vasa. Þegar hún kom aftur var Nonni búinn að taka öll blómin og raða þeim í þráðbeina röð eftir ganginum. Síðan kemur fram í bæklingnum að orsakir einhverfu séu lítt þekktar Á Höfða segir hún að sér líði ákaf- lega vel og allt sé eins og best verði á kosið. Ásmundur Ólafsson forstöðu- maður tekur Guðrúnu fagnandi er hún biður hann leiðbeina okkur nöfnum um húsið sem hann og ljúf- lega gjörði og meira en það, því hann rifjaði upp sögu Höfða og framtíðar- sýnina fengum við einnig og af- mælisritið 1998 - 20 ára fengum við að gjöf að skilnaði. Uppbygging Höfða og allt fyrirkomulag væri efni í aðra grein. Þakklátum huga var rausnarkonan Guðrún kvödd, brotabrot aðeins af einstaklega skýrri og lifandi frásögn er hér skilað. Samfelld afrekssaga hefur ævi hennar ljóslega verið, það er manni morgunljóst og heiðríkja hugarfarsins fylgir manni á leið út í vermandi vorið. H.S. en af líffræðilegum toga. Vitað er að truflanir á einhverfurófinu geta verið arfgengar. Upplýst er að skv. rannsóknum greinast á bilinu 5 til 10 börn með einhverfu af hverjum 10.000 börnum. Síðan er svarað spurningunni um hvaða þjónustu fólk með einhverfu fær. Það á rétt á sérhæfðri þjónustu á öllum aldursstigum, segir þar; þar kemur fyrst að greiningu og ráðgjöf hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins, svið 4. Stuðning skal svo veita á leikskólum og grunnskólum. Við 3 grunnskóla eru sérdeildir. Einn verndaður vinnustaður er starfræktur, fjögur heimili fyrir fullorðið fólk með einhverfu, eitt heimili fyrir unglinga og meðferðarheimili fyrir börn. Þá er spurt: Er hægt að “lækna” einhverfu? Einhverfa er ævilöng fotlun. TEACCH kennsluaðferðin og heildstæð atferlismeðferð mest nýttar hér. Svo er vikið að Umsjónarfélaginu sjálfu sem nú er 26 ára gamalt. Að- setur þess er að þjónustusetrinu að Tryggvagötu 26, Reykjavík. Bæklingurinn er prýðilega upp sett- ur og gefur glögga mynd af öllu er máli skiptir. Til hamingju með hollan bækling. H.S. EINHVERFA? 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.