Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 38
FORELDRAHÚ SIÐ
Formálsorð
ritstjóra: 28.
apríl sl. bauð
Þorsteinn Jó-
hannsson mér í
heimsókn með
sér niður í For-
eldrahús Vímu-
lausrar æsku í
Vonarstræti.
Raunar hafði
vinkona ritstjóra er þar starfar,
Þórdís Sigurðardóttir, verið búin
að bjóða honum í morgunkaffi svo
ailt kom þetta vel heim og saman.
Þorsteinn er einmitt ásamt fleira
góðu fólki í stjórn Vímulausrar
æsku og þess vegna bað ritstjóri
hann í framhaidi af hinu veglega
boði góðra veislufanga að skrifa
grein um málefnið og húsið. Og
hvað skyldi svo valda því að rit-
stjóra þykir við hæfi að birta slíka
grein í Fréttabréfi Öryrkjabanda-
lagsins? Augljós eru tengslin þegar
betur er að gáð. Áfengisneysla
kemur hörmulega inn í örorku-
dæmi svo alltof margra, stundum
raunar sem aðalorsök, stundum
áhrifamikill, samverkandi þáttur.
Og ekki munu afleiðingar annarrar
vímuefnaneyslu verða síður af-
drifaríkar.
Öllum aðgerðum, allri hjálpar-
starfsemi í þessum efnum ætti því
sannarlega að taka fagnandi hér á
bæ, svo dýrmætt sem það starf allt
er, ómetanlegt í raun. Og skal nú
Þorsteini gefið orðið:
Þorsteinn
Jóhannsson
Foreldrahúsið, Vímulaus
æska og Foreldrahópurinn
Foreldrasamtökin Vímulaus æska
voru stofnuð árið 1986 og var mark-
mið samtakanna að hjálpa foreldrum
að vinna forvarnarstarf með börnum
sínum, ásamt því að aðstoða foreldra
sem eiga börn í vímuefnaneyslu. Frá
byrjun hafa samtökin gefið út blöð,
bækur og fræðslurit, haldið fræðslu-
fundi og ráðstefnur, þar sem tekið er á
þeim málum sem efst eru á baugi í
vímuvarnarmálum hverju sinni. For-
eldrasíminn hefur einnig verið starf-
ræktur frá upphafi.
Árið 1996 sameinaðist Foreldra-
hópurinn Vímulausri æsku. Með til-
komu Foreldrahópsins urðu mikil
kaflaskipti í starfsemi Vímulausrar
æsku. Til liðs við samtök áhugamanna
um vímuvarnir komu foreldrar barna
sem áttu eða höfðu átt börn í neyslu.
Foreldrahúsið í Vonarstræti 4b var
stofnað 1999. Þar starfar saman sam-
hentur hópur starfsmanna Vímu-
lausrar æsku, Foreldrahópurinn og
sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum
sem varða samskipti við börn og
unglinga. Foreldrahúsið hefur aðgang
að sálfræðingi, félagsráðgjafa, geð-
hjúkrunarfræðingi, afbrota- og upp-
eldisfræðingi, svo eitthvað sé nefnt.
Auk daglegrar þjónustu við foreldra á
skrifstofutíma, er Foreldrasíminn
opinn allan sólarhringinn. Markmiðið
er að foreldrar og aðstandendur barna
geti hvenær sem er náð til starfs-
manna, hvort sem er að degi til eða í
Frá Foreldrahúsinu.
neyðartilfellum á nóttinni. Gildir þá
einu hvort komið er í óefni vegna
neyslu, þörf sé á upplýsingum í vafa-
tilfellum eða til þess að fá aðrar upp-
lýsingar. I Foreldrahúsinu fá að-
standendur ráðgjöf og geta þeir valið
Hlerað í hornum
Eiginmanninum þótti sem eiginkonan
væri farin að heyra illa og einn góðan
veðurdag hugðist hann mæla heyrn
hennar. Þegar hann kom heim sagði
hann í heldur lágri rómhæð: “Hvað
er í matinn, elskan?” Ekkert svar.
hvort þeir fái forelda vímuefnabarna
til ráðgjafar og aðstoðar eða einhvern
af þeim fjölmörgu sérfræðingum sem
Foreldrahúsið hefur aðgang að. Mark-
miðið er að allir geti fengið skjóta að-
stoð á neyðarstundu og tilvísun á
færustu aðila hverju sinni. Mikil
áhersla er lögð á sem nánast samband
við alla þá íjölmörgu aðila sem vinna
að meðferð barna og unglinga, svo
sem Barnaverndarstofu, félags-
þjónustuna, lögregluna, ÍTR og aðra
sem starfa að slíkum málurn.
Ef þú ert aðstandandi barns eða
unglings og þig vantar aðstoð eða
upplýsingar um vímuefnamál, vertu
velkominn í Foreldrahúsið eða
hringdu.
Foreldrahúsið, Vonarstræti 4b, s.
511-6161
Foreldrasíminn, opinn allan
sólarhringinn, s. 581-1799.
Þorsteinn Jóhannsson í stjórn Vímu-
lausrar æsku og Foreldrahússins.-
Hann endurtekur spurninguna nokkru
hærra en allt á sömu leið, ekkert svar.
Þá spyr hann stundarhátt: “Hvað er í
matinn elskan?”. Þá svarar konan í
sömurómhæð: “Hvað er eiginlega að
þér maður? Ég er búin að segja þér
það tvisvar”.
38