Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 20
morgninum þann 19. ágúst og endaði á því að ég væri atvinnulaus og það væru 7 mánuðir frá því að ég hefði klárað námið mitt. Eg fór heim eftir að ég hafði flutt mitt mál, en um kvöldmatarleytið hringdi síminn heima hjá mér og það var Björk Vilhelmsdóttir blindraráðgjafi. Hún sagði mér að það hefði verið maður á ráðstefnunni sem hefði viljað ná tali af mér en ég fannst víst ekki. Maðurinn sem vildi ná tali af mér var Hrafnkell Gunnarsson fjármálastjóri hjá Heklu. Ég hafði samband við hann og seinna hitti ég hann, ásamt starfsmannastjóranum hjá Heklu, Asmundi Jónssyni, í Hekluhúsinu. í lok þess fundar, sem stóð yfir í 80 mínútur, sagði Hrafnkell Gunnarsson við mig að ég mætti byrja að vinna hjá þeim mánudaginn 13. september. Ég trúði þessu varla að ég væri komin með vinnu og það í þessu drauma- fyrirtæki. Það tafðist þó aðeins, að ég gæti byrjað að vinna, þvi það voru nokkur tæknileg vandamál við að koma upp Jaws hugbúnaðinum, en á endanum tókst það. Gott að vinna Það er alveg yndislegt að vera búin að fá þessa vinnu þar sem ég get nýtt mér allt það nám sem ég hef farið í gegnum á undanfornum árum. Það er mjög gaman þegar maður þarf að fara að nota einhverjar formúlur eða einhveija teóríu sem maður var að læra í skólanum en manni fannst vera alveg tilgangslaust að læra. En núna sér maður hvernig maður getur nýtt sér námið þegar komið er út í at- vinnulífið. Samstarfsfólkið sem ég er að vinna með er alveg yndislegt og býðst að gera þetta og hitt fyrir mig. Það eina sem ég treysti mér ekki að gera er að fara ein upp í matsal, því þetta er mjög langt frá þeim stað þar sem skrifstofan mín er og ég veit að ég mundi villast ef ég reyndi þetta ein míns liðs. En það eru alltaf einhverj- ir sem leyfa mér að vera samferða þeim þegar þeir fara upp í mat. Vinnuandinn í deildinni sem ég vinn í, ásamt tveimur öðrum konum, er al- veg yndislegur. Ég bara vona og bið að ég fái að vinna hjá bilaumboðinu Heklu eins lengi og ég get eða á meðan þeir hafa not af menntun minni. Ragna K. Guðmundsdóttir iðnrekstrarfræðingur og vörustjórnunarfræðingur. Atvinnuleg endurhæfing Formálsorð: Þessi ágæta fróðleiksgrein birtist áður í SÍBS blaðinu og hér er hún birt með góðfúslegu leyfi höfundar, sem ritar þessa grein fyrir hönd teymis um atvinnulega endurhæfingu á Reykjalundi. Merkilegri nýbreytni eru hér gjörð góð skil. Ritstj. Sigríður Jónsdóttir Frá upphafi hefur atvinnuleg endurhæfing verið stór þáttur í starfsemi Reykjalundar, en af ýmsum ástæðum dregist saman síðustu árin. Það hefur verið draumur margra hér á staðnum að blása nýju lífi í þessa starfsemi og á s.l. ári hófst undirbúningur að því marki. Kannað var hvernig best væri að standa að atvinnulegri endur- hæfingu með þeirri þekkingu sem er til staðar í dag á þessu sviði og miðað við þær kröfur sem þjóðfélagið gerir nú. I upphafi árs var gerður samningur við Trygginga- stofnun ríkisins um tilraunaverkefni í atvinnulegri endurhæfingu. Fulltrúar Tryggingastofnunar velja þá einstaklinga sem koma í þessa meðferð. Gert er ráð ^- fyrir fimm þátttakendum til að byrja með. Vinna er samofin sjálfsmynd okkar og kemur sterklega fram í þessari algengu kynningarspurningu “og hvað gerir þú?”. Á íslandi er litið á vinnuna sem dyggð og það eiga allir að vinna, hvemig sem þeim líður. Fólk er tilbúið að leggja mikið á sig til að halda sjálfsmynd sinni sem útivinnandi einstaklingur. Einstaklingurinn vill vera virtur og virkur þjóðfélagsþegn og finna að vinna hans er metin og hann er ekki byrði fyrir aðra. Þess vegna leggja margir alla sína orku í vinnuna, koma svo heim til að safna kröftum fyrir næsta vinnudag og hafa enga orku af- gangs til að sinna öðram þáttum lífs síns. Þetta er ekki farsælt til lengd- ar, því jafnvægi í daglegu lífi er undirstaða góðrar heilsu. Ef ekki er hægt að stunda sitt fyrra starf eins og áður, getur verið nauðsynlegt að skoða nýjar leiðir til að framkvæma vinnuna og sætta sig við að gera hana á annan máta. Jafnvel getur verið þörf á að skipta um vinnu og hver á þá sú vinna að vera? r Asviði atvinnulegrar endurhæfingar hér á Reykjalundi munurn við leggja áherslu á að einstaklingurinn setji sér markmið um það sem hann vill starfa að og verði virkur í allri framkvæmd meðferðarinnar. Unnið verður einstaklingsbundið og í hópum, þar sem megináherslan verður vinnuefling sem felst í því að auka vinnuþol með fræðslu og æfingum og vinnuprófun við ýmis verk innan staðar og utan. Jafnframt verður lögð áhersla á vinnuaðlögun þar sem er athugað hvort hægt er að breyta vinnuumhverfi, vinnutíma og/eða vinnuferli. Einnig gefst kostur á atvinnuskoðun þar sem einstaklingurinn skoðar hvar áhugi og færni hans liggur, stuðningi við atvinnuumsóknir og skoðun á vinnu- markaðinum. Sett hefur verið á laggirnar sérstakt teymi sem í verða iðjuþjálfar, fé- lagsráðgjafi, sálfræðingur, læknir, sjúkraþjálfari og hjúkrunarfræðingur, einnig höfum við aðgang að öðrum starfsstéttum staðarins eftir þörfum. Einstaklingarnir sem einungis munu verða hér á daginn geta nýtt sér þá aðstöðu sem er til staðar á Reykjalundi í þeim hléum sem gefast. Sigríður Jónsdóttir iðjuþjálfi. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.