Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 24
Bengt Lindqvist umboðsmaður fatlaðra hjá Sameinuðu þjóðunum: UPPSKERUTÍMI VARÐANDI MANNRÉTTINDI Þýtt og endursagt af Helga Hróðmarssyni fulltrúa hjá ÖBÍ “Þá fyrst getum við með nokkrum sanni rœtt um mannkynið sem siðað og réttlátt að allir verði einhuga um og viðurkenni nauð- syn sœmandi lífs- gæðafyrir allt mann- kyn og samþykki það sem gagnkvœma skuldbindingu allra manna”. Þetta ritaði Albert Einstein árið 1945 þegar mann- kynið var smám sam- an að ná áttum eftir hildarleik seinni heimstyrjaldarinnar. Þetta var stór- kostleg sýn: heimur þar sem allt starf mannanna miðar að því að gera að- stæður fólks sæmandi. Með þessa sýn að leiðarljósi mótuðu Sameinuðu þjóðirnar og kynntu Mannréttindayfir- lýsingu sína. Að mínu mati er hún mikilvægasta samþykkt sem gerð hefur verið í heiminum í dag. Hins vegar, þrátt fyrir hroðaleg mannréttindabrot sem framin voru á fötluðu fólki af nasistum, í Sovétríkjunum og annars- staðar, er ekki minnst á rétt fatlaðs fólks í ofangreindri yfirlýsingu. Tím- inn hafði enn ekki náð að vinna á einangrun og mismunun fatlaðra, mis- munun sem fatlað fólk hafði búið við alla tíð. Meira en 30 árum síðar, helguðu Sameinuðu þjóðirnar árið 1981 mál- efnum fatlaðra. Það gaf drifkraftinn fyrir nýja og spennandi þróun. Sú staðreynd að Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu málefnum fatlaðra ákveðið ár var mjög mikilvæg pólitísk frarn- kvæmd. Þema ársins: “Full þátttaka og jafnrétti”, var skýr vísbending um þá stefnu sem menn þurftu að taka. r Iskjali sem nefnt var: “World Pro- gramme of Action” og samþykkt var ári eftir ár fatlaðra, var minnst á nauð- syn lýsingar og greiningar á aðstæðum fatlaðs fólks út frá sjónarhóli mann- réttinda. Það varð úr að Leandro Despouy, lögfræðingur frá Argentínu Bengt Lindqvist var ráðinn til þess að hafa umsjón með þessu verkefni. Skýrsla hans var lögð fram árið 1992. Um svipað leyti hófst umræða um skyldur Sameinuðu þjóðanna til að hafa frumkvæði að því að setja fram stefnumótun í málefnum fatlaðra. Þetta leiddi síðan til sam- þykktar og framsetningar Grundvallar- reglna Sameinuðu þjóðanna í mál- efnum fatlaðra árið 1993. Á meðan á þessu stóð, starfaði nefnd að stefnu- mótun sáttmála Sameinuðu þjóðanna um þjóðfélagslegan og menningar- legan rétt fólks. Undir áhrifum frá starfi Leandro Despouy, vann þessi nefnd greiningu á málefnum fatlaðra sem birt var árið 1994. Þetta var fram- tak sem hefur reynst mikilvægur hlekkur í baráttu fyrir mannréttindum Björn G. Eiríksson sérkennari: Sumarljóð Skín björt á kveldi sól sveipar gullroða haf. Snæfells á jökulstól sendir hún geislatraf. Borgin við sundin blá brosir við dimmblátt haf. Æskunnar ástarþrá eimir samt broti af. Lýsandi blikið bjart bjarmar á himin þar. Sendir burt myrkur svart í svalan og djúpan mar. Fara um strætin fljóð fagurlit reika ský. Lágt þylur leyndan óð ljúf nóttin unaðshlý. B.G.E. fatlaðs fólks. Stærsta skrefið í þessari þróun var stigið i apríl 1998 með fram- setningu og samþykkt “UN Comm- ission on Human Rights” sem hefur að geyma fjölda mikilvægra yfirlýsinga og staðreynda. Þar má nefna að Grundvallarreglur Sameinuðu þjóð- anna ættu að vera tæki til að auka mannréttindi; Hér eftir ættu málefni fatlaðra að vera þáttur í allri umfjöllun og stefnu í mannréttindamálum; Allar stofnanir Sameinuðu þjóðanna ættu að hafa málefni fatlaðra að leiðarljósi í skipulagningu á stefnu sinni; Fara ætti fram á skýrslur frá aðildarríkjunum um aðstæður fatlaðs fólks og aðgerðir Sameinuðu þjóðanna varðandi málefni fatlaðra ættu að vera betur skipulagðar. Eftirlit með Grundvallarreglunum mun halda áfram í núverandi formi til miðs árs 2000. Þessu til við- bótar, hafa Sameinuðu þjóðirnar myndað nýjan og mjög mikilvægan vettvang til að vinna að málefnum fatl- aðra með aðgerðum sínum og aukinni umfjöllun um mannréttindi. Þetta er tækifæri sem samtök fatlaðra hafa ekki efni á að missa af. Samtök fatlaðra hafa safnað saman mikilli reynslu og þekkingu um aðstæður og kjör fatlaðs fólks. Til þess að eiga möguleika á að nota mannréttindaumræðu sem verk- færi, verða þau samt sem áður að læra heilmikið um alþjóðlega uppbyggingu mannréttinda með því að sækjast eftir samvinnu við aðila sem vinna að mannréttindamálum í heiminum. Eg vona að þekkingaröflun og mótun þessara tengsla hefjist nú þegar. Við megum engan tíma missa. Ef við gríp- um þetta tækifæri, munu þeir aðilar sem vinna að málefnum fatlaðra öðlast nýja orku og kraft á nýrri öld. Nú eru uppskerutímar og það er í höndum fatl- aðs fólks að njóta ávaxtanna, en einnig að sá fræjum til nýrrar og meiri upp- skeru. Bengt Lindqvist Þýð.: H.Hr. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.