Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Page 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Page 15
stök arðsemiskrafa gjörð. Hins vegar á sjóðurinn að standa undir rekstri sínum - tekur lán og endurlánar; til að létta undir með fólki eru svo annars vegar kerfi vaxtabóta og hins vegar húsaleigubóta. Húsbréf gilda að 65% eða 70%, viðbótarlán eru svo húsnæðisbréf, allt upp í 90% samtals. Vextir í dag 4.3% en verða 4.54 fyrir árið 2000. Hann minnti svo á sérþarfalán sér- staklega vegna breytinga og endur- bóta eða vegna viðbótarkostnaðar af aðgengisástæðum, vextir þeirra 4.13% á síðasta ári, en þar áður 2%. '97 voru slík lán 22, '98 voru þau 37 og í fyrra 30 talsins. Hann nefndi einnig niðurskurð á framlagi ríkissjóðs til íbúðalána- sjóðs, voru í fyrra þó 180 millj. kr. en 100 millj. kr. nú, skilar því ekki miklu varðandi vextina. Guðmundur undraðist það að enginn skyldi láta í sér heyra varðandi þennan niðurskurð og það játað hér að þetta fór með öllu framhjá okkur hér, því miður. Þorlákur Omar Einarsson fast- eignasali og stjórnarmaður í ÖBÍ var síðastur framsögumanna. Hann ræddi hina gífurlegu spennu sem nú væri á fasteignamarkaði, þar sem eftirspurnin væri meiri en nokkru sinni áður allt frá Vestmannaeyjagosi. Fólksflóttinn af landsbyggðinni að- alorsök og svo einnig auknir lána- möguleikar. Hann kvað áberandi að ungt fólk með engan eða lítinn höfuðstól hefði flykkst út á markað. Byggingaiðnaðurinn hreinlega annaði ekki eftirspurn. Arðsemi af íbúðarhúsnæði skilaði sér ekki þó og því hefðu byggingaverktakar í aukn- um mæli snúið sér að atvinnuhús- næði. Hættan væri sú að óvandaðir aðilar kæmust inn á markaðinn. Nefndi svo dæmi um áhrif þessarar spennu, eignir seljast með það sama og dagprísar eru á íbúðum á góðum stöðum - verð færu upp í 200 þús.kr. á fm. Að loknum framsögum urðu tals- verðar umræður m.a. greindi Björk Vilhelmsdóttir frá húsnæðis- málum hjá Blindrafélaginu en hún þar félagsráðgjafi. Blindrafélagið er með 20 leiguíbúðir, stefnan þar sett á sjálfstæða búsetu, en í Hamrahlíðinni einkum fólk í mikilli þjónustuþörf. Arnór Pétursson kvað húsnæðis- vandann meiri en nokkru sinni og við honum yrði að bregðast. Kristín Jónsdóttir upplýsti að 40% af þeim 370 sem á biðlista væru hjá Hússjóði væru geðfatlaðir og segði það sína sögu um vanda þeirra. Fyrirspurnir voru allmargar og þeim svarað vel. Síðastur talaði svo Garðar Sverrisson, formaður banda- lagsins, lýsti ánægju með ráð- stefnuna, þörf væri á að taka hús- næðis- og búsetumál sérstaklega fyrir hjá bandalaginu. Búsetunefnd og Guðríði Ólafsdóttur sérstaklega er þökkuð framkvæmd góð sem til fyrirmyndar var. H.S. Agæt áminning Hingað barst síðla vetrar hin ágætasta tilkynning frá Bandalagi kvenna í Reykjavík. Þar er greint frá þingsamþykkt bandalagsins sem víða hefur verið send og er svohljóðandi: 84. þing Bandalags kvenna í Reykjavík haldið 11. mars 2000 beinir því til yfirvalda menntamála, að við hönnun og byggingu nýs skóla- húsnæðis eða endurnýjun á eldra húsnæði, verði aðgengi fatlaðra og hreyfihamlaðra einstaklinga tryggt. í greinargerð segir að aðgengi fatlaðra barna að grunnskólum sé því miður ekki sem skyldi, vitnað er til aðalnámskrár grunnskóla þar sem eru skýr ákvæði um fötluð börn, að þau fái til fullnustu notið sín. Einnig er minnt á lög um skólahúsnæði; að það eigi ekki að hindra skólagöngu fatlaðra barna, og hnykkt á því að þetta gildi um allt húsnæði skólans. Við þökkum fyrir samþykktina og henni hér með enn frekar á framfæri komið. H.S. Hlerað í hornum Ósjaldan henda menn góðlátlegt gaman að bindindissemi ritstjórans, Helga Seljan. Á samkomu einni var haft eftir honum úr ræðu: “Ég hef aldrei bragðað bjór á ævinni og svo finnst mér hann vondur”. * * * Maður einn var að segja frá hroll- vekjandi atburði og sagði þá: “Mér rann kalt vatn milli stafs og hurðar.” Kona ein kom í heimsókn til vinkonu sinnar í Vestmanneyjum og fékk þar ýsu að borða sem henni þótti hið mesta hnossgæti og sagði þá: “Það er nú von að blessuð ýsan sé góð hér út í Eyjum, þið fáið hana slægða og hausaða beint upp úr sjónum.” Gudda fína varð stórmóðguð þegar afgreiðslumaðurinn skellihló þegar hún bað um gula skósvertu. Vinnumaður Brands var að lýsa veldi bóndans: “Það er nú veldi á honum Brandi með tíu kýr í fjósi og tarfinn mjólkandi.” Það var áður fyrr á öldinni í hörku- gaddi á þorra að maður einn kom á skrifstofu kaupmanns þar sem var kappkyntur kolaofn. í ógáti snerti maðurinn á ofninum og brenndi sig og heyrðist þá umla: “Ja, sá held ég sé volgur á sumrin.” Karl einn í hreppsnefnd eystra fékk það hlutverk að skrifa fundargjörð. Hann þótti ansi klénn í stafsetningu og einu sinni spurði hann sam- nefndarmenn sína: “Hvort er réttara að rita Keflavík með einu eða tveimur béum?” 3 fínar frúr voru saman í saumaklúbb og talið barst að útvarpinu. Sú fyrsta segir þá: “Ósköp er að heyra þennan leirburð sem kemur frá þessum Agli Skallagrímssyni”, en verið var þá að lesa Egils sögu í útvarpinu. Þá segir önnur: “Ja, þá væri nú betra að fá brandarana hans Kristmanns.” Eftir nokkra þögn spyr sú þriðja: “Vitið þið nokkuð hver hann er þessi Egill?” Þá segir sú sem hóf máls á leir- burðinum: “Ég held þetta sé brugg- ari. Ég hefi heyrt um ölgerð þessa Egils Skallagrímssonar.” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.