Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 29
lækningar. Síðan er þess vænst að félagsmálayfirvöld sinni þessum ein- staklingum. Þegar þessi áform eru gerð opinber sverja allir þau af sér og að lokum lýsir ráðherra því yfir á þingi að þjón- usta við geðsjúka verði ekki skert. Þannig er niðurstaðan etv. sú að þeir sem hafa reynt að taka fé af ijár- veitingum til geðfatlaðra hafa uppgötv- að að þeir hafi í raun rænt Soffíu frænku og ekki er víst að þeim takist að skila henni aftur. Akvarðanir hafa verið teknar án samráðs eða stefnumörkunar og gefur kardimommubragurinn af málinu öllu tilefni til þess að Bastian bæjarfógeti herði sig í eftirlitsstörfum sínum. Leikhúsbragurinn er þó mestur þegar talað er um tilfærslu á þjónustu án þess að færa til fjármuni. Ætlast er til að annar aðili taki við þjónustu án þess að fá til þess fjárveitingu. Þannig eru ákvarðanir sem varða fatlaða teknar í einangrun, án samráðs. Þetta er afleið- ing þeirrar miklu gjár sem aðskilur málefni fatlaðra og heilbrigðisþjónustu. Gjá þessi er í raun fötlun í okkar kerfi, og er óvíst hvort hægt sé að brúa gjána nema með því að sameina ráðuneyti. Stuðningsþjónusta Geðhjálpar er dæmi um það hvernig hægt er að samhæfa heilbrigðis- og félagsþjón- ustu. Geðhjálp hefur undanfarin ár verið með samning um þjónustu við 30 geðfatlaða. Tuttugu þeirra eru í hús- næði á vegum Geðhjálpar, ýmist fyrrgreindum áfangastað við Bárugötu eða í húsnæði í leigu frá Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar en 10 eru í öðru hús- næði sem er ekki á vegum Geðhjálpar. Akveðið var að gera úttekt á stuðn- ingsþjónustunni af óháðum aðila. Var dr. Sigurlína Davíðsdóttir fengin til þess að gera þessa úttekt á vegum Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. Ur niðurstöðum: „Að loknum öllum þeim viðtölum sem tekin voru, stendur það upp úr að enginn hafði alvarlega gagnrýni fram að færa, en flestir lýstu yfir mikilli ánægju með starfið. Hag- kvæmnisathugun leiddi í ljós að þjón- ustan er hagkvæm, þar sem dýrum legu- dögum á geðdeildum fækkar verulega.” Reiknaður var út sparnaðurinn vegna fækkunar legudaga og minnkaðra afskipta lögreglu og félagsmálayfir- valda. Niðurstaðan er sú að kostnað- urinn við rekstur stuðningsþjónustunnar skilar sér aftur í beinhörðum peningum með minni tilkostnaði og notkun geð- sjúkrahúsa, lögreglu og annarrar þjón- ustu. Fækkun legudaga á sjúkrahúsi er einnig til marks um bætt heilsufar og minni fotlun. Eftirfarandi tillögur koma fram í skýrslu um stefnumótun í mál- efnum geðsjúkra, í kafla um félags- þjónustu, dagsett 10. október, 1998. 1. Tillögum heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins um forgangs- röðun í heilbrigðismálum verði breytt til samræmis við forgangsröðun á öðrum Norðurlöndum þar sem geðfatl- aðir hafa meiri forgang. 2. Heilbrigðis- og félagsmálaráðu- neyti myndi sameiginlegan samráðshóp sem hafi yfirumsjón með málefnum þessara sjúklinga. Eðli málsins sam- kvæmt ætti hópurinn að vera undir stjórn heilbrigðismálaráðuneytisins. Verkefni hópsins væru m.a. að einfalda þjónustuna, auka og gera hana aðgengi- legri þeim sem á þurfa að halda. Samráðshópurinn hafi yfirumsjón með átta stýrihópum sem skipaðir verði á landinu, hver með ábyrgð á þjónustu við geðfatlaða á ákveðnu svæði. í hverjum stýrihóp verði heilsugæslu- læknir eða geðlæknir, fulltrúi félags- málayfirvalda og einn skipaður af Öryrkjabandalagi íslands. Hver stýri- hópur hafi ákveðinn tengilið á geð- deildum. Gert er ráð fyrir 5 ára tilrauna- tímabili með þessu fyrirkomulagi. A tímabilinu fari fram árangursmat á vegum óháðra aðila sem verði notað við ákvarðanatöku í framhaldinu. 3. Við fyrirhugaða breytingu á lögum um þjónustu sveitarfélaga við yfirfærslu málaflokksins verði sérhæfð þjónusta við geðfatlaða tryggð I lög- unum og skyldur sveitarfélaganna til- greindar nákvæmlega. Þetta er mikil- vægt með hliðsjón af reynslu af núverandi löggjöf, sem hefur ekki tryggt geðfötluðum þjónustu til jafns við aðra fatlaða. Gera þarf ráð fyrir sérhæfðu starfsliði sem sinni geðfotl- uðum og að þetta starfslið fái viðeig- andi menntun og ráðgjöf. 4. Lögð verði áhersla á að bæta þjón- ustu við geðfatlaða utan stofnana, á heimilum þeirra og víðar. Stuðnings- þjónusta verði efld með þjónustu- samningi þannig að hún geti sinnt allri liðveislu, heimaþjónustu og búsetuúr- ræðum (þjónustuíbúðum og sambýlum) fyrir geðfatlaða á höfuðborgarsvæðinu. Sambærileg þjónusta gæti einnig farið fram annars staðar á landinu samkvæmt þjónustusamningum og verið í sam- vinnu við stuðningsþjónustuna. 5. Sérstakar ráðstafanir verði gerðar vegna fólks með áfengisfíkn og lang- vinna, alvarlega geðsjúkdóma. Kanna þarf umfang þess vanda nánar. Lagt er til að sett verði á laggirnar meðferðar- eining I tilraunaskyni sem sinni og hafi yfirsýn yfir mál einstaklinga með fíkni- og geðklofagreiningu. Slík eining þarf að vinna í samvinnu við félagsmála- yfirvöld og hafa til umráða innlagnar- úrræði, göngudeildarþjónustu og úti- deildarstarf. Árangur aðgerða þessara verði rannsakaður. Pétur Hauksson Erindi flutt á ráðstefnu ÖBÍ FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.