Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 45
Hrafn Sæmundsson: Tvö ljóð Vogurinn Við lygnan voginn er lítil vík í skjóli klettanna og hafaldan nær ekki þessum griðastað. Við lygnan voginn er sjórinn tær og blámi himinsins litar ekki þessa vin sjávarins. Við fallaskilin heyrist gjálfur sjávarins þegar tunglið togar í hafið og sólbakað blágrýtið svalar þorsta sínum. Við lygnan voginn er lítil vík í skjóli klettanna og tær sjórinn fóstrar lítil seiði og einstaka marhnútur leggur sitt af mörkum í heimspeki dagsins. Dauðinn Svo einfalt. Þegar golan heilsar haustinu og dalalæðan breiðir blæju yfir gulnuð stráin. Og engar spurningar eru eftir. Þá kemur gesturinn og stendur í dyrunum í veisluklæðum. Og þú stendur upp og fylgir straumnum sem á miða á ballið. H.Sæm. Frá Heyrnarhjálp Blómleg og góð er útgáfustarf- semi félaga okkar og ánægju- legt ætíð að glugga í þau fréttabréf sem berast. Heyrnarhjálp gefur út læsilegt og athyglisvert fréttabréf og ritstjóri staldraði við fáein minnisatriði sem honum þóttu umhugsunarverð. Þar koma ýmsar staðreyndir fram s.s. það að vasadiskó skaði hevrnina. einkum eru þeir í hættu sem verið hafa eyrnabólgubörn fyrr á ævinni eða vinna í hávaða- sömu umhverfi. I upplýsingum undir spurningunni: Vissir þú?? kemur þetta fram m.a. að þriðji hver einstaklingur yfir sjötugt hefur skerta heyrn og þarf e.t.v. á heyrnartæki að halda. að ef ekkert er að gert veldur heyrnarskerðing félagslegri einangrun og dregur úr lífs- gæðum. að félagsleg einangrun þarf ekki lengur að vera fylgifiskur heyrnarskerðingar. að með nauðsynlegri þjálfun geta flestir haft mikið gagn af heyrnar- tækjum. Bætt heyrn - betri líðan segir svo í lokin. Meðal annars efnis er kynnt nýtt lyf við eyrnasuði - Caroverin, en rannsóknir hafa leitt í ljós að 60% af sjúklingum sem þátt tóku í rannsókn fengu verulega bót við meðferð með þessu lyfi. Svo er kynnt sú nýjung hjá fé- laginu að senda rafhlöður til fólks í pósti, sagt frá Sennhaus sendi- tækjurn svo og tónmöskva fyrir GSM síma. Síðast er svo hvatning til fólks um að koma í félagið og ætti ekki að þurfa, en ótrúlega margir hirða ekki á þann veg um eiginn hag, með oft hinum alvarlegustu af- leiðingum, einmitt þeim sem bent var á hér að framan s.s. félagsleg einangrun er gleggst dæma um. Vonandi sinna sem flestir kalli félagsins. H.S. Hlerað í hornum Það var verið að halda upp á merkis- afmæli ömmunnar og í afmælinu var lítill ömmustrákur sem hafði verið í Noregi undanfarin tvö ár. Þegar lát verður á ræðuhöldunum snarast sá litli upp á stól og hrópar: “Hurra for syttende maj”. Ljóskan fékk sér farsíma og gaf vini sínum upp símanúmerið sitt. Svo hringir siminn þar sem ljóskan er stödd í Kringlunni og það er þá vin- urinn í símanum. Þá segir Ijóskan við hann. “Hvernig í ósköpunum vissir þú að ég væri hérna í Kringlunni?” Dóttursonur ritstjóra spurði: “Af hverju klifraði ljóskan yfir gler- vegginn?” Þessu gat afinn ekki svarað: “Jú, hún ætlaði að sjá hvað væri hinum megin”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.