Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 55

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 55
Frá fullorðinsfræðslu fatlaðra. Sjá bls. 22. hljóta að vakna s.s. um réttmæti afnáms sérlega um málefni fatlaðra þar sem þýðingarmikil réttindi eru nú tryggilega lögfest og hafa reynst mætavel í mörgu. Önnur megin- spurning varðar auðvitað möguleika sveitarfélaganna til að taka við í heild sinni svo viðamiklum verkefnum sem lúta í innsta eðli sínu að flestum mannlegum gildum í samfélaginu. Þriðja atriðið til verðugrar umhugs- unar er svo hvort yfirfærslan sjálf sé yfirleitt rétt ákvörðun, hvort málefnin séu betur komin hjá sveitarfélögum en ríki. 'pfcetta þrennt og ótalmargt fleira -Irþarf að ígrunda vel áður en skref- ið er stigið til fulls. Aðalatriði máls- ins er auðvitað það að við séum að stíga framfaraspor með yfirfærslunni en ekki til stöðnunar, hvað þá aftur á bak. Engar hrakspár skulu uppi hafðar en það alveg morgunljóst að vel þarf hér til að vanda og það vekur óneitanlega ugg hversu frumvörp þessi eru framlögð án þess að gengið sé frá því liver fjárhagsgrundvöllur skuli að baki búa. Sameiginlega þurfa félög öryrkja að taka á þessu máli og ná um það þeirri samstöðu sem nauðsynleg er. Þau þurfa með öllu afli sínu að knýja þann- ig á þetta mál ef að virkileika verður, að þar séu allir lausir endar hnýttir sem allra best, ekki hvað síst hvað fjárhagsgrundvöllinn varðar, það undirstöðuatriði sem öllu getur ráðið um framvindu þessarar yfirfærslu. ins og áður hefur komið fram hér i Fréttabréfi ÖBÍ þá er nú starf- andi samráðsnefnd Tryggingastofn- unar ríkisins, Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins. Óhætt mun að fúllyrða að af hafi orðið allgóður árangur á ýmsan veg, mál hafa verið reifuð og skýrð á báða bóga, spurn- ingum verið svarað og í framhaldinu oft verið ýmsu í liðinn kippt. Verkefnið er í raun ótæmandi en við gjörum okkur það fullljóst að megin- málin ráðast annars staðar, hjá lög- gjafarvaldi og framkvæmdavaldi fyrst og síðast. En auðvitað skiptir öll framkvæmd laga sem reglugerða afar miklu máli, getur jafnvel úrslit- um ráðið og því er alltaf á hverjum tíma þörf fyrir starf af þessu tagi, þar sem hugað er að allri framkvæmd og þá auðvitað allra helst á hvern veg hún megi betur fara. Nefndin hefur m.a. fjallað um örorkuskírteini með mynd sem til alhliða notkunar yrðu þá, þannig að menn þyrftu ekki að vera að fá hin ýrnsu kort fyrir hvert tilvik. Hér hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar verið vikið að nauðsyn þess að hafa mynd í örorkuskírteini og nú er reikn- að með að þessi nýju kort verði tilbúin með haustinu og vonandi verður þeim vel tekið svo sem vera ber. nnað mál hefur mikið til umræðu verið í þessari samráðsnefnd en það varðar námskeiðshald fyrir þá sem nietnir hafa verið til örorku í fyrsta sinn. Nauðsyn þessa hafin yfir allan efa og ótvíræð skylda í raun, svo afdrifaríkt sem mat þetta er fyrir fólk varðandi lífsaðstæður þess allar, svo mikil umskipti oft og áfall um leið. Nú er einmitt verið að halda fyrstu námskeiðin, það fyrsta verður 25. maí (fregnir af því bíða eðlilega næsta blaðs) og fróðlegt að sjá hversu til tekst. Þarna verður af hálfu stofn- unarinnar veitt eins fjölþætt fræðsla og unnt er fyrir að koma á námskeiði sem slíku og þarna munu fulltrúar Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags- ins kynna samtök sín og aðildarfélög. Vonandi tekur fólk þessu fagnandi svo oft og eðlilega sem við fáum kvartanir um það hvílíkur frum- skógur þetta sé allt að fara gegnum og fræðslu hvers konar sé mikil þörf. Gefist námskeiðin vel er einsýnt að þau verði að halda á landsbyggðinni einnig og því raunar þegar afar vel tekið afTR. Eitt fylgifrumvarpa þeirra er yfir- færsluna varða á málefnum fatl- aðra frá ríki til sveitarfélaga er um breytingu á lögum um vinnu- markaðsaðgerðir. Ef af yfirfærslu verður er ljóst að varðandi atvinnu- mál verður óhjákvæmilega um tvískiptingu að ræða. Dagvist, hæf- ing og iðja munu fara til sveitarfé- laganna sem verkefni félagsþjónust- unnar en aðrir þættir þ.e. vinna með ákveðinni framlegð færast eðlilega yfir til Vinnumálastofnunar og svæðisvinnumiðlana þ.m.t. verndaðir vinnustaðir þeir sem falla undir þessa skilgreiningu svo og vernduð vinna önnur. Eflaust verður skiptingin vandaverk og vel þarf til hennar að vanda svo og hinnar nýju framkvæmdar. Öryrkja- bandalagið hefur lagt það til við félagsmálaráðherra að starfshópur vinni að þessum undirbúningi og þar eigi sæti fulltrúar frá þeim aðilum er gerst þekkja og þurfa að nýrri framkvæmd að koma. Félagsmálaráðherra hefur tekið þessu afar vel og vonum við að þessi starfs- hópur geti sem fyrst hafist handa því hér er það mikil breyting á ferð að fýrir alla er hollt, að sem snurðu- lausust verði öll framkvæmdin þegar þar að kemur. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.