Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 18
Ragna K. Guðmundsdóttir
iðnrekstrarfræðingur og vörustjórnunarfræðingur:
Atvinnurekendur !
Hvað haldið þið að við séum?
Frá ráðstefnunni sem skipti sköpum.
Háskóli tslands - ekki fyrir blinda!
Ég er 36 ára einstaklingur sem lauk
stúdentsprófi fyrir rúmum 12 árum,
frá Menntaskólanum við Hamrahlíð.
A fyrstu önninni í
Menntaskólanum fór
að bera á því hvað ég
var farin að sjá illa.
Árið sem ég lauk
stúdentsprófinu var
sjónin alveg farin.
Sumrin á meðan ég
var í menntaskóla
vann ég á bæjarskrifstofunum í
Kópavogi við símavörslu og þess
háttar. Árið 1991 hóf ég nám í Há-
skóla Islands við Viðskiptafræði-
deildina. En í byijun árs 1994 fór að
bera á árekstrum á milli mín og eins
kennarans í deildinni. Þessi ákveðni
kennari sagði við mig að það mundi
enginn atvinnurekandi ráða blindan
viðskiptafræðing til starfa. Einnig
var ósætti milli okkar um fram-
kvæmd prófa. Ég sagði kennaranum
að ég þyrfti að fá lengri tíma í prófi
en sjáandi nemandi. Svarið hans var:
“Ef þú getur ekki tekið prófið á sama
tíma og aðrir nemendur, á fjórum
tímum, þá hefur þú ekkert að gera í
Háskólanum”. Þetta kom mér svolit-
ið á óvart þar sem þeir nemendur sem
eru lesblindir fá mun lengri próftíma
en aðrir en þetta gilti víst ekki fyrir þá
sem eru alveg blindir. Á endanum
flæmdist ég burt úr Háskólanum um
haustið 1994, vegna óvilja skólans að
skapa aðstöðu fyrir blinda nemendur.
Ég ákvað að láta ekki þar við sitja en
vík að því seinna.
Tækniskóli íslands - fyrir blinda!
Ég hafði heyrt talað um Tækniskóla
Islands og var búin að hugsa svolitið
um að taka eina grein í Tækni-
skólanum svo að ég þyrfti ekki að
lenda aftur hjá þessum kennara í Há-
skólanum. Ég lagði leið mína upp í
Tækniskóla í fyrstu vikunni í október
1994 og talaði þar við kennslu-
stjórann í rekstrardeildinni, Stein-
grím Steingrímsson. Hann veitti mér
heilmiklar upplýsingar um iðn-
rekstrarfræðinámið. Það kom í ljós
að nemendur í iðnrekstrarfræðinni
eru bara teknir inn í janúar en þurfa
að sækja um skólavist vorið áður.
Samkvæmt þeim reglum hefði ég
ekki getað byrjað í skólanum fyrr en
eftir rúmt ár, en eftir að Steingrímur
sá einkunnablað mitt ákvað hann að
ég gæti komið í skólann í byrjun
janúar 1995, 11 vikum seinna. Ég
reyndi að fá mér vinnu í þessar vikur
áður en Tækniskólinn hæfist í byrjun
janúar 1995 en það tókst ekki sökum
sjónskerðingar minnar. Á fyrstu önn-
inni í skólanum vorum við látin gera
ýmis verkefni fyrir fyrirtæki útí bæ
en ekki bara þurr og leiðinleg verk-
efni eins og gert var í Háskólanum.
Lokaverkefnið
Á annarri önninni vorum við látin
velja hvort við vildum fara í mark-
aðsfræði, framleiðslu- eða útvegs-
svið. Nemendur taka yfirleitt bara
eina aðalgrein en þó hafa nokkrir
nemendur við Tækniskólann tekið
bæði markaðsfræðina og fram-
leiðsluna saman en það hafði þó
enginn nemandi tekið öll þrjú sviðin.
En það gerði ég því ég gat ekki valið
á milli. Ég var sem sagt fyrsti nem-
andinn sem tók öll þrjú sviðin en var
ekkert lengur en aðrir nemendur að
ljúka námi þó hinir nemendurnir hafi
bara tekið eina eða hámark tvær aðal-
greinar. Ég lauk iðnrekstrarfræðinni í
lok janúar 1997. Lokaverkefni mitt
snérist um saltfiskverkun sem hefði
það að leiðarljósi að hafa fatlað
starfsfólk sem vinnuafl, í þessu tilviki
að minnsta kosti 10 heyrnarlausa ein-
staklinga. Við unnum tvö saman að
þessu lokaverkefni, ekki þrjú eins og
voru í öllum hinum lokaverkefnis-
hópunum: Ragna K. Guðmundsdóttir
og Steingrímur Ólafsson. Verkefnið
var unnið fyrir Félag heyrnarlausa og
Blindrafélagið á íslandi, sem greiddu
kostnað af því. En þegar við Stein-
grímur vorum búin að kynna verk-
efnið okkar fyrir nokkrunr einstakl-
18