Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 32
3. Ráðstefna um yfirfærslu málefna fatlaðra. Helgi skýrði frá ákvörðun fram- kvæmdastjórnar um að boða til haustráðstefnu um málið með full- trúum allra aðildarfélaga þar sem menn stilltu saman strengi. Nauð- synlegt væri að svara grundvallar- spurningum fyrst s.s. um afnám sér- laga, yfirfærsluna sjálfa, fjárhags- dæmið o.s.frv. Vísast þar um til leiðara í þessu blaði. Garðar minnti á fjölda sveitarfélaga og smæð svo margra þeirra. Umhugsunarefni væri að á sama tíma og sett væru ný sérlög og hert á öðrum þá væri afnám lag- anna um málefni fatlaðra á döfinni. Nauðsynin mest í þessu máli að tala einum rómi. Guðjón Ingvi Sigurðs- son kvað miklar umræður í gangi um þessi mál á Vesturlandi, þar þyrfti tvöföldun fjármagns í málaflokkinn ef vel ætti að vera. Fjárhagsdæmið allt verður að liggja ljóst fyrir en meginstefnan á að vera sú að færa verkefnin nær fólkinu. Sagðist sannfærður um að sameining sveitarfélaga myndi halda áfram af fullum krafti. Málfríður Gunnarsdóttir sagði reynslu Norðurlandabúa ekki þá að um betri kost væri að ræða fyrir fatl- aða og því yrði að fara að hér með fullri gát. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson kvað yfirfærsluna mikið spurningarmerki s.s. hvað snerti smæstu og vanbún- ustu sveitarfélögin og menn skyldu muna að misgóð væru sveitarfélögin og misjafnar aðstæður þeirra, það hefði t.d. sýnt sig í Danmörku. Ég kýs ríkið áfram, sagði Vil- hjálmur. Sigurður V Viggósson trúir því að vel verði að staðið og meiri vilji verði hjá sveitarstjórnum en ríki til góðra hluta, nálægðin verði kostur. Sveinn Rúnar taldi málefnin betur komin hjá ríkinu, misræmið yrði mikið á milli sveitarfélaga, sveitar- félögin einfaldlega of litlar einingar yfirleitt. Arnór Pétursson óttaðist að menn stæðu frammi fyrir orðnum hlut, en vel yrði til verksins að vanda. Friðrik Alexandersson fagnaði ráðstefnu á haustdögum og kvað ýmsa sem þjónustu njóta í dag ótta- slegna um sinn hag við breytinguna. Minnti á hve skelfilega vantaði upp á fjármagn í Reykjavík og á Reykjanesi í þessum málaflokki. Hér væri um þjónustuverkefni að ræða sem erfitt væri að leysa á sveitarfélagagrunni. Fundi var slitið k. 18.30. H.S. Guðríður Ólafsdóttir félagsmálafulltrúi ÖBÍ: SKÖPUN - LISTSÝNING í DIGRANESKIRKJU Snemma i maímánuði opnuðu 9 geðfatlaðir einstaklingar at- hyglisverða samsýningu á verkum sínum í Digraneskirkju. A sýningunni voru málverk og keramikmunir sem unn- in hafa verið með stuðn- ingi frá starfsemi sem rekin er að heimilinu Dvöl við Reynihvamm í Kópavogi, en það eru Rauði kross íslands Kópavogsdeild, Kópa- vogsbær og Svæðisskrif- stofa málefna fatlaðra á Reykjanesi sem reka staðinn. Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun geðfatlaðra og koma gestir í at- hvarfið á eigin for- sendum, þar geta þeir m.a. nýtt sér ágæta að- stöðu til listsköpunar. Haldin eru námskeið sem miða að því að mæta einstaklingnum á þeim stað sem hann er staddur í sköpun sinni. Elva Jónsdóttir listmeðferðar- fræðingur hefur haldið námskeið í listsköpun og styðst þar aðallega við sitt nám í myndlist við kennslu sína. Hvert námskeið eru átta kennslustundir og aðsókn er mjög góð. Árangur af starfinu er einnig mjög góður eins og sjá mátti á sýningunni þar sem ijölbreytni í list þessa fólks var ótrúleg. Tildrög þessarar sýningar voru þau að séra Gunnar Sigurjóns- son sóknarprestur kemur reglulega í heimsókn til Dvalargesta og einu sinni sem oftar var um það rætt hvað þau gætu gert í tilefni kristni- tökuafmælisins og sýningin er af- rakstur þeirrar umræðu. I opnunarræðu sinni sagði séra Gunnar að yfirskrift sýningarinnar sem var “Sköpun” væri m.a. lýsandi fyrir þann sköpunarkraft sem býr innra með manninum og gefur honum tæki- færi til tjáningar í leit sinni að tilgangi og samsvörun. Fyrir Guð sem allt hefur skapað með orði sínu og fýrir sköpunina sem er fyrir stöðuga endurnýjun. Það var vissulega ánægjulegt að sjá hve vel hafði tekist til og ekki var verra fyrir listhafendur að sala á verkum þeirra var góð þennan fyrsta dag sýningarinnar. Guðríður Ólafsdóttir. Frá opnun sýningarinnar. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.