Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 49

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 49
Elísabet Nönnudóttir: Ég hugsa Ég hugsa til þín með gleði í hjarta. Hjarta sem titrar af löngun og þrá. Með þér vil ég eiga framtíð bjarta. Ég bíð eftir að fá þig að sjá. Mig langar að elska um daga og nætur. Elska þig meðan sólin skín. Kyssa burt tárin er þú grætur. Svo fullt er mitt hjarta af ást til þín. E.N. Höfundur var að útskrifast úr Hringsjá. Hlerað í hornum Þessi er fengin að láni úr Lækna- blaðinu. “Læknir, ég sé ennþá deplana fyrir augunum.” “Batnaði þér þá ekkert við aðgerðina á horn- himnunni?” “Jú, jú, heilmikið. Ég sé deplana miklu betur núna.” Maður einn sem stundaði þannig vinnu að hann þurfti að fara úr einum stað í annan hafði litlar dætur sínar oft með í bílnurn og þá leiddist þeim oft þegar beðið var eitir pabba sem fór m.a. um borð í báta og þær litlu lærðu nöfn og númer bátanna utan að. Eitt sinn hitti ókunnur maður aðra dótturina og spurði hana að því við hvað pabbi hennar ynni. Hún var skjót til svars: “Hann vinnur á flæk- ingi.” “En mamma þín. Hvað vinnur hún?” Sú litla ekki sein á sér: “Mamma, hún vinnur ekki neitt.” Lifað með MND Enn gefur MND fé- lagið út glöggan bækling undir sam- heitinu: Lifað með MND s.s getið var um í síðasta Fréttabréfi. í þessum 2000 bækl- ingi er leitast við að svara spurningunni: Hvað er MND og hreyfitaugungahrörn- un? Svo gripið sé rétt niður í hina ijölmörgu kafla fulla af fróðleik þá er erfitt úr að greina aðalatriði en þess þó freistað. MND eða hreyfitaugungahrörn- un eins og það er kallað í bæklingnum einkennist af minnkandi styrk vöðva og rýrnun þeirra. MND var skilgreindur sem sérstakur sjúkdómur af frönskum frumkvöðli í taugalækningum á síðari hluta nítjándu aldar - kallaður eftir honum í Frakklandi - Charcot veikin og Lou Gehrigs veikin í Bandaríkjunum eftir frægum hafna- boltamanni sem dó úr MND. Síðan er frekari læknisfræðileg skýring varðandi eitthvað sem minnkar og veikist og þá átt við vöðva. MND er veila í sérstökum tegund- um af taugurn. Svarað er spurningunni: Hvað gerir fruma? og hvaða tegundir frurna sjái til þess að líkaminn vinni eðlilega. Skemmtilega skýr er skil- greiningin á því hvernig við fram- kvæmum hreyfingu og hlutverk heilans í þeim efnum. Enginn veit í dag hvað veldur dauða hreyfitauga, en reynt að finna hugsanlega skýringu. Þá er vikið að því hverjar eru vís- bendingar um sjúkdóminn og einkenni hans, - vöðvar verða rýrari og kraftminni. Lögð áhersla á það að sjúkdómurinn sé ekki eitthvað sem þú hefur sjálfur orsakað eða ein- hver hefur valdið. Allir viljastýrðir vöðvar geta orðið fyrir áhrifum af sjúkdómnum - getur byrjað í hvaða vöðvahóp sem er. Hingað til ekkert lyf fundist sem stöðv- ar eða læknar MND. Algengasti aldur til að fá MND er upp úr fimmtugu. Af5-10% með MND eru fleiri í íjölskyldunni með MND. Tekið er skýrt fram að vitsmunaleg hæfni verður sjaldan fyrir áhrifum. MND er sjúkdómur sem ágerist, en gang- ur sjúkdómsins mjög mismunandi. Meðhöndlun sjúk- dómsins vinnst best með teymisvinnu, þar sem fjölskyldumeð- limir og vinir eru ntikilvægir aðilar auk ýmissa sér- fræðinga, einkum úr heilbrigðis- geiranum. í lokaorðum segir: Lífsgæði þín eru i fyrirrúmi hjá öllum í teyminu þínu. íslensk þýðing bæklingsins er gjörð af Friðgerði Guðmundsdóttur í yfirlestri Grétars Guðmundssonar sérfræðings í taugasjúkdómum. Skemmtilegar og skýrar teikningar prýða bæklinginn sem er hinn snotr- asti útlits. Heimilisfang MND félagsins er að Norðurbraut 41 Hafnarfirði, sími 565 5727. Til hamingju með gott framtak. H.S. Svör við gátum 1. Rokkurinn. 2. Vog, vigt. 3. Fylgdi sér meiri manni. 4. Ég sjálf. 5. Skugginn. 6. Núllið. 7. Fingurna. 8. Hugurinn. 9. Jafningja sinn. 10. Sjórinn. I.IFAU ME» MM» Hvað cr MND og h reyfitaugungahrörmsn? Forsíðan FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.