Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 53
Ritþj álfavæðing
framsækinna skóla
sameiginleg markmið samhents hóps aðstandenda
Við greiningu á kaupendum
nýrra Ritþjálfa á árinu 2000
vekur það athygli að meiri-
hluti þessa hóps eru skólar sem áttu
eldri tæki þessarar tegundar fyrir og
eru að fjölga tækjum. Ástæðurnar eru
fyrst og fremst
góð reynsla af
lágum rekstrar-
kostnaði tækj-
anna, einfaldleiki
í notkun og §öl-
hæfni. ínokkrum
skólum hafa
stj órnendur,
kennarar og for-
eldrar tekið hönd-
um saman um að Ritþjálfavæða skóla
sinn á þann hátt að aðdáunarvert er
og til eftirbreytni fyrir aðra skóla.
í Kleppjárnsreykjaskóla hafa frá
árinu 1997 verið nokkrir Ritþjálfar í
vélritunarkennslu en einnig hafa þeir
af og til verið notaðir við aðra
kennslu eftir áhuga og áherslum ein-
stakra kennara. í febrúar á þessu ári
keypti Kvenfélag Lunddæla Ritþjálfa
fyrir lesblindan nemanda í Klepp-
járnsreykjaskóla að beiðni skólans. I
mars keypti foreldri nemanda við
Kleppjárnsreykjaskóla Ritþjálfa fyrir
son sinn samkvæmt ráðleggingu
sérkennara við skólann.
í Brekkuskóla á Akureyri hafa 16
Ritþjálfar verið frá árinu 1998 að
Skólaskrifstofa Akureyrarbæjar
keypti slík tæki fyrir alla grunn-
skólana í bænum. I febrúar á þessu
ári keypti skólinn 8 nýja Ritþjálfa
þannig að heilt bekkjarsett gæti verið
til ráðstöfunar fyrir kennara. Þegar
Foreldrafélag Brekkuskóla spurðist
fyrir um það í skólanum hvað kæmi
sér best fyrir skólann að fá frá for-
eldrum var svarið “Fleiri Ritþjálfa”.
í Sandgerðisskóla er 11 ára dreng-
ur með ritörðugleika og notar hann
Ritþjálfa sem foreldrar hans keyptu í
fyrra handa honum til að skila heima-
og tímaverkefnum.
Kennarar drengsins sáu kosti tæk-
isins og báðu Foreldrafélagið að gefa
skólanum tvo Ritþjálfa fyrir nemend-
ur með sömu örðugleika og varð það
að veruleika í febrúar. Nú þegar Rit-
þjálfarnir þrír hafa sannað notagildi
sitt hefur skólinn sett á ijárhags-
áætlun sína kaup á Ritþjálfum fyrir
skólann.
Ekki fer framhjá neinum sem sér
slíkan samtakamátt stjórnenda, kenn-
ara og foreldra að þar fer hópur sem
hefur metnað fyrir hönd sinna skóla.
Sameining aðstandenda skólanna við
Ritþjálfakaup er til marks urn að
reynslan af tækjunum sé góð og stuðli
að markvissu námi í upplýs-
ingatækni.
Viðar Ágústsson.
ES. Hér er þessi kynning kær-
komin, enda Ritþjálfinn vel kynnt-
ur hér áður, en Viðar Ágústsson
framkvæmdastjóri Hugfangs, Bol-
holti 6 mun gefa allar nánari upp-
lýsingar. Síminn er 553-9300.
Birna Eyjólfsdóttir
Vestmannaeyjum:
Þijár
stökur
Mitt lán
Þú ert mitt eina leiðarljós,
lánið mitt í dalnum.
Þú ert mín fremsta og fegursta rós,
en þó fangi sem Jónas í hvalnum.
Friður á Fróni
Kári blæs nú köldum vindi,
kúrum við í ást og yndi.
Finnast ei betri vinir á Fróni.
Friður ríkir með Gunnu og Jóni.
Það vorar seint
Sólarlaust er sérhvern dag,
sést ekki í auða jörð.
Með von um birtu og betri hag,
er bátar sigla út á fjörð.
Birna Eyjólfsdóttir.
Viðar
Ágústsson
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
53