Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 10
SVIPMYND AF SAMFERÐAKONU Aþessu síðasta ári aldarinnar er okkur öllum hollt að horfa til baka til liðinnar tíðar, ómet- anlegt til samanburðar, til lærdóms sem fróðleiks og máske ekki síst til að fá metið við hvað fólk býr í dag miðað við lífsaðstæður allar um síð- ustu aldamót. Hvatinn var þessi m.a. til heimsóknar upp á Akranes til heiðurskonunnar Guðrúnar Diðriks- dóttur sem fædd er í aldarupphafi en heldur svo heiðskírri hugsun og trúu minni sem ung væri. Þó sjón hafi nokkuð daprast og heyrn ekki sem áður þá er þessi aldna erfiðiskona mikillar lífsannar ótrúlega ungleg í öllu, yfir henni reisn þeirrar konu sem aldrei lét lífsins basl buga sig. Hæg voru í raun heimatökin til heim- sóknar því Guðrún er móðuramma okkar ágæta starfsmanns, Helga Hróðmarssonar, sem hún í samtalinu kallaði augasteininn sinn sem öllum er hér til þekkja þykir sem eðlilegt sé. Hún Guðrún býr í eigin íbúð að heimilinu Höfða á Akranesi, glæsi- legu og hlýlegu heimili aldraðra þar á Skaganum, og okkar biðu kaffi og kræsingar á borðum hjá henni Guð- rúnu sem fylgdi okkur svo að samtali loknu um hin vistlegu salarkynni á neðstu hæðinni og skildi ekki við okkur fyrr en hjá forstöðumanni heimilisins sem fræddi okkur um mannvirkið sem mannfólkið. Svip- rnynd ein verður þetta af samferðakonu á nítugasta og níunda árinu, brota- brot lífssögu og lifsvið- horfa þar sem hógværðin og lítillætið eru í öndvegi og þess gætt fyrst og síðast að guma ekki af neinu, enda ef frásögnin ber í einhverju annan blæ þá er það vegna innskota dóttursonarins sem gjör- þekkir sögu ömmu sinn- ar, rausn hennar og lífs- kraft allan sem ljómaði af henni þó æviárin væru orðin þetta mörg. Guðrún Diðriksdóttir Guðrún er fædd 21. mars 1902 að Oddgeirshóla-Austurparti í Flóa. Foreldrar hennar voru hjónin Guðríður Jónsdóttir og Diðrik Dið- riksson bóndi þar. Hún var elsta barn foreldra sinna, svo komu 4 bræður og ein systir yngst. Systirin og einn bræðranna enn á lífi. Fjögurra ára gömul fluttist hún ásamt íjölskyldu sinni að Langholti í sömu sveit, en Langholt einn bæja í svokölluðu Langholtshverfi, en Guð- rún rifjar það upp nú þegar allir þess- ir bæir eru í eyði og undir hrossabeit lagðir, að á hennar bernskudögum voru um 40 börn að alast upp i Lang- holtshverfinu. Með brosi á vör segir Guðrún frá flutningnum, þegar hún var sett ofan í milli á hestinum, bundin við klyfberann og var svo ósköp óánægð að flytja. Sem dæmi um það man hún vel hvað henni þótti baðstofan ljót, óskaplega ljót. Þessi baðstofa var svo rifin næsta ár en Guðrún hálfhlær nú að því að máske hafi það nú ekki bara verið af því henni þótti hún svona leiðinlega ljót. Guðrún segist eðlilega hafa gengið í öll störf úti og inni en í Langholti var hún heimilisföst alla tíð meðan for- eldrar hennar bjuggu þar. Sérlega minnisstæðar eru henni haustann- irnar, sláturtíðin, þegar allt kapp var lagt á að safna forða til vetrarins, þá var lítið sofið. Móðir Guðrúnar lagði á það mikla áherslu að börnin fengju gott fæði og hollt, þá lá ógn berkl- anna í loftinu og sagt var að slíkt væri góð vörn gegn berklum. Guðrún segir brosandi að máske sé þarna úr uppvextinum komin skýring á háum aldri hennar. Hún nefnir fæðuöflun aðra, á veturna var farið suður í slógferðir, náð í nýjan fisk, hrogn, lifur og hausa og á vorin var farið suður með sjó til að afla hertra þorskhausa. Guðrún segir okkur nánar frá meðhöndlun og notkun þeirra. Hausarnir voru lagðir í mysu og mýktir þannig og af varð hið mesta góðgæti, voru svo sendir út á engjarnar í morgunskattinn. Guð- rún sagði að til að rífa þá og nýta sem best hefði þurft sérstaka kunnáttu en í minningunni voru kjammarnir hreinasta ljúfmeti. Guð- rún kvað þessar ferðir hafa verið allnokkurt fyrirtæki - 3ja daga ferð farin í lokin 11. maí og svo oft farin Jónsmessu- ferð og þá einnig til að sækja saltaða grásleppu. Guðrún segir móður sína hafa lagt á það mikla áherslu að hafa nóga mjólk og mjólkurmat allan, þau verið með 3 kýr yfirleitt og stundum 4. Ærnar urðu nú aldrei margar, keppt að því að hafa þær 30 en Guðrúnu minnir þær hafi flestar 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.