Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Qupperneq 52

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Qupperneq 52
Bæklingur Blindrafélagsins Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á íslandi hefur gefið út bækling senr svarar spurningum s.s.: Hvað gerir Blindrafélagið? Hverjir geta orðið aðalfélagar í Blindrafélaginu? Hvers konar félag er Blindrafélagið? Hvar er Blindrafélagið? Hagnýt svör við hagnýtum spurningum. Gripið niður í upplýsingum þá segir m.a. í mark- miðsgrein að unnið sé að auknum réttindum og hvers konar framfara- málum blindra og sjónskertra á ís- landi og eru það orð að sönnu. Hver sá sem hefur sjón sem nemur u.þ.b. 30%, 6/18 eða minna, hefur sjón- galla eða augnsjúkdóm sem jafna má við greinda sjónskerðingu getur orðið félagsmaður, en allir geta orðið styrktarfélagar. Svo er listi yfir verkefni sem hags- munamál sem virkilega er vel sinnt s.s. atvinnumál (Blindravinnu- stofan), húsnæðismál (íbúðir og sambýli), félags- og menningarmál (fundir, námskeið, samkomur, ferða- lög), málefni eldri borgara (samstarf við félagsmiðstöðvar), alþjóðamál- efni, félagsráðgjöf, útgáfustarfsemi (snældur,efni á blindraletri, efni í stækkuðu formi eða í rafrænu formi). Þá er foreldradeild starfandi varðandi málefni blindra og sjón- skertra barna. Sjóðir tveir eru hjá fé- laginu: Námssjóður og sjóðurinn Blind börn á íslandi. Einnig veitir félagið sumardvalarstyrki. Þá eru á vegum félagsins trúnaðarmenn til stuðnings og ráðgjafar. Blindrafélagið er eins og menn munu vita til húsa að Hamrahlíð 17. Þar eru Blindravinnustofan og Hljóðbókagerð Blindrafélagsins. Að Hamrahlíð 17 er einnig Sjónstöð Is- HELGI SELJAN: VORSINS DYRU DRAUMAR Við gluggann kvakar þröstur kátum róm og kliðmjúkt syngur lóan dirrindí. Þá hverfur minni sálu sigg og gróm, þeir sönnu töfrar heilla mig á ný. í dagsins erli dreymir mig um það hve dásamlega æskan við mér hló og fegurst augnablik sér finna stað, í fjarlægð misturs eru jafnan þó. Þó árin líði, óðum marki spor þá yndistímar drauma vara hér, og aldrei sem um vermandi milt vor. Þá vakna allar beztu kenndir mér. Mynd úr bæklingnum lands og þar er aðsetur Daufblindra- félags íslands. Snotur bæklingur, fallega mynd- skreyttur, færir hagnýtan fróðleik í hnitmiðuðu forrni. H.S. Sjúkleg brot úr sjúkraskýrslum Sjúklingur hefur verið að þyngjast af asmanum sl. sólarhring... Sjúklingur hefur formlegar hægðir... Sjúklingur hefur skilið hvítu blóðkomin eftir á öðrum spítala... Sjúklingur fékk þá mjög langsótt kvef... Sjúklingur hefur fremur óbærilega verki... Sjúklingur var í góðu ásigkomulagi þangað til flugvélin hans varð elds- neytislaus og hrapaði... Við skoðun eru engar eitla- stækkanir að gagni... Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa... Sjúklingur er svo hress að hann gæti gengið langleiðina til Akureyrar... Misnotaði áfengi í óhófi áður fyrr... 52

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.