Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 6
Margrét með dótturdótturina Helgu Hrund sem dáist að blómarækt ömmu. um og auka áhuga háskólanema á þessum óplægða akri. Margrét réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur og byrjaði með námskeið í Háskólanum árið 1975. „Ég var með fyrsta valnámskeið í málefnum fatlaðra og kenndi það fram yfir 1980. Þegar ég byrjaði að kenna var engin íslensk bók til í fag- inu, aðeins ein þýdd bók. Það var gaman að sjá hve margir sálfræði- nemar sóttu þessi námskeið sem urðu til þess að margir fóru í framhalds- nám og luku jafnvel doktorsprófi. Mér þykir mjög vænt um að hafa getað beint þeim inn á þennan vettvang.“ Hvaða þjóðir voru komnar lengst í þessum frœðum? „Bretar standa mjög framarlega í rannsóknum á málefnum fatlaðra, einkum á rannsóknarmiðstöðinni „Hester Adrian Research Center“ í Manchester. Þar var forstöðumaður hinn þekkti fræðimaður Peter Mittler og þangað fóru nokkrir íslendingar í framhaldsnám. I Danmörku og Svíþjóð á sjötta ára- tugnum var að byrja að þróast ný hugmyndafræði um eðlilegt líf, kenningar um rétt fatlaðra til að lifa eðlilegu lífi - í átt til þess sem við höfum í dag.“ Margrét segist strax hafa rekið sig á úrelt lög þegar hún tók að sér formennsku Landssamtakanna Þroskahjálpar í tvö ár. „Gamla löggjöfin sem gilti til 1980 var um fávitastofnanir. Samkvæmt henni átti ríkið að reka aðalfávita- hælið, Kópavogshæli. Þar stóð einnig að ef einhver ágóði yrði af rekstri hælisins, skyldi hann renna í rekstur útibúa. Þetta var svo fráleitt, að fólk trúir því ekki nú að þessi lög hafi verið í gildi.“ Hver voru aðalbaráttumál Þroska- hjálpar á þessum árum? „Aðalbaráttumálið var ný heild- arlöggjöf sem byggði á hinum nýju kenningum um eðlilegt líf. Nefnd var skipuð af Matthíasi Bjarnasyni heilbrigðisráðherra 1978 til að vinna að löggjöfinni. Jón Sævar Alfonsson var nefndarformaður, ég var í bak- hópi sem formaður Þroskahjálpar, en drög að löggjöfinni unnum við saman. Nýja löggjöfin gekk í gildi 1. janúar 1980 og var algjör bylting! Fyrsta janúar 1984 gengu í gildi lög um málefni fatlaðra, nánast eins og endurbyggð löggjöf, en þau tóku til allra hópa fatlaðra. Annað baráttumál voru fræðslu- málin - að upplýsa foreldra og al- menning um hvað fötlun og þroska- hömlun væri. Þetta var m.a. gert með blaðaútgáfu og gestaheim- sóknum. Styrktarfélag vangefinna fór að gefa út tímarit og erlendir gestir voru fengnir til fyrirlestra. Peter Mittler kom frá Bretlandi og fleiri frá Danmörku og Svíþjóð. Viðtöl voru tekin við þá á blaðamannafundum og ótal fræðslufundir haldnir. Fyrsta heildarlöggjöfin um mál- efni allra fatlaðra var byggð á lög- gjöfinni um þroskahefta. Og þegar heildarlöggjöf var komin, þá fyrst var hægt að byggja þetta skipulega upp á landsvísu. Áður var engin opinber- lega skipulögð þjónusta nema í Reykjavík og Akureyri, aðeins smá- vísir á Selfossi. Nýju lögin skiptu landinu í áttaþjónustusvæði. Svæðis- stjórnir voru skipaðar á hverju svæði sem allar fóru að vinna í málunum. Þetta var eins mikil breyting og hugsast gat. Ótrúlegt, hvað stutt er síðan,“ segir Margrét. Falið að framkvæma nýju lögin „Síðan er ég ráðin deildarstjóri, en í því fólst að leiðbeina og vinna með svæðisstjórnum til að koma þessum málum af stað og fylgja þeim eftir, gera áætlanir og fleira,“ segir Mar- grét. „Þetta var gífúrlega stórt starfs- svið, einkum fyrsta áratuginn 1980- ’90. Fyrsta skref í framþróun mála var að flytja fólk úr stofnanavist yfir í sambýli eða leiguíbúðir. Aðeins eitt sambýli var til þegar ég byrjaði, nú eru þau áttatíu. Nú segja sumir, að allir eigi að flytjast í séríbúðir, að sambýlisformið sé úrelt. Oft er þver- sögn í hlutunum, því að allt hefur sína kosti og galla - þannig er lífið. Menn skyldu athuga vel, hvað sam- býlin henta mörgum - því fleiri val- möguleikar því betra. Mikið þurfti að berjast fyrir fyrstu sambýlunum, Sæbrautarmálið fræga er án efa erfiðasta málið sem ég þurfti að glíma við. Það var mikil lífs- reynsla, en ég vissi að ef farið yrði að flytja fólkið burt, væri búið að tapa því að fatlaðir gætu búið í almennum íbúðahverfum. Nú eru mótmælin sem risu fyrst gegn sambýlum eiginlega liðin tíð. Oftast eru þetta bestu ná- grannar þegar reynsla er komin á samskiptin. Miklum fjármunum er búið að verja til sambýlanna og annarra tengdra stofnana fyrir fatlaða. í nítján ár var ég ritari í stjómamefnd málefna fatl- aðra sem gerði tillögur um úthlutun fjármagns, en félagsmálaráðherra tók endanlega ákvörðun. Nú eigum við verndaða vinnustaði, hæfingarstöðv- ar, skammtímaheimili og fleira. Starf mitt í ráðuneytinu var mjög fjölbreytt. Fyrstu árin fóru mikið í að samræma hlutina, fara yfir áætlanir, setja fram tillögur um uppbyggingu og mæta á fúndum hjá félagasam- tökum. Eitt af því sem ég fékk tækifæri til 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.