Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 3
• • r Helgi Seljan framkvæmdastjóri OBI: HÉR ÞARF VEL TIL AÐ VANDA Margt er verkið sem vinna þarf, segir gamalt orðtak og það finnst okkur hér á bæ nálægt sanni oft á tíðum og máske vonbrigðaefni mest hve alltof lítill afrakstur verður af oft ærinni vinnu og fyrirhöfn. Aðalmál hvers tíma eru kjaramálin, en þau spanna vítt svið og einskorð- ast engan veginn við uppskeru launa- umslaganna þó vissulega sé þar hina einu sönnu undirstöðu að finna þar sem frumþörfum manna á að vera sæmilega sinnt. Einn þáttur beinna kjaramála mun á komandi mánuðum koma til virkrar og vakandi umræðu meðal samtaka fatlaðra og vonandi sem víðast úti í samfélaginu, en þar er átt við fyrir- hugaða yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Fyrir þing það er nú hefur nýlokið störfum var lagt fram fullbúið frum- varp til laga um félagsþjónustu sveit- arfélaga ásamt fylgifrumvörpum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, réttindagæslu fatlaðra og breytingu á lögum um vinnumarkaðsaðgerðir. Hvað sem líður skoðunum manna á því hversu frumvörp þessi almennt taki á málum, sem hér er raunar full- yrt að gjöri það þokkalega, þá eru þó nokkur meginatriði málsins sjálfs sem fyrst og síðast þarf að athuga og afgreiða áður en gengið er til verka og áður en af ætluðum flutningi mál- efna fatlaðra verður. Hér skal aðeins á nokkrum þeirra tæpt, en umræða þessa máls á haustdögum þarf sem víðtækust að vera og þar þurfa sem flestir að að koma. Nú riður á að bandalagið sem og öll aðildarfélög þess komi að málum með sín sjónarmið og þau verði samstillt sem best svo unnt sé að tala einum rómi við löggjafar- valdið þegar málið verður rætt og reifað á Alþingi og þingnefnd fer fyrir alvöru að fjalla um málið. I fyrsta lagi verða menn að átta sig alveg á því að við yfirfærslu verða lögin um málefni fatlaðra afnumin og Helgi Seljan með öllu úr gildi felld. Dýrmæti þeirra á liðnum árum hefur ótvírætt verið, þó mörgum hafi þótt að efndir hafi ekki verið sem skyldi, því er spurt nú um afstöðu til þessara grundvallarlaga og væntanlegs af- náms þeirra. Á móti segja eflaust ýmsir að almenn löggjöf eigi að vera svo úr garði gjörð að engra sérlaga sé þörf en þá spurt á móti hvort hin almenna löggjöf einstakra mála- flokka sé fullnægjandi þegar kemur að þeim þáttum sem varða fatlaða mestu. í öðru lagi er það meginatriði máls að menn fái séð fjárhagsdæmið skýrt og greinilega fyrir sér, að fullljóst sé hvaða fjármunir eiga að fylgja yfir- færslunni, bæði hvað stofnkostnað og rekstur varðar og eru málefni Frain- kvæmdasjóðs fatlaðra þar innifalin. Það dæmi liggur ekki fyrir nú og fyrst þá þegar rauntölur þar liggja fyrir er unnt að meta það í heild sinni hvort breytingin er til bóta eða ekki ijárhagslega, því þar kemur til afl þeirra hluta er gjöra skal. r Iþriðja lagi er afar eðlilegt að spurt sé um möguleika hinna misstóru og misvelsettu sveitarfélaga til að taka við þessu vandasama og fjöl- þætta verkefni og fá það leyst á að sjálfsögðu betri veg en ríkisvaldið hefur gjört, því til þess hlýtur eða á yfirfærslan að leiða. Hvað almenna félagsþjónustu varð- ar er um ákaflega ólíka þróun og aðstæður að ræða hjá sveitarfé- lögunum 124 þar sem íbúafjöldi helmings þeirra er innan við 300. Þar er ástandið allt frá fjölbreyttri og vel- burðugri félagsþjónustu víða og yfir í nær enga slíka eða jafnvel alls enga. Uggur er því eðlilega í ýmissa hugum þegar þessar staðreyndir eru skoð- aðar. Aðrir benda á þau sveitarfélög sem tekið hafa að sér þessi verkefni til reynslu eða samkvæmt sérstökum samningi og farnast þokkalega, þar sé fyrirmynd sem fullt mark eigi að taka á. Þá benda aðrir á að þessi sveitar- félög hafi með verkefninu fengið um margt ívilnandi samning og svo séu sérlögin um málefni fatlaðra enn í gildi sem þessi sveitarfélög sem aðrir verði eftir að fara. Niðurstaða þessa alls er auðvitað sú allra helst að hér þarf að fara með fullri gát ef af verður og vel til verka að vanda í hvívetna. Þrátt fyrir afnám sérlaganna er ráð fyrir því gjört að sérstök löggjöf verði sett um réttindagæslu fatlaðra, þannig að mönnum er ljóst að tími sérlaga er ekki liðinn þegar grannt er að gáð. Tíminn er nægur ef vel verður nýtt- ur og menn þurfa ekki síður að skoða gallana en kostina við hina marg- umtöluðu nálægð sem hvergi nærri alltaf þarf að vera af hinu góða. í bréfi til félagsmálanefndar Alþingis í apríl sl. minnir Öryrkja- bandalag íslands rækilega á hve sveitarfélögin séu mörg og með mis- jafna afkoinu og aðstöðu og svo segir orðrétt: “Hlýtur hin ráðgerða yfir- færsla að vera afar viðkvæm og ber þar ekki síst að taka tillit til þess að örorkulífeyrisþegar eru innan við 3% þjóðarheildarinnar, m.ö.o. lítill minnihlutahópur með afar ólíkar þarfir og möguleika sem taka þarf tillit til af nærfærni og fagmennsku”. Þarna er að merg málsins komið því allt annað er óásættanlegt en að ráðgerð yfirfærsla auki farsæld og lífsgæði fatlaðra. Það ber að hafa sem leiðarljós. Helgi Seljan. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.