Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 48
Heilablóðfall - bráðastig og endurhæfing Hingað barst á borð bráðvel gjörður bæklingur með ofan- rituðu heiti. Það er níu manna heilablóðfallsteymi Landspít- alans sem komið hefur að samningu bæklingsins. í inngangsorðum eru m.a. þakkaðir styrkir frá Sjóði Odds Ólafssonar svo og frá Félagi heilablóðfallsskaðaðra. Ekki skal þess freistað hér að gjöra þessu þekka fróðleiksefni skil sem skyldi, en aðeins á fátt eitt drepið. Bæklingurinn fjallar um heilablóð- fall, afleiðingar þess og endurhæf- ingu. Spurt er hvað heilablóðfall sé og því svarað svo að um sé að ræða truflun á blóðflæði til heilans: lokun á slagæð til heilans af völdum blóð- tappa = heiladrep, blæðingar inni í heilanum og svo tímabundin einkenni = skammvinn blóðþurrð. Allt er þetta svo skýrt glögglega mjög. M.a. er talað um arfgengar heilablæðingar sem fram koma í ijölskyldum á ís- landi. Óbreytanlegir áhættuþættir og breytanlegir eru svo raktir svo og ein- kenni og afleiðingar. í hinum óbreytanlegu má nefna t.d. aldur, kyn (karlar frekar en konur) og erfðir og í hinum breytanlegu: hár blóðþrýstingur, offita, reykingar, hækkaðar blóðfitur, sykursýki o.s.frv. Varðandi afleiðingar þá er nefnt m.a.: dofi, kraftminnkun eða lömun í annarri hlið líkamans, truflun á þvag- stjórnun, tjáskiptavandamál, skert sjón, erfiðleikar við að kyngja, skort- ur á einbeitingu eða minnistruflanir og fleira. Vikið er að vandamálum á fyrstu vikum eftir heilablóðfall. Þar kemur m.a. fram að allt að 10% sjúkl- inga fá nýtt áfall á fyrsta árinu eftir heilablóðfall. Lungnabólguhætta hjá þeim sem eiga erfitt með að kyngja, blóðtappi getur myndast í bláæð, þunglyndi gerir vart við sig, floga- köst, þvagfæravandamál og stjarfi geta fylgt svo nokkuð sé nefnt. Þá er að endurhæfingunni komið og þar komið að lýsingu á þeirri teymisvinnu sem á sér stað eftir að Heilabláðfall bráðastíg & endurhæfing Forsíða bæklingsins viðkomandi hefur fengið heilablóð- fall, og er á sjúkrahúsi. Þar koma að læknir, hjúkrunarfræðingur, sál- fræðingur, félagsráðgjafi, talmeina- fræðingur, næringarráðgjafi, sjúkra- þjálfari og iðjuþjálfi. Markmiðið það að sérhver einstaklingur nái bestri mögulegri færni. Þetta er eins og sjá má fríður flokkur fólks sem hiklaust er til þess hæfast að hjálpa til við þetta markmið. Þá er vikið að batahorfum eftir heilablóðfall og gefin almenn ráð. Þar er forskriftin sú að setja sér raun- hæf markmið með aðstoð endur- hæfingarteymis. Dæmi hér um: Gættu þess að fá næga hvíld. Láttu hverjum degi nægja sína þjáningu. Lifðu reglubundnu lífi og taktu til við fyrri áhugamál. Lokakaflinn er svo um leiðir til að draga úr hættu á endurteknu heilablóðfalli. Áhættu- þættir upp rifjaðir og áhersla lögð á líkamshreyfingu og reykingabann m.a. Síðast eru svo hagnýt síma- númer. Hér er greinilega vel að verki staðið og farsæll fengur að þessum fróðleik öllum. H.S. Ragnhildur Hjaltadóttir: “Kókett” (Coquett) hvítu blúndugardínurnar drógu augun í pung og kímdu í fellingunum laufskrúðugt mynstrið ljómaði af einskærri glettni létt gola gældi við kantana sem hvísluðust á og sögðu að sennilega hefðu þær “sumsé” krækt sér í kaktusinn. R.H. Höfundur var að útskrifast frá Hringsjá. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.