Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 23
Tónlistin er í hávegum höfð. aðstaðan í Borgarholtsskóla en þar hefur skólinn 4 kennslustofur til af- nota og það er allt annað líf, segir María. María leggur áherslu á það að allt fari fram í námskeiðsformi þ.e. sótt er um námskeiðin og því miður aldrei unnt að taka alla sem um sækja. í forgangi eru ætíð nýir nemendur þ.e. þeir sem verða 18 ára og svo aðrir eldri sem eru að sækja um í fyrsta sinn. Hún segir að námið fari upp í 12-15 kennslustundir á viku hjá þeim sem mest hafa en það eru eiginlega aðeins yngstu nemendurnir og svo er þetta misjafnt, allt niður í 1 stund á viku. Fjölmennast er í tónlistinni, þá kemur líkamsræktin en María kveður hið mesta basl að fá inni í íþrótta- húsum og sundlaugum. Þar sem allt þetta fólk er á tryggingabótum gefur augaleið að námskeiðsgjöldum þarf að halda í algjöru lágmarki, enda er svo gjört. María lætur okkur í té umsóknareyðublað til að sýna helstu upplýsingar sem gefa þarf: persónu- legar grunnupplýsingar, hver fötlunin er, hvernig farið er til og frá skóla, æskilegur kennslutími og svo val rnilli hinna margvíslegu námsgreina sem völ er á. Hún lætur okkur einnig í té frétta- bréf Fullorðinsfræðslu frá hausti 1999 og þar kennir sannarlega margra góðra grasa. Fyrst að fjölda nemenda en þeir voru 314 og námskeiðspláss 441, kennslustofur 10 og til gamans er þeirra getið hér: Blesugróf 27, Kópa- vogsbraut, Borgar- holtsskóli, Bústaðir, leikfimisalur Safa- mýrarskóla, Blesu- gróf 31, Líkams- ræktarstöðin Hreyf- ing, Vinnustofan Ás, sundlaug Endur- hæfingardeildar Lsp, sundlaug Hrafnistu. Víða þarf því til að líta og umfangið ærið. Á Akureyri stundaði 81 nemandi nám og á Suðurlandi 64 á haustönn. Það er einnig fróð- legt að líta á aldur nemenda, flestir eru á aldrinum 30-39 ára eða 102, svo kemur aldurinn 20-29 ára alls94ogþá40-49ára50. Fæstireru 17 ára 3 og 18 ára 6. Á almennum vinnustöðum eru 28, 232 í verndaðri vinnu og 54 eru ekki í vinnu. Miklu fleiri fróðleiksmola má þarna finna en einhvers staðar skal láta staðar numið. í samantekt staðreynda sem María lét okkur í té segir að velvilji menntamálaráðuneytis gagnvart fræðslu fullorðinna þroskaheftra sé líklega einsdæmi. Starfið allt er í samræmi við og verður áfram við alþjóðlega hug- myndafræði og er m.a. í samræmi við Mannréttindayfirlýsingu SÞ og yfir- lýsingu Alþjóðasamtaka fatlaðra, segir í lok samantektar. Við Kristín göngum svo um garða í Blesugróf undir leiðsögn Maríu; hitt- um nokkra áhugasama nemendur, hlýðum á brot úr tónlistartíma á valdi tangósins. Við greinum glöggt þann góða anda sem þarna er ríkjandi, and- rúmsloft mannræktar og manndáða og kveðjum Maríu með kærri þökk fyrir vermandi viðtökur og vísan fróðleik um starfsemi sem ekki fer hátt eða er hyllt á torgum en skilar samt svo undragóðum árangri til svo ótalmargra, ekki bara í fræðslunni einni heldur einnig í ríkari lífs- fyllingu fyrst og síðast. Megi starfsemin blómgast og dafna svo sem til er sáð af þeim sem halda um tauma. Von okkar sú að nefndar- starf það sem m.a. ÖBI á aðild að nú færi aukna farsæld á framtíðarleið. H.S. við gengum þar inn mætti okkur dynjandi músík og fjörug um leið og var sagt að nú væri tónlistartími þar í algleymingi og mátti raunar minna heyra því hrynjandin ómaði um allt hús. María tók okkur Kristínu mætavel og leiddi okkur í allan sannleika um ótrú- lega fjölbreytt og viðamikið starf sem svo margir mega njóta. Hún rakti sög- una allt frá setningu grunnskólalaga 1974, reglugerðarsetningu 1977 og svo þróunina með kennslu full- orðinna í kjölfar þessa allt til þess að skólarnir sameinuðust undir eina stjórn í skóla sem fékk nafnið Fullorðinsfræðsla fatlaðra. Þar hefur María um stjórnvöl haldið siðan og áður raunar einnig og við vitum það að hún hefur mótað og aukið mennt- unina sem möguleikar hafa verið helstir á. María minnti á lögin um fullorðins- fræðslu frá 1992 en með framhalds- skólalögunum 1996 voru þau af- numin og því eru engin sérlög til um starfsemina nú heldur gilda hin almennu ákvæði framhaldsskólalaga. María minnti á 35.gr. þeirra laga þar sem væri þeirra helsta hald, en þar er heimild með samþykki menntamálaráðherra til að stofna fullorðinsfræðslumiðstöð. María sagði að nú væri trúlega á tímamótum staðið því menntamála- ráðherra hefur nú sett á laggirnar nefnd til að semja drög að skipulags- skrá fyrir sjálfseignarstofnun til að reka Fullorðinsfræðslu fatlaðra og á hún að skila áliti mjög fljótt eða þegar þetta er ritað fyrir 15. apríl. Hún sagði að þetta skapaði ákveðna óvissu í allri starfseminni m.a. varð- andi starfsfólkið en vonaði þó hið besta. Hins vegar væri varanlegur fram- tíðarstaður skólanum mest nauðsyn, Blesugrófin alls ófullnægjandi enda sáum við Kristín glöggt að þar er mörgu ábótavant enda eðlilegt við- hald ekki einu sinni fengist. Það sem bjargað hefur Fullorðinsfræðslunni er FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.