Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 33
Magnús Einarsson SÓLARUPPPRÁS r Ast er SÓl sem Úlfur eltir (Gunnar Hersveinn) Pað hafði verið sólarlaust lengi. Bæjarbúar í Úlfagryíjunni, sem var höfuðborg Eylands, höfðu fyrir löngu komið sér upp marglitu rafmagnsljósakerfi og gleymt sólinni enda var alltaf rigning og dumb- ungur úti. A Ey- landi réðu úlfar öllu. Flestar at- hafnir fóru fram innandyra í glæsilegum höll- Magnús um sem glitruðu Einarsson af gulli og raf- magnsljósum. Ungur maður bjó i lítilli íbúð. Hann átti fortíð. Þegar hann var unglingur hafði hann komið sér í ónáð hjá úlfunum. Þannig var að hann stökkti burt grimmum úlfi, sem hafði ráðist á gamlan mann. Hann réðst á úlfinn og hafði betur í það skipti. Ávallt síðan höfðu úlfarnir lagt hann í einelti og urruðu hvar sem hann kom og stundum sýndu þeir tennurnar. Úlfarnir höfðu svipt hann ærunni. Hann var alltaf einn með sjálfúm sér og átti það jafnvel til að tala upp- hátt við sjálfan sig, en honum fannst það ekki skipta máli lengur, það var ekki við úlflausan mann að tala. Trúin á Jesúm Krist var honum allt. Þrátt fyrir útskúfunina átti hann það til að fara í kirkju, en hann sat alltaf einn. Hann ætlaði í kirkju snemma þennan sunnudagsmorgun. Bíllinn var eina tómstundagaman unga mannsins og því stífbónaður, flottur dekurbíll sem var allur leður- klæddur að innan. Hann ók af stað. Kirkjan var stór með rammgerðum hurðum, gotneskum gluggum og háum turnum. Hún var einstæð, gömul. Sterk og stóð á háu fjalli. Úlfar gættu kirkjunnar. Þeir lágu feitir og spakir kringum hana. Bíllinn keyrði örugglega upp veginn að kirkjuhlaðinu. Þaðan blöstu við margar tröppur, sem lágu upp að kirkjunni. Klukkur klingdu stöðugt og hátt. Inni í henni voru myndir af svínum, ljónum og auðvitað úlfum í manns- líki. Vitaskuld var síðan mynd af Kristi. Stórt visið tré var bakvið altarið og var það hjarta kirkjunnar. Fólk í fínum fötum gekk inn eitt af öðru. Hann gekk inn og hann heyrði fólkið ræskja sig mikið eins og jafnan þegar hann kom, það litu allir undan. Kurr var meðal úlfanna fyrir utan. Athöfnin hófst og hefðbundnir siðir gengu sinn vanagang eins og alltaf. Skyndilega var hurðinni hrundið upp, en lokað jafnharðan aftur, þytur fór um salinn. Maður í svörtum fötum gekk hratt inn kirkj- una. Hann huldi andlit sitt með klút. Hann settist við orgelið og tók að spila af fingrum fram öðruvísi tónlist en áður hafði þekkst, þrátt fyrir forundran prests og kirkjugesta. Það fór kliður um kirkjuna. And- rúmsloftið var ógnvekjandi, rafljósin blikkuðu og kertaljósin á altarinu flöktu. Brátt drukknaði kliðurinn í flóði hljómmikilla en dapurlegra tóna orgelsins. Ungi maðurinn hélt að þetta væri martröð. Tónarnir bergmáluðu um kirkjuna. Hann hélt þeir myndu her- taka einmanabænlíf sitt. Honum leið eins og hann væri dáinn. Hann horfði í kringum sig ringlaður, en tók þá eftir því að svartklæddi maðurinn við orgelið hafði tekið af sér klútinn og brosti til hans. Ungi maðurinn stóð á fætur og gekk í leiðslu að orgelinu og spurði: “Af hverju spilar þú svona dapurt?” “Ég er fastur í einhverju þjakandi formi og vona að ég sleppi út úr því með því að spila huga minn allan”, svaraði svartklæddi maðurinn og hélt áfram að spila. Ofboðsleg skelfing greip unga manninn og hann hljóp að dyrunum. Hnúkaþey gerði skyndi- lega það sterkan að himinháar dyrnar sviptust upp og hann hljóp út. Sólin skein sem aldrei við honum rétt eins og hún hefði fyrst núna risið úr sæ. Geislarnir lýstu upp kirkjuna. Úlfarnir ýlfruðu skelfdir og reyndu að fela sig því að birtan gerði þá magnþrota. Kirkjan titraði og skalf og brot úr henni hrundu niður á gólfið. Einhver hrópaði “jarð- skjálfti”! Annar æpti “eldgos”! Altaristréð féll niður og lá á gólfinu. Alltaf spilaði sá svartklæddi og kirkjan var að gefa sig. Glundroði fólksins var algjör. Sumir vildu út, en flestir skýldu sér við kirkjuvegg- ina. Allt kom þó fyrir ekki, kirkjan var að hrynja til grunna. Öldungur- inn hélt áfram að spila og tár blikuðu á hvörmum hans. Hann tók af sér svarta frakkann og sagði við unga manninn: “Við erum komnir út úr hellinum!” Þá samhljóma, sem bergmáluðu seiðmagnað í hrynjandi veggjunum, hafði mannlegt eyra aldrei fyrr numið. “Það er svo langt síðan ég hef séð sólina og ég elska lífið loksins!” hrópaði ungi maðurinn upp yfir sig. Öldungurinn strauk honum hlýlega um vangann, en sagði síðan. “Hún er hin sanna lifandi ást, ungi maður, neisti lífsins!” Ungi maðurinn horfði á öldunginn. Skyndilega var eins og það rynni upp fyrir honum ljós og hann brosti til hans og sagði: “Takk Bach”. Tónarnir streymdu frá orgelinu, stríðir, hljómmiklir og án hindr- unar. Kirkjan var hrunin. Bergmál veggjanna horfið og þeir héldu ekki lengur aftur af tónaflóðinu. Það rann niður fjallshlíðarnar og kæfði brátt ýlfur flýjandi úlfa sem fjarlægðust óðum. Sólin skein skært á himni. Magnús Einarsson. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.