Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 54

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 54
I BRENNIDEPLI Kjarasamningar á hinum al- menna vinnumarkaði eru nú í höfn en eins og fólk veit var samið til langs tíma og í raun eftirtektarvert að samningstímabilið nær yfir allt kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar. Það verður að segjast eins og er að það er býsna veglegt veganesti sem ríkisstjórnin fær í varanlegum vinnu- friði og hvað sem fólki þykir um samningana og þau kjör sem þannig eru til langs tíma ákvörðuð, þá hljóta allir að geta verið á einu máli um að hinum margfræga stöðugleika er hvergi ógnað svo lágar eru þær almennu prósentuhækkanir sem um var samið. En stöðugleiki er eitt, stöðnun annað og upp á stöðnun eina er horft þegar litið er til launabreytinga lífeyrisþega, svo sárafáum krónum sem hinar lágu prósentutölur á hinn ofurlága grunn skila í reynd. Eitt er þó alveg dagljóst varðandi þessa samninga og það er að allra Iægstu launin á markaðnum hækka mest og þó fáir séu þar á kjarabotninum ber sannarlega að fagna launaleiðrétt- ingum til þeirra lægst launuðu. Það eru þó engar ofurtölur sem þar eiga að gilda í lok samningstímans og öllum ljóst að örðug mun afkoma þeirra sem eiga þar allt sitt athvarf í tekjum talið. Þó er öðrum ætlaður snöggtum lægri og lakari hlutur, enn hræðilegri tekjutölur, þær tölur eru ekki samningsbundnar enda þykir óhæfa að það fólk hafi samningsrétt um kaup sitt og kjör sín yfirleitt. Þar koma aðeins til tilskipanir ofan frá, frá æðstu ráðamönnum þjóðarinnar kemur yfirlýsing sem felur í sér hvað hæfilegt þykir að skammta þessu fólki næstu árin. Lífeyrisþegar skulu áfram og enn frekar lúta því að boði yfirvalda að vera settir mörgum launaþrepum lægra en lægstlaunaða fólkið á vinnumarkaðnum, leiðrétting til þess ágæta fólks, sanngjörn og sjálfsögð, skal sko hreint ekki ná til öryrkjanna, sem eiga sína afkomu háða launatölum trygginganna að öllu eða nær öllu leyti. Eg þurfti að heyra yfirlýsingu ríkisstjórnar í tengslum við kjarasamninga um hlut öryrkja í góðærinu tvisvar áður en ég trúði eigin eyrum um þær afkomutölur sem þar birtust svo berlega. Við næst- síðustu kjarasamningagerð sagði æðsti valdsmaður okkar að “engum heilvita manni” hefði flogið í hug að láta launatölur almannatrygginga fylgja lægstu launum í landinu og sannarlega er hann og hirð hans samkvæm sjálfri sér nú þegar hinar lágu almennu prósentutölur skulu einar gilda, prósentutölur sem skila svo átakanlega miklu færri krónum en þær gjöra þó á launamarkaðnum almennt. Við hér á bæ vildum í lengstu lög mega trúa því að nú yrði a.m.k. sam- bærileg hækkun á launatölum öryrkja, tekjulægsta fólkinu í land- inu, og þó varð hjá og verður hjá lægstlaunaða fólkinu á vinnu- markaðnum. En áfram og enn frekar skulu þeir verða langtekjulægstir, langt fyrir neðan allar neysluvísitölur, langt fyrir neðan mannsæmandi lífs- kjör, niðursetningar nútímans eru þau skilaboð sem þetta fólk fær frá dýrk- endum markaðshyggju og verð- bréfabrasks. Þegar verðbréfabraskararnir fengu tugmilljónir í launaumslögin nú var sagt af æðstu valdsmönnum að þetta væri eðlilegt og sanngjarnt af því þessir menn verðskulduðu þetta fyrir verk sín, umbun þeirra væri síst of mikil í ljósi ærinna afreka. Hvað eiga öryrkjar að halda um sinn hlut í ljósi slíkra yfirlýs- inga, hvað um virðingu fyrir lífsrétti allra í samfélaginu, hvað um unandi kjör til mannsæmandi afkomu, hvað um hina sjálfsögðu skyldu auðugs samfélags að sjá til þess að enginn líði skort, verði árum saman að lifa við sult og seyru í víðastri merkingu þeirra orða? Mig undrar mest hversu fólk almennt í samfélaginu lætur þetta yfir sig ganga án minnstu mögl- unar, er réttlætiskenndin ekki orðin ríkari en þetta á þessari villtu verð- bréfaöld þeirrar auðhyggju er ekki kann manngildið að meta? Er sam- hjálparhugsunin, sem var aðalsmerki hinnar nýfrjálsu þjóðar íslenska lýðveldisins, orðin svo úrelt og af sér gengin að fólki almennt þyki eðlilegt að fólk eigi ekki til hnífs og skeiðar í þessu auðuga landi mikilla almennra lífsgæða að ógleymdu góðærinu og stöðugleikanum. Það vantar raunar ekki stöðug- leikann þegar litið er fram á veg til lífskjara öryrkja, þar á stöðugleiki eymdar og allsleysis að verða hlut- skipti þúsunda, sem ekki eiga að sjá til sólar í efnalegu tilliti, einfaldlega samkvæmt þeim æðsta boðskap að þeir verðskuldi það eitt. Slík viðhorf til auðsöfnunar af ósvífnustu gerð og örbirgðar á hinu leitinu eru slík að hugsandi fólki verður ómótt af því á að hlýða. En öryrkjar bíða viðbragða í kjölfarið, viðbragða samfélagsins til að leggjast á eitt með okkur í barátt- unni fyrir bættum hag, fyrir lífsrétt- inum í raun. Og út i samfélagið er varpað þeirri spurn, ögrandi og krefj- andi í senn, hvenær þeirra viðbragða megi vænta, þess samhljóms sem yrði svo sterkur um allt samfélagið að jafnvel hinir daufustu verðbréfadurtar yrðu á að hlýða? Það er kominn tími til að tengja, eins og einu sinni var sungið. En svo að öðru máli og afar þýðingarmiklu fyrir alla fatlaða á landi hér. Það mál varðar yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitar- félaga og um leið afnám sérlaga um málefni fatlaðra. Á Alþingi hafa nú verið lögð fram frumvörp þetta varðandi, meginfrumvarpið er um félagsþjónustu sveitarfélaga, en fylgifrumvörpin eru um réttinda- gæslu fatlaðra, Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins og breyting á lög- um um vinnumarkaðsaðgerðir. Sam- kvæmt frumvörpum eiga lögin að taka gildi 1. jan. 2002 og ekki ljóst hvenær endanleg afgreiðsla þeirra fer fram frá Alþingi, gæti orðið fyrir næstu áramót, í síðasta lagi á vorþingi 2001. Ritstjóri átti hlut að þessari frumvarpasmíð og vill mega halda því fram að svo langt sem þau ná, þá sé heildargerð þeirra í mörgu ágæt, en við slíka umbyltingu skiptir auð- vitað öllu máli hver framkvæmdin verður í raun. En meginspurningar 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.