Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 31
Framkvæmdastjórn ÖBÍ í góðum gír: Gísli, Emil, Hafdís, Valgerður, Garðar. lyf tekin út og allt bæri að sama brunni um aukinn kostnað sjúkl- inganna, hlutfallslega sem í heildina. Undir þetta tóku þau Valgerður Osk, Emil og Málfriður Gunn- arsdóttir sem ræddi aukinn hlut og til- finnanlegan í hjálpartækjum heyrn- arlausra. Þar hefðum við sérstöðu miðað við Norðurlöndin. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson kvað bið eftir heyrnartækjum vera allt að einu ári. Garðar tók dæmi um vafasama framkvæmd sem varðaði lyfið BetaFeron. Niðurstaða alllangra umræðna sú að rétt væri að fela kjaranefnd undir forystu Gísla Helgasonar að fara ofan í sauma málsins. Fleira var ekki gjört og fundi slitið um kl. 18.30. H.S. Fundur var haldinn í stjórn Öryrkjabandalags íslands mið- vikudaginn 17. maí og hófst kl. 16.40 í fundarsal að Hátúni 10. Fulltrúar 21 félags mættu. Fulltrúar tveggja boðuðu forföll. Fundurinn hófst á því að fólk kynnti sig. 1. Yfirlit formanns Garðar Sverrisson formaður greindi fyrst frá ágætum fundum með þingflokkum frjálslyndra og vinstri grænna. Sömuleiðis ágætum fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Hann greindi frá að vinnu- hópar á vegum ríkisstjórnar svo og sérstakur umboðsmaður heilbrigðis- ráðherra væru að vinna í athugun á úrbótum í tryggingakerfinu, en eftir væri að sjá hvað út úr kæmi. Hann vék að upphlaupi Davíðs og endan- legri afgreiðslu framkvæmdastjórnar á því máli öllu þar sem almenningur hefði svo sannanlega dæmt. Formaður greindi frá fundi með samgönguráðherra út af gjaldskrár- hækkunum Landssímans, undirtektir ekki nógu góðar og áfram yrði mál- inu að halda. Hann vék því næst að fundi með félagsmálaráðherra um væntanlega hækkun um næstu áramót á vöxtum til félagslegs húsnæðis en þar voru SEM samtökin einnig með. Ráðherra kvaðst mundu sjá til þess að húsaleigubætur myndu koma til móts við slíka vaxtahækkun ef af yrði. Itrekuð var við ráðherra krafa banda- lagsins um skattleysi húsaleigubóta. Formaður kynnti málefni varðandi nýjan framkvæmdastjóra en Helgi Seljan lætur að eigin ósk af störfum um næstu áramót. Hann greindi frá því að á nýloknum fundi fram- kvæmdastjórnar sem ræður fram- kvæmdastjóra skv. lögum banda- lagsins hefði svohljóðandi tillaga verið samþykkt með fjórum sam- hljóða atkvæðum (Gísli Helgason tók ekki þátt í umræðu né atkvæða- greiðslu): Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalagsins samþykkir að fela formanni bandalagsins að ganga til samninga við Arnþór Helgason um að hann taki að sér starf fram- kvæmdastjóra frá og með 1. jan. n.k. Formaður fór yfir starfsferilskrá Arnþórs: nám, störf, félagsstörf og trúnaðarstörf. Kvað hann hafa ein- stakan bakgrunn og minnti á hina mætu kosti hans. Garðar gat þessu næst að Öryrkja- bandalagið hefði fengið frest til hausts til að skila félagsmálanefnd Alþingis áliti á frumvörpunum varðandi yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Nefndinni var sent bréf í framhaldi af því sem kynnt var. Eftir yfirlit formanns urðu miklar umræður um hin ýmsu mál sem þar var að vikið. Sveinn Rúnar Hauksson fagnaði komu Arnþórs í starf fram- kvæmdastjóra. Hann kvað fólk alltof ófrótt um rétt sinn bæði hjá almanna- tryggingum og lifeyrissjóðum, fær oft ekki svo árum skiptir réttmætar bætur. Enn meiri fræðslu vantaði. Ólöf St. Eysteinsdóttir varpaði því fram hvort ekki væri rétt að efna til auglýsingaherferðar til kynningar á réttindum fólks. Gísli Helgason baðst afsökunar á því að fundargjörð hefði borist of seint vegna persónulegra ástæðna. María Th. Jónsdóttir kvað starfs- fólk trygginganna ekki vita nógu góð skil á málum oft á tíðum. Elísabet Á. Möller minnti á mögu- leika til frekari kynningar í Frétta- bréfi ÖBÍ á réttindum öryrkja. Arnór Pétursson kvað grundvöll félagslegra húsbygginga eða kaupa vera von- lausan eftir stórfellda vaxtahækkun. Hann minnti á viðamikla bæklinga Tryggingastofnunar um rétt öryrkja, þar sem mikinn fróðleik væri að finna. Hverfandi lítil misnotkun væri til staðar í tryggingakerfinu. Bað fólk að koma kvörtunum sínum á framfæri beint við starfsfólk stofn- unarinnar eða þá við forstjóra. Helgi Seljan greindi frá því að fyrirhuguð væru námskeið á vegum Tryggingastofnunar fyrir nýmetna öryrkja þar sem Öryrkjabandalagið kæmi að með kynningu. 2. Styrkveitingar. Emil Thóroddsen gjaldkeri ÖBÍ gjörði grein fyrir umsóknum sem styrkupphæðum og hvernig fram- kvæmdastjórn hefði unnið að málinu. Hann kvað það ánægjulegt hve mikið væri í gangi af góðum verkefnum hjá félögunum. Styrkupphæðir eru svo birtar hér sérstaklega. Tillaga fram- kvæmdastjórnar um styrki sam- þykktar samhljóða. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.