Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 35
BEINÞ YNNING Gigtarfélag ís- lands hefur gef- ið út glæsilegan bækling 32ja síðna um beinþynningu, svo bók væri máske meir við- eigandi. Hér skal gjörð örstutt grein fyrir efnisþáttum en þar sem efnið er svo yfirgripsmikið og fjöl- þætt er vart unnt meira að gjöra en vekja verð- uga athygli á þessu framtaki. I ávarpi heil- brigðisráðherra, Ingi- bjargar Pálmadóttur segir hún m.a. : “Fræðsla og forvarnir eru mikilvægur þáttur í starfi Gigtarfélags ís- lands og hér getur að líta enn eina sönnun þess að félagið beitir sér af áhuga og elju til að bæta stöðu hinna gigtveiku.” Sagt er frá gigtarráði þar sem Gigtarfélagið tilnefnir tvo fulltrúa, Læknafélag Islands einn, Trygg- ingastofnun einn og Háskólinn einn. Formaður ráðsins er Arnþrúður Karlsdóttir en ráðherra skipar for- mann. Hvað er beinþynning? og því svarað vel m.a. sagt að skilgreina megi hana sem gisnun á beini, dulinn og einkennalaus sjúkdómur og algengustu brotastaðir eru: fram- handleggur, hryggjarliðir og lær- leggsháls. Beinþynning verður þannig til ef dregur úr uppbyggingu beins eða niðurbrot þess eykst. Árlega má ætla að 1200-1400 brot hérlendis megi rekja til bein- þynningar; þar af 200 mjaðmarbrot. Áhættuþættir beinþynningar, til viðbótar því að þetta er að hluta til óhjákvæmilegur fylgifiskur öldr- unar, eru erfðir, kynferði (miklu al- gengari meðal kvenna en karla), lífshættir og ýmsir sjúkdómar. Varðandi lífshætti er sér í lagi minnt á hreyfingarleysi og reykingar. Sum lyf gefin í stórum skömmtum geta valdið bein- þynningu. Forsíða bæklingsins. Svo er spurt hvort gigtarsjúk- dómar valdi beinþynningu og því svarað játandi, gigtarsjúklingar hafa aukna áhættu. Gigt veldur skertri hreyfifærni, bólgusjúkdómar hraða niðurbroti beina o.s.frv. Hvernig má greina beinþynningu? og því svarað að það sé gjört með beinþéttni- mælingu og sérstök skilgreining beinþynningar út frá niðurstöðum þeirra. Svo fylgja leiðbeiningar um það hverjir ættu helst að fara í beinþéttnimælingu. Svo er stórt spurt: Er hægt að fyr- irbyggja beinþynningu? og er þar inn á forvarnarþáttinn komið. Minnt er á áhrif næringar á beinin: D vítamín og kalk þar efst á blaði og í sambandi við D vítamínskort er minnt á beinkrömið áður fyrr. Síðan er minnt á mikilvægustu kalk- gjafana: mjólkina og mjólkur- afurðir og D vítamínið aftur í lýs- inu og feitum fiski. Nauðsyn þessara næringargjafa mest í æsku sem í elli. Meðalneysla kalks (mjólkur- neyslan) vel ofan við ráðlagðan skammt, meira um að pottur sé brotinn hvað varðar D vítamínið. Mikilvægi hreyfingar er rækilega undirstrikað, reglubundin þjálfun best, gönguferðir nefnd- ar sérstaklega. Lögð er áhersla á góðar starfs- stellingar. Svo koma hinar bestu ráðleggingar um hvað hafa beri hæst í huga allt frá því að varast að lyfta þungu yfir í það að velja rétta vinnuhæð. Bent er sérstaklega á það að hreyfingarleysi vegna hræðslu við að brotna getur orðið að vítahring. Þá er vikið að horm- ónameðferð kvenna og sér í lagi uppbótar- meðferð við tíðahvörf. Langtímameðferð með hormónum getur haldið beinþynningu í skefjum og jafnvel kransæðasjúkdómum. Einnig er talað urn óæskileg áhrif hormóna- gjafar s.s. mögulega aukningu á brjóstakrabbameini. Meðferð beinþynningar á brota- stigi er svo í lokin og þar nefnd lyfjanotkun til viðbótar fyrir- byggjandi aðgerðum: kvenhormón, bisfosfonöt og önnur lyf s.s. kalsitónín. Þá kemur svo ágætur fróðleikur um Gigtarfélag íslands en í því félagi eru nú rúmlega 4000 fé- lagar - deildir eru á Norðurlandi eystra, Suðurlandi og Austurlandi. Áhugahóparnir eru : Hryggiktar- hópur, veíjagigtar- og síþreytuhóp- ur, Lupushópur (rauðir úlfar), Sjögrenhópur og foreldrahópur- barnagigt. Verkefnisstjóri við gjörð bækl- ingsins var Jónína Björg Guð- mundsdóttir, en myndir og teikn- ingar prýða allt útlit. Vonandi gjörir bæklingur þessi tilætlað gagn því vel hefur verið til hans vandað. Heill Gigtarfélaginu með framtak gott og hið besta mál að enda þetta á kjörorði félagsins: Byggjum upp og bætum líðan. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.