Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 44
FRÁ SJÓÐI ODDS ÓLAFSSONAR r thlutun styrkja úr Sjóði Odds Ólafssonar fór fram s.s. venja er til 26. apríl - á fæðingardegi Odds Ólafssonar. Þetta var í sjöunda sinn sem út- hlutað var úr sjóðnum. Ólafur Hergill Oddsson stjórnarformaður sjóðsins flutti einkar skýra og skemmtilega ræðu, gat um tilurð sjóðsins og tilgang, ákvörðun tekin á 30 ára afrnæli Öryrkjabanda- lagsins um sjóðsstofnun, en aðrir stofnaðilar: Hússjóður Öryrkja- bandalagsins og SÍBS. Ólafur Hergill er í stjóminni ffá SÍBS, Anna Ingvarsdóttir frá Hússjóði og Asgerður Ingimarsdóttir frá ÖBÍ. Ólafur Hergill sem er sonur Odds rakti nokkuð æviferil hans, sagði frá návígi hans við hvíta dauðann yfir í læknisnám og síðan í starf yfirlæknis á Reykjaiundi; forystu- maður í að styðja sjúka til sjálfs- bjargar þar sem skærustu merkin eru SÍBS og Öryrkjabandalagið ásamt Reykjalundi. Síðar á lífsleið sem alþingismaður Reyknesinga um átta ára skeið. Hann vitnaði til bókar Gils Guð- mundssonar - Þegar hugsjónir rætast, baráttusögunnar björtu sem og þess að hann var grallari einnig og nefndi bráðskemmtileg dæmi þar um. Sjóðurinn fylgdi þeim sömu for- merkjum og ævistarf Odds hafði lotið að. Tvenns konar styrkir, annars vegar til fatlaðra í námi eða til vísindamanna til rannsókna í þágu fatlaðra. Hann afhenti þeim sem styrkina hlutu ávísun en nær allir styrkþegar voru mættir og nutu ásamt okkur hinum hinna veg- legustu veitinga. Að afhendingu lokinni gerðu nokkrir styrkþeganna grein fyrir námi sínu og verkefnum og var það hin fróðlegasta kynning. At- höfninni lauk svo með myndatöku svo sem meðfylgjandi mynd vottar. Alls voru styrkþegar 18 og heildarupphæð styrkja var 1 millj. 300 þús.kr. Hér er svo greint ffá styrkþegum og námi þeirra sem verkefnum: Arndís Hauksdóttir til náms í guðfræði, Ágústa Markrún Óskars- dóttir v/námskeiðs er tengist dauf- blindu, Dóra Lúðvíksdóttir v/rannsókna loftvegabólgu hjá ein- staklingum með Sjögrens- syndrome, Erla H. Ragnheiðar- dóttir v/náms í Viðskipta- og tölvu- skólanum, Friðrik Guðmundsson v/lokaritgerðar til B.Ed. gráðu (fjallar um erfðabreytt matvæli), Guðrún Jónsdóttir v/mats á áhrif- um morfíns á verki, öndun og lífs- gæði sjúklinga, Gunnar Guð- mundsson v/verkefnis Interstitial lungnasjúkdómar á íslandi, Hans Jakob Beck v/rannsóknar á endur- hæfingu lungnasjúklinga, Haukur D. Magnússon v/ráðstefnu er tengist Geysisklúbbnum, Jónína Sigurgeirsdóttir v/rannsókna á reykingavarnarnámskeiðum á Reykjalundi, Katrín Freyja Skúla- dóttir v/mastersnáms í barnasjúkra- þjálfun, Kristbjörn Guðmundsson v/náms við Tækniskóla íslands, Kristjana Mjöll Sigurðardóttir til þess að kynna sér rekstur heimila fyrir heyrnarlausa einhverfa, Luðvig Guðmundsson v/rannsókna fólks með heilalömun, Maren A. Jakobsdóttir v/náms við Raf- iðnaðarskólann, Ólöf H. Bjama- dóttir v/ rannsókna á endurhæfingu MS sjúklinga, Sólveig Jónsdóttir v/rannsókna á áhrifum TENS með- ferðar og Þórarinn Gíslason v/rannsókna á niðurstöðum önd- unarprófa. • • Oll var athöfn þessi hin ánægju- legasta og héðan fylgja hlýjar hamingjuóskir til allra þeirra er styrki fengu með einlægri von um að vel nýtist. Morgunljóst er okkur það að sjóðirnir okkar tveir hafa gjört veg- legt gagn svo mörgum og rík ástæða til eflingar þeirra. Ritstjóri þakkar hið þekka boð stjórnar- innar. H.S. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.