Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Side 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Side 44
FRÁ SJÓÐI ODDS ÓLAFSSONAR r thlutun styrkja úr Sjóði Odds Ólafssonar fór fram s.s. venja er til 26. apríl - á fæðingardegi Odds Ólafssonar. Þetta var í sjöunda sinn sem út- hlutað var úr sjóðnum. Ólafur Hergill Oddsson stjórnarformaður sjóðsins flutti einkar skýra og skemmtilega ræðu, gat um tilurð sjóðsins og tilgang, ákvörðun tekin á 30 ára afrnæli Öryrkjabanda- lagsins um sjóðsstofnun, en aðrir stofnaðilar: Hússjóður Öryrkja- bandalagsins og SÍBS. Ólafur Hergill er í stjóminni ffá SÍBS, Anna Ingvarsdóttir frá Hússjóði og Asgerður Ingimarsdóttir frá ÖBÍ. Ólafur Hergill sem er sonur Odds rakti nokkuð æviferil hans, sagði frá návígi hans við hvíta dauðann yfir í læknisnám og síðan í starf yfirlæknis á Reykjaiundi; forystu- maður í að styðja sjúka til sjálfs- bjargar þar sem skærustu merkin eru SÍBS og Öryrkjabandalagið ásamt Reykjalundi. Síðar á lífsleið sem alþingismaður Reyknesinga um átta ára skeið. Hann vitnaði til bókar Gils Guð- mundssonar - Þegar hugsjónir rætast, baráttusögunnar björtu sem og þess að hann var grallari einnig og nefndi bráðskemmtileg dæmi þar um. Sjóðurinn fylgdi þeim sömu for- merkjum og ævistarf Odds hafði lotið að. Tvenns konar styrkir, annars vegar til fatlaðra í námi eða til vísindamanna til rannsókna í þágu fatlaðra. Hann afhenti þeim sem styrkina hlutu ávísun en nær allir styrkþegar voru mættir og nutu ásamt okkur hinum hinna veg- legustu veitinga. Að afhendingu lokinni gerðu nokkrir styrkþeganna grein fyrir námi sínu og verkefnum og var það hin fróðlegasta kynning. At- höfninni lauk svo með myndatöku svo sem meðfylgjandi mynd vottar. Alls voru styrkþegar 18 og heildarupphæð styrkja var 1 millj. 300 þús.kr. Hér er svo greint ffá styrkþegum og námi þeirra sem verkefnum: Arndís Hauksdóttir til náms í guðfræði, Ágústa Markrún Óskars- dóttir v/námskeiðs er tengist dauf- blindu, Dóra Lúðvíksdóttir v/rannsókna loftvegabólgu hjá ein- staklingum með Sjögrens- syndrome, Erla H. Ragnheiðar- dóttir v/náms í Viðskipta- og tölvu- skólanum, Friðrik Guðmundsson v/lokaritgerðar til B.Ed. gráðu (fjallar um erfðabreytt matvæli), Guðrún Jónsdóttir v/mats á áhrif- um morfíns á verki, öndun og lífs- gæði sjúklinga, Gunnar Guð- mundsson v/verkefnis Interstitial lungnasjúkdómar á íslandi, Hans Jakob Beck v/rannsóknar á endur- hæfingu lungnasjúklinga, Haukur D. Magnússon v/ráðstefnu er tengist Geysisklúbbnum, Jónína Sigurgeirsdóttir v/rannsókna á reykingavarnarnámskeiðum á Reykjalundi, Katrín Freyja Skúla- dóttir v/mastersnáms í barnasjúkra- þjálfun, Kristbjörn Guðmundsson v/náms við Tækniskóla íslands, Kristjana Mjöll Sigurðardóttir til þess að kynna sér rekstur heimila fyrir heyrnarlausa einhverfa, Luðvig Guðmundsson v/rannsókna fólks með heilalömun, Maren A. Jakobsdóttir v/náms við Raf- iðnaðarskólann, Ólöf H. Bjama- dóttir v/ rannsókna á endurhæfingu MS sjúklinga, Sólveig Jónsdóttir v/rannsókna á áhrifum TENS með- ferðar og Þórarinn Gíslason v/rannsókna á niðurstöðum önd- unarprófa. • • Oll var athöfn þessi hin ánægju- legasta og héðan fylgja hlýjar hamingjuóskir til allra þeirra er styrki fengu með einlægri von um að vel nýtist. Morgunljóst er okkur það að sjóðirnir okkar tveir hafa gjört veg- legt gagn svo mörgum og rík ástæða til eflingar þeirra. Ritstjóri þakkar hið þekka boð stjórnar- innar. H.S. 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.