Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 26
INNLITIÐ Hingað inn líta margir í ólíkum erindagjörðum, flest- ir þó með erindi sem á úr- lausn kalla, ýmsir þó aðeins til að spjalla um ástand og horfur, örfáir til að segja frá lífshlaupi sínu án sérstaks erindis í framhaldinu. Hverju innliti er vel fagnað. Einn slíkra er maður að nafni Guðmundur Jónsson, kom- inn nær sjötugu, Skagfirðingur að ætt og uppruna, fæddur að Húsabakka í Seyluhreppi í Skagafirði, nú búsettur í Kópavogi. Þar nyrðra gekk Guð- mundur í barnaskóla. Honum háði þá ilsig en ekki alltof mörg úrræði við því. Hann tók fullan þátt í leikjum barna á sínum tíma, m.a. hafði hann af því yndi að renna sér á skautum. En í einni skautaferðinni datt hann svo illa að hann hryggbrotnaði, lá lengi rúmfastur en læknir ekki sóttur, afleiðingarnar þær að hryggurinn hefur honum alltaf örðugur verið enda síðar sannast að brot úr hryggn- um hafði eyðst upp. 14 ára gamall fór Guðmundur að heiman suður að Ulfarsá, vann þar hjá Rannsóknarráði ríkisins m.a. við kartöfluupptöku og flokkun. Hálfan vetur var Guðmundur svo í Iþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal, en í íþróttunum losnaði um hryggbrotið gamla, að settist svo kölkun, en það var harkað af sér, því 17 ára hélt Guðmundur heim á ný. Hann hafði boðist til að hjálpa til við að hafa forgöngu um að reisa nýtt hús á bænum og við það varð hann að standa og var staðið og húsið reis. Húsið frá 1948 stendur enn en bróðir Guðmundar býr þar nú. uðmundur fór svo að veiða murtu í Þingvallavatni og þar gjörðist ógleymanlegur at- burður. Þeir voru tveir á bát úti á Þing- vallavatni þegar of- viðri skall á þá. Guð- mundur tók þá ráðin af sér eldri rnanni sem varð til þess að þeir náðu naumlega landi en báturinn sökk fyrir land- tökuna. Ráð hans þá björguðu lífi beggja og þessa minnist Guðmundur með þakk- læti í huga fyrir lífgjöfina og lánið. Þá vendir Guðmundur sínu kvæði í kross, kemst á samning hjá Lands- smiðjunni og fer að nema vélvirkjun, tekur tvo bekki saman í Iðnskólanum, en ofgjörði sér í raun á því svo höfuð- veill sem hann hefur alltaf verið, af- leiðing af fallinu mikla forðum daga. Síðan liggur leiðin út á vinnu- markaðinn, hánn vinnur hjá Héðni, Hamri og Stálsmiðjunni og fæst alls staðar við allt mögulegt m.a. plötu- smíði. Ut á sjóinn fór Guðmundur svo, gjörði upp brotna vél í bát og var beðinn að vera vélstjóri þar. Honum féll vel á sjónum og var öðru hvoru sem vélstjóri á bátum. Hann sagðist hafa haft mikla ratgáfu á sjó m.a. látinn taka við stjórn báts í hafvillu þar sem allt fór vel. Hann varð fýrir því að brjóta annan fótinn, en það gréri nú en síðar braut hann hinn fótinn svo segja mætti að óhöppin hefðu elt hann. Hann ók um tíma leigubíl, fór svo í sumarafleysingar hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur og síðan í fullt starf þar og heldur betur en það því mikil var aukavinnan. 1970 hafði hann ofkeyrt sig og fékk heilahimnubólgu ofan í allt saman. Vann svo í 15 ár í hálfu starfi við akstur hjá SVR, en metinn þann tíma sem 50% öryrki. En svo kemur að örlagasögu hans Guðmundar, orsök þess að hann leit inn til mín. 1985 lendir hann í hræðilegu bíl- slysi norður í Langadal í Húnaþingi, bíllinn út af og ofan í skurð, sjöundi hálsliðurinn brotnar, höfuðkúpan brotnar og taugaskemmdir urðu á út- limum. Tveir synir hans sluppu, sváfu í aftursætunum vafðir innan í rúmföt, Guðmundur sýnir mér til sannindamerkis að enn sé ekki fuli- gróið höfuðkúpubrotið , holur á höfði sanna það. Bíllinn lenti svo ofan í skurð og Guðmundur var nær drukknaður þegar hann rankaði við sér og sonur hans hjálpaði honum upp úr. Hann settist svo á þúfu og hélt höfðinu í skorðum með hönd- unum og fann að því taki mátti hann ekki sleppa, því þá ætlaði hann að svífa út af. Þegar sjúkrabíllinn kom svo vildu menn þar ólmir leggja Guðmund á börur, en Guðmundur harðneitaði, sagði það verða sinn dauðadóm og heimtaði lækni á staðinn og stóð lengi í þrefi þar um. Læknirinn kom svo og úrskurðaði að vegna mæn- unnar mætti ekki með nokkru móti leggja Guðmund út af. Hann fór svo sitjandi í sjúkrabíl og síðan í sjúkravél til Reykjavíkur og beint inn á sjúkrahús. Þar var hann settur í hendur þekkts læknis sem setti hann út í horn og gleymdi honum svo og þar var hann látinn liggia. Fyrst morguninn eftir fluttur upp á deild án allra rann- sókna en fékk aðeins tuskukraga um háls- inn. Guðmundur heimtaði almenni- legan hálskraga sem næði niður á bringu Guðmundur með móður sinni. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.