Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 9
Ég tel þetta mjög eðlilega þróun
sem muni leiða til meira jafnréttis og
samræmingar í stjórnun félagslegrar
þjónustu. Nú eru of margir aðilar að
fást við svipaða hluti. Það er hægt að
nýta fjármagnið betur og veita
fleirum þjónustu.
Margt í framtíðinni á eftir að hafa
áhrif til góðs fyrir fatlaða. Margir
binda nú vonir við erfðarannsóknir,
en þótt erfðafræðin eigi örugglega
eftir að finna gen sem orsaka sjúk-
dóma og útrýma þeim, þá kemur
alltaf eitthvað annað í staðinn. Til
dæmis hefur heyrnarlausum fækkað
mikið eftir að farið var að bólusetja
gegn rauðum hundum. Heyrnarleysi
er samt enn til staðar. Slys og sjúk-
dómar, t.d. heilahimnubólga geta
valdið heyrnarleysi. Fötluðum hefur
ekki fækkað, nema síður sé. Nú taka
umferðarslysin sinn toll!
Það var frjótt og gefandi starf að sjá
allar þessar stofnanir rísa og eflast.
Gott að geta hætt með þá fullvissu
að starfsemin sé á góðum rekspöl.“
Ertu með eftirsjá eftir starfinu?
„Nei, ég hugsa ekki þannig. Maður
gerir sér fulla grein fyrir því að þessi
kafli í lífinu er liðinn. Ég hef kynnst
og starfað með mörgu framúrskar-
andi fólki og mér líður vel að vita að
þetta starf heldur áfram með því
ágæta fólki sem tekur við.“
Hvað finnstþér mœtti beturfara?
„Vitaskuld er margt sem betur
mætti fara og verður ávallt þannig.
Of langir biðlistar eru eftir húsnæði
og örorkubætur þyrftu almennt að
hækka, eins þyrfti að samræma betur
þau hlunnindi sem fatlaðir hafa.
Mér hefur lengi fundist að flokka
þyrfti örorkubætur betur niður.
Aðstæður eru mjög ólíkar hjá
fötluðum, svo að bætur koma afar
mismunandi út. Fatlað fólk í dýru
leiguhúsnæði, sem er þar að auki at-
vinnulaust - stendur mjög illa að
vígi. Það er heldur ekki með
þjónustunet í kringum sig, eins og í
sambýlunum. Þeir standa líka illa
sem þurfa að borga dýr lyf.
Fólk á sambýlum í eigu ríkisins
hefur ekki þurft að borga leigu þótt
það þurfi að borga í sameiginlegan
hússjóð. Og á hæfingarstöðvunum
þar sem fatlaðir dvelja daglangt þurfa
þeir ekki að greiða fæðiskostnað.
Stofnkostnaður á hvert rými í
sambýlum er nú um 9-10 milljónir.
Er það nú ekki komið út í öfgar? Ef
þetta er borið saman við aðra fatlaða
sem þurfa etv. að borga um 30
þúsund kr. í mánaðarleigu, þá sést
hve aðstaðan er ólík. í öðru lagi
bætast við tekjur til þeirra sem vinna
á vernduðum vinnustað eða á al-
mennum vinnumarkaði.
Fólk á sambýlum hefur einnig
meiri möguleika til að ferðast með
starfsfólkinu sem er á launum. Þeir
sem eru til dæmis á stofnunum, eins
og Sólheimum og Skálatúni, fara
gjarnan í ferðalög til útlanda. Þetta
eru ákveðin hlunnindi sem ekki allir
fatlaðir hafa.
Hér vil ég vitna í orð Guðmundar
Ragnarssonar, fyrrverandi formanns
Þroskahjálpar, í tímariti samtakanna
4. tbl. 1998:
Það er ekki endilega víst að jöfn
hœkkun allra örorkuhóta sé besta
leiðin til að bœta hag öryrkja heldur
vœri eðlilegt aö jafnframt fœrí fram
rannsókn á kjörunt þeirra tilþess að
fá staðfesta vitneskju um hvaða
hópar eru verst settir.
„Öll þessi atriði þarf að draga fram,
kortleggja útgjöld og flokka betur
niður.
Sjá hvaða útgjöld það eru, sem ör-
yrkjar þurfa að standa undir sjálfir.
Auðvitað er þetta afar viðkvæmt, en
það þarf að samræma þetta betur en
nú er gert.“
Margrét veit hvað hún er að segja.
Fáir hafa eins fjölþætta þekk-
ingu á málefnum fatlaðra og hún sem
hefur setið báðum megin við borðið -
unnið íýrir ríkið og með félagasam-
tökunum til að bæta þjónustuna.
Einnig sinnt kennslu í faginu, sem
hefur orðið til þess að margir nemend-
ur hennar hafa lagt á sig sémám og
flutt heim aukna þekkingu sem nýtist
fötluðum nú víðsvegar á landinu.
Margrét situr nú við að skrifa bók
um þróun í málefnum fatlaðra á Is-
landi. Slíka samantekt hefur lengi
vantað. Örugglega munu margir
fagna útgáfu á slíku yfirlits- og
fræðiriti.
Oddný Sv. Björgvins.
Hlerað í hornum
Tvær litlar stúlkur voru að tala saman
og fóru að bera saman bækur sínar
um störf feðranna. Önnur sagði:
“Pabbi minn er tannlæknir, en hvað er
pabbi þinn?” Hin hugsaði sig um
smástund en sagði svo: “Pabbi minn
er framsóknarmaður.” Faðir hennar
var sem sé erindreki Framsóknar-
flokksins svo sú stutta hafði heil-
mikið til síns máls.
Kona ein kom til kaupmannsins síns
og sagði: “Ja, nú vill læknirinn minn
setja mig á rosalegan megrunarkúr,
engin fita, enginn sykur, ekkert salt”.
“Ja, hvað má þá bjóða frúnni?”,
spurði kaupmaðurinn. Þá svaraði
konan: “Ja, ég er nú fyrst og síðast að
hugsa um að fá mér annan lækni.”
Gamli kaþólski presturinn var orðinn
hundleiður á að heyra framhjáhalds-
sögur sóknarbarna sinna í skrifta-
stólnum og sagði við messu að hann
vildi ekki heyra meira af slíku, fólk
gæti þá bara talað um að það hefði
“hrasað.” Nú dó sá gamli og unga
prestinum blöskraði hve margir hrös-
uðu og bar sig upp við bæjarstjórann,
sem hló tröllahlátri. Ungi presturinn
fyrtist við og sagði: “Þú ættir nú ekki
að hlæja svona hátt að þessu, því
konan þín er nú búin að hrasa þrisvar
síðan ég kom hingað.”
Þremenningar gengu inn í veitinga-
hús áður á öldinni, tveir ungir og
fríðir og einn gamall og skorpinn.
Þeir settust beint á móti spegli og
varð þeim gamla tíðlitið í spegilinn.
Á leiðinni út sagði sá aldraði: “Sáuð
þið ljóta karlinn sem sat þarna á móti
okkur með tveim ungum mönnum?”
Hugmyndir manna um útlit manna
eftir stétt þeirra eru oft undarlegar.
Formaður sóknarnefndar í sjávar-
þorpi var að taka á móti umsækjanda
um prestsembætti á staðnum en sá
kom með rútu frá Reykjavík. Hann
virti vel fyrir sér þá sem út komu,
gekk síðan að fölum og vesældar-
legum manni og spurði hvort hann
væri presturinn. “Ó, nei, ég bara
búinn að vera svakalega bílveikur á
leiðinni.”
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
9