Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 27
og bak. Loks eftir hádegi var hann settur í myndatöku og þá fyrst var hann m.a.s. þrifinn eftir volkið, fékk í framhaldinu kraga og var reistur upp. Myndatakan staðfesti þetta með sjö- unda hálsliðinn en þar sást ekki að höfuðið hafði farið að nokkru úr banakringlunni. Eftir u.þ.b. einn og hálfan mánuð heima kom loks endur- hæfing og þá var það sjúkraþjálfinn sem uppgötvaði þetta með höfuðið og banakringluna og kippti því loksins þá í liðinn. En algjör öryrki varð Guðmundur hér af og beiskju blandin er saga hans af því hversu til tókst og greinilega að vonum. Mikil voru umskiptin, félagslega sem tekjulega og undrar engan. Kona Guðmundar, Sigríður Halla Hans- dóttir frá Grímsstöðum á Mýrum fór þá að vinna s.s. hún gat en þau eiga 4 uppkomin börn, 3 drengi og eina stúlku. Hún fór í erfiðisvinnu sem hún illa þoldi enda með liðagigt og t.d. kreppta fingur. Gafst þó ekki upp og vann hálfan daginn til að þau gætu komist af en að lokum var lotið í lægra haldi og örorkan ein eftir. Guðmundur segir afkomuna skelfi- lega, þau hjón hafi í þessum hremm- ingum misst íbúðina og leigi í dag. Afkoman er slík að síðustu daga hvers mánaðar eru þau í raunverulegu svelti. Guðmundur heitir á okkur að duga vel í brýnni baráttu fyrir betri kjörum og furðar sig á hinum harkalegu viðbrögðum æðstu ráða- manna þjóðarinnar við sanngjörnum kröfum öryrkja um betri kjör svo ekki sé á sultarmörkum verið sí og æ. Guðmundi er þakkað ágætt innlit og einkar fróðlegt samtal. Svo mættu fleiri gjöra sem sögu hafa að segja. H.S. Hlerað í hornum Konan var að inna eiginmann sinn eftir því hvort hann myndi fá sér aðra konu ef hún dæi nú á undan og hann taldi það afar líklegt. “Og myndirðu láta hana hafa kjólana mína til að ganga í?” “Nei, það gengur ekki,” sagði eiginmaðurinn. “Jæja, og af hverju ekki?”, spurði eiginkonan þá. “Hún passar bara hreinlega ekki í kjólana þína”, var svarið. Styrkveitingar til aðildarfélaga Öryrkjabandalagsins árið 2000 Almæmissamtökin 500.000 Blindrafélagið 900.000 Daufblindrafélagið 550.000 FAAS 650.000 Félag heyrnarlausra 850.000 Foreldrafélag misþroska barna 650.000 Foreldra og styrktarfélag heyrnardaufra 350.000 Geðhjálp 950.000 Geðvernd 400.000 Gigtarfélag íslands 950.000 Heyrnarhjálp 400.000 LAUF 550.000 Málbjörg 350.000 MND-félagið 250.000 Parkinson samtökin 650.000 SPOEX 600.000 SÍBS 950.000 Sjálfsbjörg 1.000.000 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra 650.000 Styrktarfélag vangefinna 900.000 Tourette- samtökin 250.000 Umsjónarfélag einhverfra 600.000 13.900.000 Til annarra var úthlutað samtals 1.1 millj. kx. Hæstu styrkirnir voru til íþróttasambands fatlaðra 400 þús. kr., til Halaleikhópsins 200 þús. kr., til Ferðafélagsins Víðsýnar hjá Vin 150 þús kr. og til BUSLARA Sjálfsbjargar 150 þús kr. Aðrir styrkir námu hver 50 þús. kr. eða minna. Ein iítil limra Hann Gísli Helgason laumaði þessari litlu limru, löngu ortri, að ritstjóra á dögunum. Mörgum finnst lífið mjög leitt sem lífsgæði fá sér ei veitt. Ég samþykki það því mér sárleiðist að verða að sveitast og eiga aldrei neitt. Gísli Helgason. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.