Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 13
Gísli Helgason forstöðum: 66Það er útvarpið Þetta gerðist fyrir rúmum aldar- íjórðungi, á þeim tíma, sem ég vann hjá Ríkisútvarpinu og var með vikulega þætti þar. Skömmu áður hafði ég verið inni á gafli hjá lands- mönnum með þáttinn Eyjapistil og margir vissu hver ég var. Það var eina helgina að vorlagi, að mig langaði út að skemmta mér. Eg hafði nýlega keypt mér flotta skyrtu með mjög flegnu hálsmáli og vildi skarta henni og bringuhárunum. Ég velti fyrir mér hvert ég ætti að fara. Hringdi í einn vin minn og við ákváðum að fara á Röðul og þangað héldum við. Þegar við komum þangað, Iíklega á föstudagskvöldi í maí, var fagurt veður úti og bjart, en innan dyra var nokkuð rokkið. Við vinirnir fórum inn, greiddum henni Helgu, sem var þarna alltaf á peysufötunum sínum að- gangseyrinn og síðan héldum við í sitt hvora áttina. Ég rölti nokkra hringi um staðinn. Gekk síðan inn á bar, og tók mér sæti. Við hliðina á mér sat stúlka og ég veitti henni ekkert sér- staka athygli. Þar sem ég var í áður- nefndri skyrtu og jakkalaus og í frem- ur þröngum buxum, átti ég erfitt með að geyma veskið mitt nema í handar- krikanum. Það leið að því að ég þurfti að ganga til salernis. Og mér fannst ekki hægt að vera með veskið á mér. Eitthvert hugboð sagði mér að ég skyldi snúa mér að stúlkunni og spjalla við hana, hún sat enn við hlið- ina á mér og hafði frekar þokast nær en hitt, nema þá að ég hafi fært mig nær henni. Ég ávarpaði hana og spurði hvort hún gæti gert mér greiða. Ég þyrfti að fara á salernið, og hvort hún gæti geymt fyrir mig veskið á meðan. Hún leit á mig forviða og sagði: “Þú veist ekkert hver ég er, og við höfum aldrei hist”. Ég sagðist treysta henni og ef hún brygðist traustinu þá yrði bara að hafa það og svo stóð ég upp, rétti henni veskið og fór til minna þarfa. eins og ég sé með við hliðina á mér” Dulítil ástarsaga Mér dvaldist nokkuð í leiðangr- inum. Hitti eitthvað af fólki sem ég kannaðist við, og rölti um staðinn. En svo ákvað ég að fara aftur til sætis míns, og þá mundi ég ekki al- Gísli Helgason veg hvar ég hafði setið, enda ekki góður í að rata um ókunn húsakynni. Ég gekk meðfram ýmsum borðurn, inn á barinn og mundi þá alls ekki hvernig stúlkan leit út, enda þekki ég ekki fólk á andlitum. Mundi bara að hún var með ljóst hár og í hvítri stutterma- blússu, en það voru nokkrar þannig klæddar á staðnum. Ég sætti mig við að hafa týnt stúlkunni og veskinu og sem ég geng þarna um er hnippt í mig og stúlkan dregur mig til sín og segir: “Ég er hérna ennþá. Þú varst lengi í burtu. Ég hélt að þú ætlaðir ekki að koma aftur”. Ég settist hjá henni og við fórum að tala saman. Hún sagði mér frá lífshlaupi sínu, sem virtist enginn dans á rósum, og mér fór að falla einkar vel við hana. Svo atvik- aðist það þannig að við fórum að dansa. Annað hvort bauð hún mér upp eða við buðurn hvort öðru upp. Ég hef aldrei verið neinn sérstakur dansari, en hún virtist sætta sig við mig sem dans- herra og fljótlega fórum við að nálgast hvort annað og hún var með styrka handleggi, og það fóru að fara um mig hinar ýmsustu kenndir. Þegar við höfðum dansað, setið, dansað, spjallað og setið á víxl, fóru orðræður okkar að verða nokkuð heitar. Og svo kom að því að loka átti staðnum. Þá sagði stúlkan að hún elskaði mig og ég sagðist elska hana, af því að ég var svo glaður að stúlka elskaði mig. Og með það upphófust blíðuhót mikil. Rétt áður en staðnum var lokað stóðum við upp og ákváðum að fylgjast að út í nóttina. Við héldum utan um hvort annað og náðum í yfir- hafnir okkar og hún leiðbeindi mér eins og hún hefði ekki gert annað en að vera með sjóndöprum manni. Við hittum vin minn, sem var einn og hann ákvað að skutla okkur heim til stúlkunnar. Svo héldum við út í bjarta vornóttina og settumst i bílinn hjá vini mínum, héldumst I hendur og vorum voða hrifin. Stúlkan sagðist hafa elskað mig í nokkurn tíma og nú loksins hefði hún hitt mig. Ég sá fyrir mér að nú væri ég kominn á fast og gæti alveg hugsað mér að vera með henni og stofna fjölskyldu ásamt henni og börnunum hennar. Við ókum sem leið lá heim til hennar og þá varð ég dálítið kvíðinn, var ekkert mjög vanur að standa í svona brasi. Þegar við komum að húsinu, þar sem hún bjó og ég steig út úr bílnum hjá vini mínum, gaukaði hann því að mér að hann ætlaði að horfa á eftir okkur inn. Þeg- ar við vorum komin nær alveg að dyr- unum, tók stúlkan utan um mig og sagði: “O, hvað ég elska þig heitt. Það er eins og ég sé með útvarpið við hliðina á mér”. Mig brast allt í einu kjark og ég fylgdi henni upp að dyrunum og sagðist mundu hitta hana seinna, ég yrði að mæta í útvarpið I fyrramálið. Vinur minn ók mér heim. Ég hitti stúlkuna stundum eftir þetta, en þorði aldrei að gera neitt. Þorði ekkert, þangað til mér var ætlaður annar samastaður I tilverunni. Gísli Helgason. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.