Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 30
ÁF STJÓRNARVETTVANGI
Fundur var haldinn í stjórn
Öryrkjabandalags íslands hinn
6. mars sl. og hófst kl. 16.40 í
fundarsal Hátúns 10. Mættir voru
fulltrúar 19 félaga, 4 félög höfðu
boðað forfoll stjórnarmanna.
1. Yfirlit formanns
í upphafi máls síns fjallaði for-
maður um dóm Héraðsdóms sem
áfrýjað hefði verið af heilbrigðis- og
tryggingaráðuneyti til Hæstaréttar.
Dómsniðurstöðu þar vart að vænta
fyrr en á haustdögum. Málið ræki-
lega kynnt í síðasta Fréttabréfi enda
þjóðþekkt.
Minnti þessu næst á hina fjölsóttu
hjálpartækjasýningu í Perlunni - Lið-
sinni, sem i alla staði hefði vel til tek-
ist.
Formaður kynnti þessu næst bréf
Barnaheilla til dómsmálaráðherra til
varnar þarfri starfsemi Barnahúss í
kynferðisafbrotamálum gagnvart
börnum. Öryrkjabandalagið einn
áskorunaraðila.
Þá greindi formaður frá hinum
velheppnaða og velsótta fundi um
húsnæðismál sem búsetunefnd
bandalagsins hefði haft allan veg og
vanda af og hefði verið stjórnað
styrkri hendi af Guðríði Ólafsdóttur.
Hann minnti á hlut leigjenda sem
rétta þyrfti m.a. með skattleysi húsa-
leigubóta.
Garðar formaður sagði þessu næst
frá samráðsfundum með verkalýðs-
hreyfingunni ásamt Landssambandi
eldri borgara. Treyst væri á atfylgi
hreyfingarinnar í tengslum við kom-
andi kjarasamninga.
Formaður greindi þessu næst frá
fundum með þingflokki Samfylk-
ingar að þeirra frumkvæði, fundir
með öðrum þingflokkum fyrir-
hugaðir.
Þá kvað formaður fyrirhugaða á
sumri komanda fundi úti á landi og
byrjað yrði á Austurlandi. Þar yrði
reynt að ná góðum tengslum við
öryrkja á svæðinu.
Formaður vék því næst að nauðsyn
þess að koma fræðslu um fötlun inn í
námsefnið: Lífsleikni og viðræðum
tengdum því m.a. við Náms-
gagnastofnun.
Þá sagði Garðar formaður frá
starfi í samráðsnefnd samtaka fatl-
aðra og Tryggingastofnunar ríkisins.
Nýtt örorkuskírteini væri væntanlegt
með mynd af korthafa og til alhliða
notkunar. Þá væri fyrirhugað af hálfu
TR að efna til námskeiða fyrir ný-
metna öryrkja og myndi Öryrkja-
bandalagið koma að því verki.
Formaður gat að lokum um nýtt
vinnulag varðandi styrkumsóknir
félaga til bandalagsins þar sem félög
yrðu að gefa frekari upplýsingar
varðandi umsóknir en verið hefði.
í umræðum á eftir lagði Arnór
Pétursson áherslu á að fræðsla um
fötlun kæmist inn í almenna sam-
félagsfræðslu skólanna. Gísli Helga-
son lýsti yfir miklum efasemdum
varðandi yfirfærslu málefna fatlaðra
til sveitarfélaga. Helgi Seljan
hnykkti á fyrirvörum sínum í laga-
nefnd þeirri er samdi frumvarpið um
félagsþjónustu sveitarfélaga, þar sem
ÖBÍ hefði m.a. alveg óbundnar hend-
ur um álit sem athugasemdir. Kvað
einnig rétt að skoða fylgifrumvörp
vel og vandlega.
2. Fjárhagsáætlun
Öryrkjabandalagsins 2000
Gjaldkeri bandalagsins Emil Thór-
oddsen fylgdi tillögum framkvæmda-
stjórnar ítarlega úr hlaði. Gat um
rauntölur síðasta árs sem lagðar voru
fram jafnhliða áætluninni svo og um
lottótekjur. Sömuleiðis skýrði hann
breytta tilhögun varðandi skiptingu
lottótekna milli bandalagsins og
Hússjóðs, föst tala til bandalagsins og
Hússjóður fengi svo einungis það
sem umfram væri. Hann vék að
framlagi í varasjóð og gjörði svo
grein fyrir helstu áætlunartölum.
Erlend samskipti og styrkir til félaga
og annarra hækka mest milli ára.
Annars óveruleg heildarhækkun út-
gjalda.
í umræðum á eftir benti Arnór
Pétursson á það hve víða þyrfti að
kanna málefni öryrkja m.t.t. þess að
e.t.v. væri þrautalendingin að sækja
þau fyrir dómstólum. Umræður urðu
talsverðar um þjónustusamning við
lögmann svo og almenn mannrétt-
indamál. Fjárhagsáætlun síðan sam-
þykkt með öllum atkvæðum fundar-
manna.
3. Önnur mál
Björn Tryggvason spurðist fyrir um
úrslit úrsagnarmáls stjórnar MS
félagsins. Helgi svaraði því að
ítrekuð hefði verið á nýju ári úrsögn
MS félagsins.
María Jónsdóttir greindi frá opnu
húsi hjá FAAS 15. mars að Austur-
brún 31, en frá því sagt hér í blaðinu
nú, FAAS 15 ára. Arnór lýsti
þungum áhyggjum sínum af hús-
næðismálum einkum vegna hinnar
miklu þenslu á markaði og ofurverðs
á leiguhúsnæði. Á því þyrfti rösklega
að taka s.s. unnt væri. Sveinn Rúnar
Hauksson vakti athygli á því hve
sífellt væri velt yfir á sjúklinga kostn-
aði af lyfjum. Lyfjavali væri breytt,
Frá ráðstefnu um atvinnumál á liðnu hausti.
30