Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 39
Utskrift frá Hringsjá Hinn 19. maí sl. fór fram útskrift frá Hringsjá, starfsþjálfun fatl- aðra við einkar hátíðlega athöfn eins og alltaf. I ræðu Guðrúnar Hannesdóttur forstöðumanns kom margt fram en rétt aðeins að örfáu vikið. Þetta var sautjándi hópurinn sem útskrifast frá Starfsþjálfun fatlaðra, sjöundi frá Hringsjá. Ovenjumargir nemendur voru nú á vorönn, enda 3 hópar í tveggja stað og alls luku 36 vorönn og flestir sem nú útskrifast gjörðu svo eftir tveggja anna nám. Hún nefndi að leikræn tjáning og myndlist væru nú fastir liðir hjá Hringsjá, enda mátti sjá góðan afrakstur myndlistar á veggjum Hringsjár. Tyllidagar tókust að vanda mjög vel, fjölbreytt dagskrá með ýrnsum við- burðum. Hún greindi einnig frá því að námskeið væru nú samtvinnuð vetrarstarfi og kvað 5 tölvunámskeið hafa verið og verða á vor- önn. Samt væri bið- listi langur. Guðrún gat um fundi Heilagengisins á mið- vikudagskvöldum, hópur fyrrver- andi nemenda og annarra sem þarna hittast svo reglulega og ræða sín mál. Hún sagði heimsóknir í Hringsjá tíðar til að fræðast um starfsemina m.a.s. erlendis frá. Þá gat Guðrún um góða reynslu af samningi við TR. Hún sagði frá því að nefnd á vegum félags- málaráðuneytis væri nú að störfum til að semja sérlög um Hringsjá. Guðrún snéri svo máli sínu sérstaklega til nemenda. Hringsjárnafnið benti til þess að staðið væri á sjónarhóli, vera yrði sífellt vakandi fyrir nýjum leiðum. Takmarkið að gjöra fólk hæfara til náms og verka, öðlast trú á sjálfu sér. Nefndi þrjá aðalþætti samofna: hagnýta þekkingu, skapandi hug sem hönd og hlúð að manngildinu, byggðu á alúð og kærleika. Hún afhenti svo nemum fyrstu annar skírteini sín um leið og hún bað þau sem aðra að líta aldrei á einkunnir sem algildan mælikvarða. Alls luku 12 fyrstu önn. 16 luku prófi á annarri önn, höfðu dafnað vel og blómstrað, gat þess um leið að einn þeirra yrði ekki með í haust vegna þátttöku sinnar á Olympíu- leikum fatlaðra. Avarpaði Guðrún svo að lokum útskriftarnema sem nú hyrfu á brott með nesti og nýja skó á vit nýrra ævintýra. Glaðvær, fróðleiksfús, skapandi og óvenju samstilltur hópur. Bað þeim bjartrar framtíðar. Þau voru 8 alls sem þannig útskrifuðust. Ólöf Ríkarðsdóttir stjórnarmaður Hringsjár flutti svo ávarp og kvað þetta mestu ánægjustund ársins, heill fylgdi þeim sem ættu námsvilj- ann eins og þau hefðu sannað. Færði útskriftarnemum góða bók að gjöf frá Hringsjá um leið og hún færði árnaðaróskir til allra er útskrif- uðust. iríkur Vernharðsson flutti kveðjur og óskir fyrir hönd útskriftaraðals. Dýrmætur undir- búningur fyrir eigin framtíð og sann- aði að ekkert væri ómögulegt í þessu lífi, þau væru nú að hefja eigin göngu út í lífið. Um leið og hann færði kennurum og samnemendum alúðarþakkir fyrir allar ánægju- stundirnar þá afhenti hann Hringsjá að gjöf gestabók frá útskriftaraðli. Þær Elísabet Nönnudóttir og Ragnhildur Hjalta- dóttir færðu svo kennurum og öðru starfsfólki fagrar rósir sem þakk- lætisvott. Kjartan Kjart- ansson þakkaði kennurum og sam- nemendum fyrir góða samveru og óskaði þeim vel- farnaðar. Afhenti Hringsjá um leið peningagjöf frá þeim hjónurn. Freydís Fann- bergsdóttir talaði fyrir nemendur fyrstu annar, ávarp- aði útskriftaraðal sérstaklega, sagði þau myndu slá í gegn í starfi sem námi og bað þeim blessunar Drottins. Þá las Þóra Sigurðardóttir tvö ljóð eftir nemanda, Oddnýju Óttarsdótt- ur, úr ljóðabók hennar frá 1991: Þankar einmana hjarta og var klapp- að lof í lófa. Þetta var athöfn árangurs sem ánægju og á eftir nutu allir góðra veitinga. Stjórnarformaður Ilringsjár nú er Ólafur H. Sigurjónsson og með honum í stjórn þau Ólöf Ríkarðs- dóttir og Sveinn Rúnar Hauksson. Hringsjá eru héðan sendar hlýjar kveðjur. H.S. Hinn fríði útskriftarhópur fremst á mynd. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.