Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 40
TYLLT NIÐUR FÆTI
f TJALDANESI
Asólríkum en svölum apríldegi
lögðum við Guðríður Ólafs-
dóttir land undir hjól og
höfðum til farsællar fylgdar okkur
Þór Garðar Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóra Svæðisskrifstofu mál-
efna fatlaðra á
Reykjanesi.
Ferðinni var heit-
ið upp í Tjaldanes
í Mosfellsdal en
þar ætluðum við
að skyggnast um
og fá numið ein-
hvern fróðleik um
Andrea starfsemina.
Axelsdóttir Glöggt er gests
.... augað segir fornt
orðtak og þó vart sé við því að búast
að stutt heimsókn skili miklu í því
efni, skal þó reynt hér á eftir að koma
einhverju til skila. Sjón er sögu ríkari
og það kom okkur
Guðríði óþægi-
lega á óvart hvert
ástand húsakynna
er á þessu annars
fjölmenna heim-
ili.
Tjaldanes á sér
annars 35 ára
sögu og var fyrst
til heimilisins
stofnað sem
barnaheimilis og þá var það sjálfs-
eignarstofnun. Frá upphafi hafa
þarna dvalist þroskaheftir einstakl-
ingar.
1983 var heimilið alfarið sett undir
Stjórnarnefnd ríkisspítalanna en nú
heyrir starfsemin undir svæðisskrif-
stofuna á Reykjanesi. Sá sem lengst
veitti heimilinu forstöðu var Birgir
Finnsson.
En svo beint að nútímanum og
heimsókninni. Þær tóku á móti
okkur Sólveig lngibergsdóttir og
Andrea Axelsdóttir forstöðumenn og
fylgdu þær okkur um öll húsin á
bænum.
Við byrjuðum á að spyrja hve marg-
ir væru í Tjaldanesi nú og þar eru nú
18 heimilismenn og að auki er í einu
húsinu sérrekið heimili fyrir unglinga
þar sem þrír dveljast nú.
Þær Sólveig og Andrea sögðu okkur
frá miklum músagangi í húsunum og
eins því hve rafmagnskerfið þarf-
naðist mikilla lagfæringa, en ekki
óalgengt að rafmagninu slægi út og
sem dæmi nefndu þær að bruna-
varnarkerfið virkaði ekki nægilega.
Húsið sem við heimsóttum fyrst
heitir Miðbær (öll nöfnin valin af
heimilismönnum), þar er ágætis
íþróttasalur, mest notaður fyrir
boccia, en þaðan er gengið út þar sem
útisundlaug er, en er því miður al-
gjörlega ónothæf og heldur ókræsi-
legt umhverfis. Þær sögðu blása með
öllum veggjum og við fengum smjör-
þefinn af því, enda næddi úti.
Við litum inn í herbergi heimilis-
manna, skelfilega lítið rými, rétt um
6 ferm. og þær upplýstu okkur um að
á öllum staðnum mætti kalla 3 her-
bergi “þokkalega” stór.
Við hittum einn heimilismanna, en
þeir voru margir hverjir önnum kafnir
við heimilisverkin og hann sagðist
vonast til að komast sem fyrst á sam-
býli. Þegar við komum í Glæsibæ þar
sem 8 íbúar eru þá voru greinileg
merki um alls ónógt viðhald, s.s.
mátti sjá á gólfefni þar sem víðar.
Heimilismenn eru allir með í
heimilisstörfum, misduglegir og
mishæfir að sjálfsögðu en kappsmál
að taka þátt. Þeir versla allt sjálfir,
þrífa og þvo undir eftirliti, raða og
flokka. Eitt er rétt að fram komi,
heimilismenn eru allt karlar og svo
hefur alltaf verið. í herbergjum
sínum eru þeir með eigin húsgögn, en
sjónvarpsskilyrði raunar afleit og enn
verra er það að ólag er á símkerfinu,
sem vægast sagt er skelfilegt ef eitt-
hvað kæmi nú upp á.
Reyndin sú að heimilismenn halda
mikið til í eigin herbergjum. Sem
innskot er rétt að koma því að, að
flestir urðu heimilismenn í Tjaldanesi
25 en voru 23 við yfirtöku svæðis-
skrifstofunnar.
Þá var næst haldið til Árbæjar, þar
sem skrifstofa heimilisins er og fund-
araðstaða fyrir starfsfólk. Þær stöllur
segja að þrátt íyrir nokkra hæfingu
heimilismanna þá mætti hún meiri
vera, en ekki fengist íjárveiting til
ráðningar starfsfólks. Það sem við
Guðríður tókum einkanlega eftir
þarna var sterk lykt af músunum og
þeirra “afurðum”, en einnig að loft-
hæð var með öllu ótæk. Þær sögðu
þarna hafa verið reynda sumardagvist
fyrir einhverfa og reynst vel.
r
ISmiðjubæ er ýmislegt að en það
hús var endurbyggt 1984 og greini-
lega ekki nógu vel. Þama er vinnu-
staður heimilismanna þar sem 8-10
Það er margt góðra hluta gjört í Tjaldanesi.
Sólveig
Ingibergsdóttir
40