Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 51

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 51
Eru ljón í veginum? Hingað barst inn á borð fallega myndskreyttur bæklingur Landssamtaka hjartasjúklinga með þessari áleitnu spurn: Eru ljón í veg- inum? Gísli J. Eyland ritar formáls- orð og segir: “Lærum að lifa með sjúk- d ó m n u m , með góðri hreyfingu og hollu matar- æði öðlumst við betri heilsu”. Bæklingur- inn fjallar fyrst og fremst um mikilvægi hreyfingar og svo eru settar upp spurningar sem hver og einn á að svara. Kaflaheitin segja sitt m.a. um lífs- stílinn og hvernig unnt er þar að breyta og fá um leið minnkað áhætt- una. Og hvernig þá? 4 aðferðir geíhar upp: hætta að reykja, breyta mataræðinu, hreyfa þig meira, minnka streituna. Eðlilega eru hjart- anu gjörð skil og að sjálfsögðu áhættuþættir þar hinir sömu gagn- vart því. Svo er talað um þrjú þrep hreyfingar: dagleg hreyfing, reglu- bundin hreyfing og reglubundin þjálfun. Svo er ágæt fræðsla um endurhæfingu hjartasjúklinga og þrjú stig hennar, vikið er að HL stöðvum og HL hópum. Einnig eru nefnd nokkur varúðareinkenni við þjálfun og tekinn púlsinn. Þjálfunin þarf að vera örugg, skemmtileg og þægileg, - ganga - sund - hjólreiðar - leikfimi - dans. I lokin er lögð áhersla á þjálfun lífið á enda. Aðvörun: Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag, hefur þú kannski ekki heilsu fyrir tímann á morgun. Aðildarfélög Landssamtaka hjarta- sjúklinga eru nú alls 11 talsins, vítt og breitt um landið. Þarfur bækling- ur öllum okkur. H.S. Forsíðan Friðgeir Einar Kristjánsson: Máttur drengskaparins Hugsanir þínar endurfæðast í hugum annarra sem eru á sömu “bylgjulengd” og þú Fjarlægðir þær skipta ekki máli Göfugar hugsanir hjálpa þér og öðrum efla hið góða Illar hugsanir skemma tilfinningalíkama okkar eyðileggja bæði þig og aðra Óskir rætast séu þær heitar og af hinu góða Maðurinn er það sem hann hugsar. Við hugsum áður en við framkvæmum. Hugsanir verða að tilhneigingum, tilhneigingar að vana. Góð hugsun býr í fögrum líkama. Fólk laðar að sér hugsanir annarra sem eru á svipaðri “bylgjulengd” og það sjálft. Eins og allt annað er hugsunin eilíf. Líkurnar á því að eitthvað verði að engu eru þær sömu og að ekkert geti orðið að einhverju. Maðurinn býr aldrei til hugsun heldur fær hugsanakerfi að láni úr banka eilífðar- innar. Bylgjulengd sálarinnar ræður valinu. Hún stjórnast af efnavali okkar og lifnaðarháttum, erfðum og uppeldi. Góðvild skapar fegurð sem skapar hamingju. Friðgeir Einar Kristjánsson. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.