Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 8
Á vígsluhátíð Hringsjár þegar Margrét veitir móttöku gjöf frá Tómasi Helgasyni, þáverandi formanni hússjóðs. Brautryðjendastörf á Greiningarstöð ríkisins Ekki má gleyma frumkvöðlunum sem stigu fyrstu skrefin til aðstoðar,“ segir Margrét. „Löngu áður en heildarlöggjöf um fatlaða gekk í gildi, voru margir sérhópar fatlaðra búnir að mynda félagasamtök til að þrýsta á sín mannréttindi. Elstu samtökin eru SÍBS, stofnuð 1938. Blindravinafélagið, sem mið- aði m.a. að því að koma á kennslu fyrir blinda, var stofnsett upp úr 1930. Sjálfsbjörg, landssamtök frá 1959 er með elstu samtökunum, en flest verða til eftir 1950. Frumkvöðlar félagasamtakanna voru fyrst og fremst fatlaðir sjálfir, fjölskyldur þeirra eða aðrir sem brunnu af eldmóði að bæta kjör skjól- stæðinga sinna. í framhaldi af því fara félögin að þrýsta á stjórnvöld að koma á löggjöf eða styðja fólkið sitt á annan hátt. Upp úr þessu spretta regn- hlífarsamtök eins og Öryrkjabanda- lagið með 26 félagasamtök undir sínum verndarvæng og Þroskahjálp með 27 aðildarfélög. Ég tel að þjónusta við fatlaða sé nú í góðu horfi á íslandi,“ segir Margrét. „Nú er hægt að leita til Greiningar- stöðvar ríkisins, svæðisskrifstofa og sveitarfélaga sem veita margvíslega aðstoð og þjónustu. Foreldrar geta fengið umönnunarbætur, stuðnings- fjölskyldur fimm sólarhringa í mán- uði og skammtímavistun. Á Norður- löndum þurfa þeir að velja um stuðningsfjölskyldu eða skammtíma- vistun og verða auk þess að greiða hluta af kostnaðinum. Hér er allt þetta í boði og ókeypis fyrir foreldra. En eftir því sem þjónustan er betri, því meiri kröfur eru gerðar. Það var mikið baráttumál að koma Greiningarstöð ríkisins á fót, en það tókst. Nú eru þar samankomnir bestu sérfræðingar í málefnum fatlaðra, af- burða gott fólk. Og á undanförnum árum hefur orðið til geysigóð sér- fræðiþjónusta við fatlaða og ráðgjöf fyrir fagfólk og starfsfólk á stofn- unum eins og leikskólum og svæðis- skrifstofum. Auk greiningar á börnum fá for- eldrar ráðgjöf og leiðbeiningar. Greiningarstöðin stendur einnig fyrir fræðslunámskeiðum um börn með Downsheilkenni, börn með hrygg- rauf, börn með tjáskiptaerfiðleika og fleira. Mál einhverfra heyrðu áður beint undir félagsmálaráðuneytið, en voru flutt til svæðisskrifstofa 1999 og eru nú í góðum farvegi á Greiningar- stöðinni. Nú er verið að þróa nýjar aðferðir sem Sigríður Lóa Jónsdóttir hefur umsjón með og stjórnar, en með því að beita sérstakri þjálfun geta einhverf börn náð töluverðum þroska. Þetta er algjört brautryðj- andastarf. Þannig er nú - í krafti tækninýj- unga og aukinnar þekkingar - hægt að gera miklu meira fyrir fotluð börn. Sársaukinn er sarnt alltaf fyrir hendi, enginn getur breytt því að barnið er fatlað. Félagasamtök fatlaðra munu ávallt þrýsta á og berjast fyrir betri aðstöðu fyrir sitt fólk. Þetta er þróun sem aldrei tekur enda, í takt við sam- félagsþróun - og öll þróun er barn síns tíma. Það sem verið er að gera í dag þykir kannski forneskjulegt eftir tuttugu ár.“ Framtíðin geymir margt Margrét segir, að sú framtíðarsýn sem blasir við í málefnum fatlaðra sé flutningur málaflokksins til sveitarfé- laga. „Á nokkrum svæðum hafa sveitar- félögin tekið við þeim eins og á Norðurlandi eystra og vestra, Vest- mannaeyjum og Höfn í Hornafirði. Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um félags- þjónustu sveitarfélaga og stefnt er að því að sérlög um fatlaða verði af- numin. Margrét í ræðustól, þarna sem formaður Þoskahjálpar. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.