Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 47
r
Asgrímur^ngi Arngrímsson:
Ljóðs manns æði
Formálsorð:
annarlega vakti það gleði ritstjóra þegar til hans
kom ungur kennaranemi frá Borgarfirði eystra,
Ásgrímur Ingi Arngrímsson og kvaðst ætla að
freista þess að skrifa B.Ed ritgerð sína í Kenn-
araháskólanum um frænda sinn Þorbjörn Magnússon
og ljóðagerð hans.
Þorbjörn var hinn trúi og trausti Sjálfsbjargarfélagi
og ljóð hans hrífandi fogur og hafa birst hér í
Fréttabréfi ÖBÍ bæði er Þorbjörn var lífs sem Iiðinn.
Án þess að orðlengja það frekar kom svo Ásgrímur
Ingi síðar á fund ritstjóra með ritgerð sína, einkar
athyglisverða og vel skrifaða, þar sem hinni fjölbreyttu
ljóðasmíð Þorbjarnar eru gjörð afar verðug skil.
En Ásgrímur Ingi kom um leið með nýútgefna
ljóðabók sína sem hann nefnir Ljóðs manns æði og rit-
stjóri getur ekki stillt sig að birta hér þrjú þeirra, tvö
órímuð eða óhefðbundin og eitt rímað. Megi lesendur
vel njóta sem hann gjörði:
Tár
Það
vissi ég
fyrir löngu
síðan að rigningar-
droparnir væru tár Guðs.
Hins vegar hafði ég ekki
hugmynd um það fyrr en ég
flutti til Reykjavíkur að
hann væri svona mikil
bölvuð grenju-
skjóða.
honum. Hans og Gréta reyna að stinga
norninni inn í örbylgjuofninn en örbylgjuofnar
eru ekki hannaðir fyrir nornir. Hans klaufi er
hafður í sérkennslu fyrir börn sem eiga við
alvarlegan greindarskort og hegðunarvanda-
mál að stríða. Mjallhvít? Nei það var fyrir tíma
ljósabekkjanna. Rauðsokka neitar að sauma
fyrir magann á úlfinum af því að það er ekkert
frekar kvenmannsverk. Þyrnirós er svo
morgunfúl að prinsinn leggur ekki í að vekja
hana og keisarinn þarna með strípihneigðina,
hann var lokaður inni svo hann hætti að bera
sig á almannafæri. Þeir froskar sem ég þekki
eru með krónískan varaþurrk af kossaleysi og
þeir vilja meina að heimur ævintýranna sé á
vonarvöl.
Hræsni
Ég les um marga heimsins syni og heyri
sem hafa drepist slyppir bæði og snauðir.
Víst gerir ijarlægð mennina oft meiri
en margfalt stærri verða þeir samt dauðir.
Á hörundi þeirra skullu vítavendir
og veröldin hún reyndi á dug og þor.
Þeir voru ýmist bannfærðir eða brenndir
í besta falli drápust þeir úr hor.
Það virtist aldrei vefjast fyrir neinum
að velta þeirra mannorði uppúr drullu.
Það köstuðu víst fleiri stórum steinum
en staðist gátu syndina að fullu.
Ævintýri líkast
Þegar Öskubuska týnir skónum sínum nú til
dags þá hirðir enginn um að beygja sig eftir
Merkilegt er hvað mörgum týndum sauðum
mönnunum tekst að bjarga, að þeim dauðum.
Ásgrímur Ingi Arngrímsson
Hlerað í hornum
Einu sinni deildi sýslumaður einn
hart á slysavarnarþingi norðanlands
við hefðarkonu eina um björgunar-
skútu fyrir Norðlendinga. Eftir
þingið var slegið upp balli og sýslu-
maður bauð hefðarfrúnni óðara upp,
sveif með hana út á gólfið og sagði
stundarhátt: “Hér sigli ég nú fullum
seglum með björgunarskútu Norður-
lands.”
Maður einn kom úr ferðalagi frá Af-
ríku og var spurður um ferðina. Hann
svaraði svo: í Afríku eru tvær sortir
af negrum og þær eru báðar svartar.
En maður þekkir þær að á lyktinni.
Tveir Molbúar voru saman um haga-
göngu fyrir hesta sína. Svo öruggt
væri að þeir þekktu þá nú í sundur var
bundin þessi fína rauða slaufa í taglið
á öðrum hestinum. Nú týndist slauf-
an og þá voru góð ráð dýr.
Allt í einu segir annar þeirra: “Ég
veit ráð. Þú tekur þann gráa, en ég
tek þann skjótta.”
Prestur einn kom inn í verslun og bað
um að fá lánaða símaskrá. Hann
rýndi í hana um stund en svo segir
hann stundarhátt: “Þetta get ég ekki
lesið. Þetta er sama bölvaða lúsa-
letrið og á biblíunni.”
Úr afmælisræðu: “Ég dreg engar
dulur á þetta.”
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
47