Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Síða 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Síða 36
Heimsókn í Klúbbinn Geysi r munablíðum maídegi lögðum við nokkur hér af bæ leið okkar niður á Ægisgötu 7 þar sem Klúbburinn Geysir er nú til húsa. Okkur var þar boðið í hádegismat og vel við okkur gjört í mat og drykk. Al ríkjum Anna Valdi- marsdóttir og Ólína Guðmundsdóttir og þarna var hress og fólks og gestir þeirra AnnaValdi- s • ... s ,, . aðnr og attum við marsdottir . sannarlega goða ---— stund saman. Þarna g var svo fluttur og sýndur fyrirlestur I sem Geysisfólk fer 1 meö á vettvang m.a. ' ájjflk á sjúkrahúsin og nutum við þessa Olína Guð- fróðleiks ve] Sýnd mundsdottir ._. ,. _____________voru meginatnði mals á tjaldi, Jón Sigur- geirsson flutti svo ljómandi góðan texta listavel og Hrafnhildur Tyrf- ingsdóttir sagði ljóslega frá sinni eigin sögu svo og þýðingu þess fyrir sig að eiga Klúbbinn Geysi að. Greinilega vel uppbyggt og vel til at- hygli valið. Við rétt grípum niður í áherslu- atriðum: Byggt er á mannvirðingu, lífsgæð- um og tryggri umgjörð. Hver félagi finni að hann tilheyri hópnum, sé mikilvægur, framlag hans sé metið og virt, kostir hans fái að njóta sín. Klúbburinn á aldrei að líkjast stofn- un, sameiginlega eru ákvarðanir teknar. Varðandi ytri umgjörð þá er minnt á húsnæði, vinnu og félags- skap. Ráðning í vinnu til reynslu, 50% starfshlutfall, tími 6 mánuðir. Tryggð mæting ef viðkomandi forfallast. Einnig veitt aðstoð til að fá vinnu eftir hefðbundnum leiðum. Horft á styrkleika einstaklingsins. Ahersla á frelsi, sjálfsrækt, mannrækt og gleði. Hjá Klúbbnum Geysi fer einnig fram undirbúningur fyrir reglu- bundna vinnu. Allir jafnir, ekkert punktakerfi, enginn endanlega rek- inn, að sýna áhuga er allt sem þarf. Kynning á vegum Geysis fer m.a. fram með þessum hætti; reynt er að brjóta niður fordóma, gæta þess að fram komi vel hvað hver og einn er fær um, starfsmannastjórum m.a. boðið í mat til kynningar. Þau lögðu öll áherslu á það að unnið væri sem best gegn því að fólk festi sig í sjúk- dómnum, gjöri heldur eitthvað skemmtilegt og uppbyggjandi. Við áttum svo í alllöngu spjalli á eftir kost þess að skiptast á skoðunum og áttum þarna hina ánægjulegustu stund. Okkar tilfinning eindregið sú sem fólst í orðum Hrafnhildar Tyrfings- dóttur: Hér er unnið frábært starf. Hér finnur maður glöggt að maður er einhvers virði. Þær stöllur Anna og Ólína sögðu okkur frá spennandi verkefni á vegum íslensku akademí- unnar sem miklar vonir eru bundnar við: Gamlir sálmar og fleira uppfært á tölvu — tilvalið verkefni, en nánar að því síðar. Geysisfólki er alls góðs árnað en seinni hluti þessarar frásagnar helg- aður líflegu fréttabréfi Geysis. Þökkum viðurgjörning góðan á allan máta. Gosið Okkur var um leið afhent 1. tölu- blað 1. árgangs af fréttablaði klúbbsins sem að sjálfsögðu heitir Gosið. Það kom út í mars sl. Ekki skal efni fréttablaðsins ná- kvæmlega rakið, en gleði manna yfir nýju húsnæði birtist í stuttri forsíðu- grein: Múrinn er fallinn, eftir þriggja ára baráttu fyrir þokkalegu húsa- skjóli. A þessari gleði er svo hert í leiðara- spjalli og þar m.a. minnt á opið hús 18.mars sem ritstjóri vottar að var hið ánægjulegasta. Húsnæðið var tekið rækilega í gegn af félögum klúbbsins og svo er frá því greint að fljótlega eftir flutning hafi verið byrjað að matreiða og hafa til reiðu hollan og góðan mat í hádeginu. Þessa nutum við svo sannarlega. Haukur Davíð Magnússon og Aðalbjörg Edda Guð- mundsdóttir segja frá lífsreynslu sinni af geðhvarfasýki, sem þau votta að sé alvarlegur og lúmskur sjúk- dómur þar sem m.a. þunglyndi geð- hvarfasjúklinga er dýpra en annarra. Þau segjast hafa haldið sjúkdómnum í skefjum mánuðum og stundum árum saman og gefa góða forskrift að því. Aðalbjörg Edda á svo afar fróðlega sögu af dvöl í Mosaic house í London, en þangað fóru til þjálfunar, leikja og starfa tjórir eða raunar fimm 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.