Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 9
um, vegna þess að íþróttahús og vellir eru ekki fyrir
hendi. Mörg sveitarfélög hafa lagt mikið af mörkum
til þess að bæta þessa aðstöðu, og er vissulega vax-
andi skilningur á gildi íþróttanna hjá sveitarstjórnar-
mönnum. En þessu er ekki eins farið hjá ríkisvaldinu
og hinu háa Alþingi. í>ar skortir þá víðsýni, sem þarf
til að framfylgja þeim lögum, er sett voru 1940 —
íþróttalögunum. Þess vegna verðum við enn að knýja
á, að svo verði gert.
Ríkisvaldið og sveitarstjórnirnar verða að taka hönd-
um saman og leysa þennan vanda. Vissulega hefur
þokazt i rétta átt með miklu og góðu samstarfi um
byggingu stórra íþróttahúsa við skóla, en þetta sam-
starf þarf að ná lengra. Skólar þurfa líka sína íþrótta-
velii, og er nú svo komið, að Reykjavíkurborg hefur
tekið upp samvinnu við íþróttafélög um byggingu
íþróttavalla. Skólinn notar vellina að vetrarlagi, en fé-
lögin að sumarlagi. Ef slík samvinna yrði byggð upp
um allt land, gæti komið að því, að hægt yrði að létta
á þeim kvöðum, sem nú hvíla á Iþróttasjóði. Á slíka
leið hefur áður verið bent, en það var í skýrslu
þeirri, er samin var um fjárþörf Iþróttasjóðs fyrir
nokkrum árum.
Á meðan Iþróttasjóður er svo fjárvana sem raun
ber vitni, er full ástæða, að við eflum Lána- og fram-
kvæmdasjóð ISÍ. Sjóðsstofnun þessi hefur þegar gert
okkur kleift að hrinda mörgum stórvirkjum af stað.
T.d. byggingu íþróttamiðstöðvarinnar í Reykjavík, lagt
fram fé til byggingar Iþróttamiðstöðva, skíðalyftu á
ísafirði og til byggingar íþróttahallarinnar í Reykja-
vík. Framlög og lán úr sjóðnum hafa flýtt til muna,
að þessi mannvirki hafi komið íþróttunum að notum,
og er það vissulega gleðilegur árangur, sem náðst hefur
á skömmum tíma.
Sjóðurinn er nú talinn um sjö milljónir króna, þar
með talið fé í fasteignum ISl. Við ættum að setja okk-
ur það mark, að handbært fé sjóðsins til útlána yrði
sem fyrst 10 milljónir króna, þá gæti hann gegnt
veigamiklu hlutverki við uppbyggingu íþróttamann-
virkja með lánveitingum til þeirra.
Á undanförnum tveimur árum höfum við náð ágæt-
um árangri í mörgum íþróttagreinum. Má t. d. benda
á okkar ágætu handknattleiksmenn og konur, sundfólk,
sem nú fjölmennir á ólympíuleikina o. fl. En að und-
anförnu hafa verið gerðar miklar kröfur til okkar
ágætu iþróttamanna, kröfur, sem ekki ávallt eru sann-
girniskröfur. Við eigum og höfum ávalt afbragðs
íþróttamenn og konur, sem borið hafa hróður Islands
út um byggðir heims. Stundum hafa þau sigrað keppi-
nauta sína í leik. Þá heíur þjóðin fagnað sigri, en það
má ekki ætla, að við berum oft sigur úr býtum. Við er-
um lítil þjóð, og því er hollt að muna, að í hvert sinn,
ei' íþróttamenn okkar hefja millilandakeppni, eru þeir
að keppa við fjölmennari þjóðir, við íþróttamenn, sem
ávallt hafa betri skilyrði til sigurs. Okkar menn og
konur mæta sem fulltrúar áhugaíþróttamanna, sem er
og verður aðalsmerki þeirra. Oft verða þau að taka
upp ójafnan leik við atvinnumenn eða hálfatvinnu-
menn í greinum sínum.
Atvinnumennska í íþróttum hefur hér ekkert þjóð-
hagslegt gildi, en þvi vill þjóðin stundum gleyma. Og
muna skulum við það, að það er betra að vera góður
áhugaíþróttamaður en lélegur atvinnuiþróttamaður.
Sigurinn er stundargaman, en ekki til þess að byggja
á framtíð þjóðar. Þegar atvinnumennska hélt innreið
sína á hina fornu ólympíuleiki, þá var stutt í endalok
þeirra. Og hvert stefnir nú með leikina, þegar stór-
veldin eru komin í stríð um sekúndur og sentí-
metra? Þau krefjast minnst þriggja mánaða
stanzlausrar æfingar af sínu íþróttafólki. En á bak
við það stendur her þjálfara, lækna, lífeðlisfræðinga og
vísindamanna á rannsóknarstofum auk gnægðar fjár.
Ef slíku heldur áfram, geta þessi stórveldi lagt leik-
ina í rúst.
1 þessu kapphlaupi geta smáþjóðirnar ekki tekið
þátt, og þessvegna verða það vonandi þær, sem bjarga
leikjunum — þessari stærstu íþróttahátíð heims. 1 því
starfi eigum við að vera virkir þátttakendur í fram-
tíðinni eins og við gerum með því að senda myndar-
legan hóp íþróttamanna og kvenna til Ieiks í Mexíkó,
þótt við eigum nú enga sigurmöguleika.
Ef æskan, stolt þjóðarinnar og framtíð, er ekki
Frá íþróttaþingi 1968. Gísli Hall-
dórsson, forseti ISl, heldur setn-
ingarræðu sina.
249