Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 43
fram keppni í maraþonhlaupi hér á landi, fyrr en í þetta
skipti. Finnarnir Pentti Rummakko, Raimo Tikka og
Paavo Pystynen röðuðu sér í verðlaunasætin þrjú, en
Danirnir Georg Olsen og Steen Sveidal gáfust upp tveir
einir keppenda. Það sakar ekki að geta þess, að í
maraþonhlaupi ólympíuleikjanna gáfust allir Norður-
landabúamir upp nema einn - og sá var Georg Olsen.
A mynd 3 sjáum við maraþonhlauparana í þann veg-
inn að yfirgefa Laugardalsleikvanginn um „maraþon-
hliðið“ að norðanverðu.
hægri hönd og Gunillu Cederström sér á vinstri. Það
er talsverður munur á brosinu að unnum sigri og ein-
beittninni í svipnum, meðan á keppninni stendur.
Á 6. mynd sjáum við þá í hrókasamræðum, Steen
Schmidt-Jensen (til vinstri) og Lennart Hedmark,
Svíann, sem sigraði í tugþrautarkeppninni og varð
þannig Norðurlandameistari í þeirri grein. Hedmark
er háskólalærður í Bandarikjunum, og hefur honum
stórfarið fram, síðan hann hóf nám r»itt þar vestra
fyrir 3 árum.
í keppninni hér hlaut Lennart Hedmark 7625 stig
gegn 7603, sem Steen Schmidt-Jensen fékk.
1 þunna loftinu á Ólympíuleikjunum í Mexico City
stóðu þessir ungu menn sig með stakri prýði, en þar
var það Daninn, sem var sterkari, hlaut 7648 stig og
varð áttundi í ólympíukeppninni. Lennart Hedmark
varð hins vegar ellefti með 7481 stig.
Mótið í heild fór allvel fram, og kom það í Ijós, að
hægt er að fela íslenzkum frjálsíþróttadómurum fram-
kvæmd stórmóta, ef öllu er til skila haldið, en á því
vill oft verða misbrestur á venjulegum mótum hérlendis.
Berit Berthelsen frá Noregi
varð Norðurlandameistari í
fimmtarþraut, en Nina Hansen,
Danmörku, og Gunilla Ceder-
ström, Svíþjóð, skipuðu sér í
næstu tvö sæti. Bezta grein Berit-
ar er langstökk, og bundu Norð-
menn mestar ólympíuvonir sínar
við langstökksþátttöku hennar. 1
Mexico City varð hún „aðeins“
sjöunda, en hér sigraði hún með
yfirburðum, og hefur aldrei sézt
annað eins langstökk hér á landi.
Við sjáum Berit á 4. mynd í lang-
stökksatrennunni, en á fimmtu
mynd með Ninu Hansen sér á
283