Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 51
sem sýndi mikinn áhuga á frekari samskiptum
á milli sundsambanda þessara landa.
Þrenn silfurverölaun á Norðurlandamóti.
Á Unglingameistaramóti Norðurlanda, sem
fram fór í Oslo dagana 2. og 3. júlí, kepptu 7
unglingar frá Islandi. Ekki verður annað sagt
en að unglingarnir hafi staðið sig vel, en þrjú
þeirra hlutu silfurverðlaun. Það voru þau Ellen
Ingvadóttir í 200 m bringusundi, Finnur
Garðarsson í 100 m skriðsundi og Guðjón Guð-
mundsson í 200 m bringusundi.
Islenzku unglingarnir, sem kepptu á mótinu,
og árangur þeirra var sem hér segir:
Ellen Ingvadóttir 2. í 200 m bringusundi á 2:58,2 mín.
(nýtt Islandsmet) og 6. í 200 m fjórsundi á 2:48,2
mín.
Sigrún Siggeirsdóttir 6. í 200 m baksundi á 1:19,2
mín. og 7. í 200 m fjórsundi á 2:50,4 mín.
Guðmunda Guðmundsdóttir 4. í 100 m skriðsundi á
1:08,6 mín. og 5. í 400 m skriðsundi á 5:17,6 mín.
Finnur Garðarsson 2. í 100 m skriðsundi á 1:00,0 mín.
Guðjón Guðmundsson 2. í 200 m bringusundi á 2:44,1
mín.
Ólafur Einarsson 5. í 200 m bringusundi á 2:51,3 mín.
og 8. í 200 m fjórsundi á 2:44,2 mín.
Gísli Þorsteinsson 8. í 100 m skriðsundi á 1:04,7 min.
Þjálfari í ferðinni var Siggeir Siggeirsson og
fararstjóri Garðar Sigurðsson.
Um leið og Norðurlandameistaramót fer
fram, er haldið ársþing Sundsambands Norður-
landa. Á síðasta þingi bauð formaður S.S.I.,
Garðar Sigurðsson, að Norðurlandameistara-
mót 1971 yrði haldið á íslandi, en þá á S.S.I. 20
ára afmæli. Var þessu mjög vel tekið af full-
trúum hinna Norðurlandanna, enda þótt við
getum ekki tekið að okkur dýfingarnar, sem
eru á dagskrá mótsins. Endanleg ákvörðun um
þetta mál verður tekin á ársþingi sambandsins
í ágúst 1969.
Alþjóðlegt sundmót í Stokkhólmi.
Á svonefnt Juliaden-sundmót í Stokkhólmi
fóru nokkrir íslenzkir sundmenn. Var þetta al-
þjóðlegt sundmót, þar sem þátttakendur voru
beztu sundmenn 11 Evrópulanda. Á þessu
stóra sundmóti náði Guðmundur Gíslason 3.
sæti í 200 m fjórsundi á 2:22,0 mín., Leiknir
Jónsson varð í 5. sæti í 100 m bringusundi á
Guðmundur Gíslason, Á
— mestur afreksmaður íslenzkra sundmanna, hefur sett
yfir 100 sundmet og keppt á þrennum ólympíuleikjum —
1:12,4 mín. og Ellen Ingvadóttir varð 4. í 200
m bringusundi á 2:56,8 mín.
Alls voru sett 25 landsmet á þessu móti, og
setti íslenzka sundfólkið þar af 8 met.
Ólympíuþátttaka.
Snemma á árinu óskaði Ólympíunefnd Is-
lands eftir því, að S.S.I. legði fram tillögur að
lágmörkum til viðmiðunar við val þátttakenda
á Ólympíuleikina í Mexíkó. Stjórn S.S.I. lagði
fram lágmarkstíma, sem Ólympíunefnd síðan
samþykkti. Þessum lágmörkum náðu Leiknir
Jónsson í 100 m bringusundi, Guðmundur
Gíslason í 200 m fjórsundi, Ellen Ingvadóttir í
100 m bringusundi og Hrafnhildur Guðmunds-
dóttir í 200 m fjórsundi. Ólympíunefnd Islands
ákvað síðan að senda þetta sundfólk til Mexíkó
til þátttöku. Ennfremur var Siggeir Siggeirs-
son, landsliðsþjálfari, valinn til fararinnar.
291