Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 31

Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 31
varð fyrst meistari í stangarstökki, hefur hann aðeins einu sinni áður sigrað með afreki undir 4 m. Páll Eiríksson, KR, er næstur Valbirni á af- rekaskrá ársins með 3,90 m frá íslandsmótinu, því næst Hreiðar Júlíusson, IR, með 3,86 m, en báðir hafa þeir stokkið hærra áður. Hins veg- ar er fjórði maður, Guðmundur Jóhannesson, HSH, sigurvegarinn frá Eiðum, með 3,80 m, og er það hans bezti árangur til þessa. Guðmund- ur er að ná skemmtilegu lagi á trefjastönginni, mun betra en þeir hinir, sem ofar honum eru á skránni, svo að spá mín er sú, að hann reynist þeim erfiður ljár í þúfu í keppni sumarsins 1969. Unglingameistarinn Guðmundur Guðmunds- son, UMSS, stökk aðeins 3,20 m sl. sumar og var þannig snöggtum lakari en árið áður, en þúsundþjalasmiðurinn Elías Sveinsson, ÍR, sem varð sveina- og drengjameistari í greininni, vann, þegar haust var komið, það afrek að setja sveinamet í stangarstökki, stökk 3,31 m á Sveinameistaramóti Reykjavíkur. Slangarstökk Drengjameistari: Elías Sveinsson, iR 3,00 m Ásgeir Ragnarsson, IR, felldi byrjunarhæðina 2,82 m 8’tangarstökk Unglingameistari: Guðmundur Guðmundsson, UMSS 3,00 m 2. Ásgeir Daníelsson, HSÞ 3,00 m Sigurður Hallgrímsson, iBA felldi byrjunarhæð sína. Stangarstökk Islandsmeistari: Valbjörn Þorláksson, KR 3,90 m 2. Páll Eiriksson, KR 3,90 m 3. Hreiðar Júlíusson, lR 3,80 m 4. Guðmundur Jóhannesson, HSH 3,65 m 5. Magnús Jakobsson, UMSK 3,35 m Köstin. ,,Það er naumast, að þú kannt lýsingarorðin", sagði Guðmundur Hermannsson við mig eitt sinn, þegar á góma bar eitthvað, sem ég hafði sagt honum til hróss hér í blaðinu. En það fer nú að nálgast það, að maður eigi ekki nógu sterk orð til að lýsa, svo sem vert væri, afrekum Guðmundar í kúluvarpi. Sumarið byrjaði Guðmundur með því að kasta 18,21 m og setja nýtt Islandsmet á vor- móti IR, og þann árangur bætti hann síðan á EÓP-mótinu í 18,45 m, núgildandi met. Hver hefði látið sig dreyma um þennan árangur hjá Guðmundi fyrir 2—3 árum ? Ég er hræddur um, að maður hefði verið talinn heldur betur rugl- aður í ríminu, hefði maður spáð slíku þá. Ólympíulágmarkið í kúluvarpi var 18,10 m, og Guðmundur varpaði kúlunni enn tvisvar yfir það mark, það sem eftir var sumarsins, á þjóð- hátíðarmótinu 17. júní og á Reykjavíkurmeist- aramótinu (18,11 og 18,19 m), og hann var því sjálfsagðastur allra íslenzkra íþróttamanna til þátttöku á ÖL í Mexico City í haust. Árangur hans þar var í slappara lagi, miðað við fyrri getu, hann mun hafa fengið að kenna á maga- kveisu þeirri, sem herjaði ólympíuþorpið. Næstur Guðmundi á afrekaskránni er Erlend- ur Valdimarsson, IR, með 16,15 m, nokkrum cm skemmra en hann kastaði árið áður, árið, sem hann varð tvítugur. Jón Pétursson, HSH, sem er í þriðja sæti með 15,98, náði hinsvegar sínu bezta á árinu, og sama er að segja um Sigurþór Hjörleifsson, HSH, sem er í fjórða sæti með 15,34 m. Unglingameistarinn, Páll Dagbjartsson, HSÞ, er í áttunda sæti á skránni með árangur sinn frá unglingameistaramótinu á Akureyri, 13,91 m. Páll er mikið íþróttamannsefni, en hann þarf meiri æfingu en hann var í sl. sumar, þá getur hann náð langt í köstunum. Þorvaldur Benediktsson, IBV kom skemmtilega á óvart með sigri sínum í langstökki á Meistaramóti Islands 1968. 271
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.