Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 38
Hafdís Helgadóttir, UMSE
SO m grindahlaup
Islandsmeistari:
Þuríður Jónsdóttir, HSK 13,1 sek.
2. Bergþóra Jónsdóttir, IR 13,6 sek.
3. Unnur Stefánsdóttir, HSK 13,6 sek.
4. Sigurlaug Sumarliðadóttir, HSK 15,2 sek.
5. Margrét Jónsdóttir, HSK 15,3 sek.
Stökkin.
Þegar kemur að stökkum og köstum hjá
stúlkunum, kemur að skemmtilegasta kafla af-
rekaskrárinnar 1968. Enda þótt ekkert nýtt
met væri sett, heldur aðeins eitt jafnað (í há-
stökki), var afrekaskráin í þessum greinum sú
bezta, sem hér hefur sézt, hvernig, sem á er
litið. Metin lágu í loftinu, ef svo mætti segja,
og ættu því að stráfalla á næsta sumri, ef allt
fer, sem horfir.
í hástökkinu voru margar um boðið, og sigur-
árangur Inu Þorsteinsdóttur, UMSK, á lands-
mótinu, 1,44 m, dugði aðeins til 7. sætis á af-
rekaskránni.
Efst á skránni er Ingunn Vilhjálmsdóttir, IR,
með metjöfnun, 1,52 m, stokkið á innanfélags-
móti sl. haust. Ingunn sigraði þó á hvorugu
stórmótinu, meistaramótinu eða bikarkeppn-
inni. Islandsmeistari varð ein af úrslitastúlk-
unum úr fyrstu þríþraut FRl og Æskunnar,
Hafdís Helgadóttir, UMSE, ágætur stökkvari
með mikla framtíðarmöguleika. Hún stökk 1,50
m á meistaramótinu, og er þannig önnur á af-
rekaskránni. I bikarkeppninni sigraði svo Sig-
rún Sæmundsdóttir, HSÞ, með 1,48 m stökki,
sem skipar henni í 3.—4. sæti á sumrinu, en
jafnhátt henni stökk Ingibjörg Guðmunds-
dóttir, HSH. 1 fimmta og sjötta sæti á skránni
eru tvær Skarphéðinsstúlkur, Sigurlaug Sum-
arliðadóttir með 1,46 m og Rannveig Guðjóns-
dóttir með 1,45 m.
Sigurlaug Sumarliðadóttir var ein af stúlk-
unum, sem þátt tóku í úrslitakeppni þríþrautar
FRÍ og Æskunnar, og enn ber að nefna eina til
viðbótar, Önnu Lilju Gunnarsdóttur, Á, sem
reyndar komst aðeins í 13. sæti utanhúss, en
gerði sér lítið fyrir og setti íslandsmet innan-
húss, 1,53 m, skömmu fyrir áramótin. Er þetta
glæsilegur árangur af því unglingastarfi, sem
hófst með þríþrautarkeppninni, og eiga forráða-
menn þeirrar keppni miklar þakkir skildar.
Hástökk
íslandsmeistari:
Hafdís Helgadóttir, UMSE 1,50 m
2. Ingunn Vilhjálmsdóttir, IR 1,45 m
3. Unnur Stefánsdóttir, HSK 1,40 m
4. Rannveig Guðjónsdóttir, HSK 1,35 m
5. Sigurlaug Sumarliðadóttir, HSK 1,35 m
6. Þuríður Jóhannsdóttir, UMSE 1,35 m
7. Margrét Jónsdóttir, HSK 1,35 m
8. Þuríður Jónsdóttir, HSK 1,30 m
9. Anna Lilja Gunnarsdóttir, Á 1,30 m
10. Ásta Ástbjarnardóttir, UMSK 1,25 m
I langstökki er efst á blaði Björk Ingimund-
ardóttir, UMSB, með 5,24 m á héraðsmóti Borg-
firðinga. Næstar og jafnar koma Kristín Jóns-
dóttir, UMSK, og Þuríður Jónsdóttir, HSK, með
5,22 m, þannig að það eru þrjár sömu stúlkur
hér efstar og í 100 m hlaupi, enda eðlilegt. Það
hefði án efa orðið skemmtileg keppni, ef þær
hefðu leitt saman hesta sína, Björk og Kristín,
því að báðar eru harðar keppniskonur. Viðbúið
er, að Islandsmetið hefði ekki staðizt þau átök.
Kristín sigraði í langstökki á öllum þremur
stærstu mótum sl. sumars, landsmótinu á Eið-
um, Meistaramóti Islands og í bikarkeppni FRl.
Á fyrstnefndu tveimur mótunum veitti Þuríð-
ur henni hörku keppni, svo að aðeins skildu
þær 3—4 cm, en í bikarkeppninni stökk Unnur
Stefánsdóttir, fyrir HSK, en hún fyllir 4. sæti
afrekaskrárinnar með 5,15 m, sem hún stökk
á Laugarvatni á unglingamóti HSK. Unnur
stökk í bikarkeppninni 5,02 m (5,2 m/sek), en
það dugði henni ekki nema í 3. sæti, því að
Kristín stökk 5,17 m (2 m/sek.) og Sigrún Sæ-
mundsdóttir, HSÞ, stökk einnig lengra en Unn-
ur, eða 5,03 m (4 m/sek.). Sigrún fékk 4,88 m
278