Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 69
I síðasta tölublaðl Iþróttablaðs-
ins birtist allýtarlcg frásögn af
frjálsíþrótta- og sundkeppni lands-
móts UMFl á Eiðum s.l. sumar, en
rúms vegna varð ekki skýrt frá
keppni i knattleikjum og glímu,
sem einnig skipuðu talsverðan
sess í dagskrá mótsins.
Skal nú að nokkru úr þessu
bætt, en hvort tveggja er, að
knattleikir á landsmótinu voru
ekki hlutfallslega í sama gæða-
flokki og t.d. frjálsíþróttir og
sund, svo að þessir leikir drógu
ekki að sér athygli mína, og hitt,
að Skinfaxi, blað Ungmennafé-
lags Islands, hefur í 3. hefti 1968
birt greinargóða skýrslu um
keppni í knattleikjum á mótinu.
1 handknattleik kvenna höfðu
UMSK, UMSS og gestgjafarnir,
UlA, unnið sér rétt til þátttöku í
úrslitakeppninni á Eiðum. Liðin
skildu jöfn eftir úrslitakeppnina,
en markahlutfall var látið ráða,
og dró þá mest leikur UÍA við
UMSS 8:1, svo að UlA bar sigur
úr býtum, en UMSK hlaut annað
sæti.
Sama varð uppi á teningnum í
knattspyrnunni. Þar voru UMSS,
UMSB og HSÞ í úrslitakeppninni,
UMSB tapaði báðum sínum leikj-
um, en UMSS og HSÞ gerðu jafn-
tefli, 2:2. Skagfirðingar höfðu
unnið BorgfirSinga með 1:0, þar
sem Þingeyingar unnu þá með
3:2, og varð röðin i úrslitum því
þessi: UMSS, HSÞ, UMSB.
Af 5 liðum, sem þátt tóku í
undankeppni I körfuknattleik,
tóku þrjú, HSK, UMSK og UMSB,
þátt í úrslitakeppninni á Eiðum,
og varð röð þeirra í keppninni,
eins og þau voru hér talin. Körfu-
knattleikur á Eiðum bar af ann-
arri knattleikjakeppni þar, enda
eru úrslitaliðin þrjú öll góð 2.
deildar lið.
Islenzk glíma hefur aldrei þótt
upp á sitt fegursta á landsmótum
UMFl, enda eru frægar átaka-
glímur frá sumum fyrri mótum.
Ekki varð um neitt því líkt að
ræða á þessu landsmóti, þeir röð-
uðu sér í efstu sætin bræðurnir
frá Haugi í Flóa, þrir fyrir HSK,
en sá fjórði fyrir UlA, og átti
framhald bls. 308
Fimleikasýning 100 barna og unglinga.
Stúlk.urnar frá UÍA og UMSK leika handknttleik.
Frá glímukeppninni.
309