Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 21

Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 21
Islenzkar frjálsíþróttir 1968 eftir Þórð Sigurðsson. Höfuðviðburðir íslenzkra frjálsíþrótta sum- arið 1968 voru að sjálfsögðu meistaramótin, bæði fullorðinna og í yngri aldursflokkunum, svo og bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Is- lands og unglingakeppni sambandsins, að ógleymdu landsmóti UMFÍ, sem gerð voru ræki- leg skil í síðasta blaði. í þessu blaði birtast úrslit meistaramótanna utanhúss, en í stað hugleiðinga um hverja ein- staka grein á hverju móti um sig mun reynt að gefa lesendum nokkra mynd af heildarstöðu íslenzkra frjálsíþrótta og þá með hliðsjón af afrekaskrá ársins, sem ekki verður þó birt hér í blaðinu, þar sem von er á sérstakri útgáfu hennar á vegum FRÍ. Sveinameistaramót íslands var haldið á Laugar- dalsvellinum i Keykjavík dagana 22. og 23. júní I um- sjá stjórnar FRl. Drengjameistaramót Islands var haldið á Mela- vellinum í Reykjavik 28. júní og á Iþróttaleikvangi Reykjavíkurborgar i Laugardal 29. júní, og sá stjórn FRt um mótið. Meistaramót Islands (aðalhluti) fór fram á Iþrótta- leikvangi Reykjavíkurborgar í Laugardal dagana 22., 23., og 24. júlí. Iþróttafélag Reykjavíkur sá um mótið. Leikstjóri var Karl Hólm, en yfirdómari Örn Eiðsson. Unglingameistaramót Islands fór fram á Akur- eyri dagana 27. og 28. júlí. tþróttabandalag Akureyrar sá um mótið, og var mótsstjórn skipuð Hermanni Sig- tryggssyni, sem var leikstjóri, Hreiðari Jónssyni og Ingimar Jónssyni. Meistaramót Islands (seinni hhiti) fór fram á tþróttaleikvangi Reykjavíkurborgar í Laugardal dag- ana 31. ágúst og 1. september. Meistaramót Islands. Á ársþingi FRl 1967 var samþykkt að gera 400 m hlaup að meistaramótsgrein fyrir konur, en í framkvæmd mótsins féll þessi sam- þykkt niður. Varaformaður sambandsins gekkst fyrir því, að keppni í þessari grein var auglýst og haldin á Melavelli i september mánuði seint. S'pretthlaupin — 100 m og 200 m. Valbjörn Þorláksson, KR, varð Islandsmeist- ari bæði í 100 m og 200 m hlaupum sl. sumar, og hann er efstur á skrá sumarsins í 100 m hlaupi með 11,0 sek., en annar í 200 m hlaupi með 22,8 sek. Hann var ekki sigraður í stutta spretthlaupinu á sumrinu, ef undan er skilin undanrás á meistaramótinu, en þá varð Þor- valdur Benediktsson, IBV, sjónarmun á undan Valbirni á 11,3 sek., bezta tíma hans, sem hægt er að treysta, því að hæpið er að taka mark á frétt um hlaup Þorvaldar á 10,8 sek. í Vest- mannaeyjum. Um það mót hefur engin skýrsla borizt og því ekkert vitað nánar um aðstæður. Þorvaldur tapaði líka fyrir Guðmundi Jónssyni, HSK, í úrslitahlaupi meistaramótsins, og gerir það Vestmannaeyjatíma hans enn grunsamlegri. Guðmundur, sem sigraði á landsmótinu, fær bezt 11,3 sek. út úr sumrinu, en tveir Norðlend- ingar, Jón Benónýsson, HSÞ, (11,1) og Reynir Hjartarson, ÍBA, (11,2) eru fyrir ofan hann á afrekaskránni. Jón varð annar á landsmótinu á Eiðum, og sýnir þetta okkur ljósast, hvað af- rekaskrár í spretthlaupum gefa ekki fullkom- lega rétta mynd af styrkleika spretthlaupara, sérstaklega í 100 m hlaupi, þar sem aðstæður geta ráðið talsvert miklu um árangur. Jón varð t. d. aðeins þriðji á unglingameistaramótinu, sem fór fram á Akureyri seint í júlí, tapaði fyr- ir Guðmundi Guðmundssyni, UMSS, og Sigþóri Guðmundssyni, Á, sem ekki eiga betri tíma á skránni en 11,5 og 11,6. I drengjaflokki er efst- ur á blaði Bjarni Stefánsson, KR, með 11,4 sek., tíma, sem hann náði snemma um vorið, en Bjarni stundaði sjó allt sumarið og kom ekki til keppni nema á unglingameistaramótið og þá of seint til þátttöku í 100 m hlaupinu, en hann sigraði þar örugglega í 200 m hlaupinu daginn eftir. Bjarni er tvímælalaust mesta spretthlaup- araefni okkar í dag, og verður gaman að fylgj- 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1017-3579
Tungumál:
Árgangar:
64
Fjöldi tölublaða/hefta:
390
Gefið út:
1935-2012
Myndað til:
2012
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Íþróttasamband Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað: 8-10. tölublað (01.12.1968)
https://timarit.is/issue/408363

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

8-10. tölublað (01.12.1968)

Aðgerðir: