Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 21
Islenzkar frjálsíþróttir 1968
eftir Þórð Sigurðsson.
Höfuðviðburðir íslenzkra frjálsíþrótta sum-
arið 1968 voru að sjálfsögðu meistaramótin,
bæði fullorðinna og í yngri aldursflokkunum,
svo og bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Is-
lands og unglingakeppni sambandsins, að
ógleymdu landsmóti UMFÍ, sem gerð voru ræki-
leg skil í síðasta blaði.
í þessu blaði birtast úrslit meistaramótanna
utanhúss, en í stað hugleiðinga um hverja ein-
staka grein á hverju móti um sig mun reynt að
gefa lesendum nokkra mynd af heildarstöðu
íslenzkra frjálsíþrótta og þá með hliðsjón af
afrekaskrá ársins, sem ekki verður þó birt hér
í blaðinu, þar sem von er á sérstakri útgáfu
hennar á vegum FRÍ.
Sveinameistaramót íslands var haldið á Laugar-
dalsvellinum i Keykjavík dagana 22. og 23. júní I um-
sjá stjórnar FRl.
Drengjameistaramót Islands var haldið á Mela-
vellinum í Reykjavik 28. júní og á Iþróttaleikvangi
Reykjavíkurborgar i Laugardal 29. júní, og sá stjórn
FRt um mótið.
Meistaramót Islands (aðalhluti) fór fram á Iþrótta-
leikvangi Reykjavíkurborgar í Laugardal dagana 22.,
23., og 24. júlí. Iþróttafélag Reykjavíkur sá um mótið.
Leikstjóri var Karl Hólm, en yfirdómari Örn Eiðsson.
Unglingameistaramót Islands fór fram á Akur-
eyri dagana 27. og 28. júlí. tþróttabandalag Akureyrar
sá um mótið, og var mótsstjórn skipuð Hermanni Sig-
tryggssyni, sem var leikstjóri, Hreiðari Jónssyni og
Ingimar Jónssyni.
Meistaramót Islands (seinni hhiti) fór fram á
tþróttaleikvangi Reykjavíkurborgar í Laugardal dag-
ana 31. ágúst og 1. september.
Meistaramót Islands. Á ársþingi FRl 1967 var
samþykkt að gera 400 m hlaup að meistaramótsgrein
fyrir konur, en í framkvæmd mótsins féll þessi sam-
þykkt niður. Varaformaður sambandsins gekkst fyrir
því, að keppni í þessari grein var auglýst og haldin á
Melavelli i september mánuði seint.
S'pretthlaupin — 100 m og 200 m.
Valbjörn Þorláksson, KR, varð Islandsmeist-
ari bæði í 100 m og 200 m hlaupum sl. sumar,
og hann er efstur á skrá sumarsins í 100 m
hlaupi með 11,0 sek., en annar í 200 m hlaupi
með 22,8 sek. Hann var ekki sigraður í stutta
spretthlaupinu á sumrinu, ef undan er skilin
undanrás á meistaramótinu, en þá varð Þor-
valdur Benediktsson, IBV, sjónarmun á undan
Valbirni á 11,3 sek., bezta tíma hans, sem hægt
er að treysta, því að hæpið er að taka mark á
frétt um hlaup Þorvaldar á 10,8 sek. í Vest-
mannaeyjum. Um það mót hefur engin skýrsla
borizt og því ekkert vitað nánar um aðstæður.
Þorvaldur tapaði líka fyrir Guðmundi Jónssyni,
HSK, í úrslitahlaupi meistaramótsins, og gerir
það Vestmannaeyjatíma hans enn grunsamlegri.
Guðmundur, sem sigraði á landsmótinu, fær
bezt 11,3 sek. út úr sumrinu, en tveir Norðlend-
ingar, Jón Benónýsson, HSÞ, (11,1) og Reynir
Hjartarson, ÍBA, (11,2) eru fyrir ofan hann á
afrekaskránni. Jón varð annar á landsmótinu á
Eiðum, og sýnir þetta okkur ljósast, hvað af-
rekaskrár í spretthlaupum gefa ekki fullkom-
lega rétta mynd af styrkleika spretthlaupara,
sérstaklega í 100 m hlaupi, þar sem aðstæður
geta ráðið talsvert miklu um árangur. Jón varð
t. d. aðeins þriðji á unglingameistaramótinu,
sem fór fram á Akureyri seint í júlí, tapaði fyr-
ir Guðmundi Guðmundssyni, UMSS, og Sigþóri
Guðmundssyni, Á, sem ekki eiga betri tíma á
skránni en 11,5 og 11,6. I drengjaflokki er efst-
ur á blaði Bjarni Stefánsson, KR, með 11,4 sek.,
tíma, sem hann náði snemma um vorið, en
Bjarni stundaði sjó allt sumarið og kom ekki
til keppni nema á unglingameistaramótið og þá
of seint til þátttöku í 100 m hlaupinu, en hann
sigraði þar örugglega í 200 m hlaupinu daginn
eftir. Bjarni er tvímælalaust mesta spretthlaup-
araefni okkar í dag, og verður gaman að fylgj-
261