Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 73
IBA, sem var í 1. sæti. Frammistaða Valsmanna í síð-
ari umferð var ólíkt skárri, en þá töpuðu þeir aðeins
einum leik, en það var leikurinn við KR. Lokaútkoman
varð því 10 stig, jafnmörg og hjá ÍBA, en markaút-
koman varð óhagstæðari. Af einstökum leikmönnum
ber að nefna Reyni Jónsson og Hermann Gunnarsson,
sem skoruðu 15 mörk af 18, sem liðið skoraði, en
Reynir varð íjórði markakóngurinn í I. deild með 8
mörk. í>á var Samúel Gústafsson nokkuð uppbyggjandi
tengiliður. Þorsteinn Friðþjófsson var bezti maður varn-
arinnar að ógleymdum Sigurði Dagssyni i markinu, en
því miður komst hann ekki i sitt gamla, góða form
fyrr en í lok keppnistímabilsins.
Nýliðarnir í I. deild, Vestmannaeyingar, urðu næst
neðstir, rétt á eftir Valsmönnum og Akureyringum. Lið-
ið byrjaði óneitanlega giæsilega með sigri yfir Is-
landsmeisturunum, eins og áður er sagt frá. En það
sem á. eftir kom, var ekki eins glæsilegt, því að ekki
vannst leikur fyrr en í 6. umferð við IBK, en síðan
töpuðu þeir hinum sögulega leik við KR og gerðu
jafntefli við Fram í markalausum leik, en unnu síðan
Kcflvíkinga og Akureyringa í tveimur síðustu leikjun-
um. Var þá greinilegt, að liðið var orðið mjög gott,
komið með góða leikreynslu og leikmenn voru greini-
lega búnir að öðlast gott sjálfstraust. Enda sigraði
liðið í bikarkeppninni eins og kunnugt er. Leikmenn
liðains voru mjög frískir allir og liðið því létt leik-
andi. Enginn leikmaður bar neitt sérstaklega af öðr-
um. Framlínan var mjög jöfn, sem sést bezt á því,
að þrír leikmenn voru markhæstir með 3 mörk, en
síðan komu tveir með 2 mörk. Tengiliðirnir voru sæmi-
legir, en Valur Andersen er leikmaður, sem vert er að
taka eftir í framtíðinni. Vörnin var nokkuð sterk, með-
an Víktor Helgason var ómeiddur, en án hans var hún
hálf götótt. Markvörðurinn Páll Pálmason átti nokkra
góða leiki, en gat verið all mistækur. Ekki er að efa,
að Vestmannaeyingar eru á réttri braut með lið sitt,
og má mikils vænta af því í framtíðinni.
Á botninum voru Keflvíkingar eftir afar slaka
frammistöðu. 1 byrjun kom tap fyrir Akureyringum i
Keflavík. Töpuðu þeir öðru stiginu þar fyrir fádæma
klaufaskap. Þó áttu þeir góða leiki við Fram í báðum
umferðum 'og mjög góða leiki við Akureyringa og KR-
inga í seinni umferð. Eftir leikinn á Akureyri var það
mál manna, að iBA-liðið hefði náð jafntefli fyrir ein-
skæra heppni, og leikurinn við KR-inga í Keflavík
varð mjög sögulegur, og flaug sú saga, að drullupoll-
ur fyrir framan mark KR-inga hafi komið í veg fyrir
sigur IBK. Þá þurfti liðið að leika í 3ja liða keppni
um tvö sæti í I. deild 1969 ásamt efstu liðunum í II.
deild. Urðu Keflvíkingar þar I 2. sæti eftir sigur 7:1
yfir Haukum, en tap 0:1 gegn lA. Haukar og IA gerðu
jafntefli 1:1, og leika því Akurnesingar og Keflvík-
ingar í I. deild 1969, en Haukar í II. deildinni.
Keppnin um viðbótarsætin í I. deild:
lA IBK Haukar Mörk Stig
lA X 1:0 1:1 2:1 3
IBK 0:1 X 7:1 7:2 2
Haukar 1:1 1:7 X 2:8 1
Björgvin Schram, formaður KSl, afhendir Gunnari
Felixsyni, fyrirliða KR, sigurlaunin í Knattspyrnumóti
Islands 1968.
Markahæstu menn I. dcildar 1988:
Kári Árnason, IBA 8; Ól. Lárusson, KR 8; Helgi
Númason, Fram 8; Reynir Jónsson, Val 8; Hermann
Gunnarsson, Val 7; Eyleifur Hafsteinsson, KR 6; Gunn-
ar Felixsson, KR 4.
II. deild:
Keppnin í A-riðlinum var mjög skemmtileg og
spennandi. Haukar úr Hafnarfirði sigruðu, en í öðru
sæti varð hitt Hafnarfjarðarliðið, FH. Að fjórðu um-
ierð lokinni virtist lið Hauka öruggt um sigur með
fjögur stig yfir hin liðin. Var þó fræðilegur möguleiki
á, að hin liðin næðu Haukum. Haukum dugði hins veg-
ar eitt stig úr tveimur leikjum til sigurs. En í 5. um-
ferð töpuðu Haukarnir óvænt fyrir Þrótti 2:4, en Vík-
ingur og FH gerðu jafntefli. Voru þá allmiklar líkur
á því, að Þróttarar næðu Haukum að stigum, en það
fór á annan veg. FH vann Þrótt með miklum mun 4:1
og skauzt upp fyrir Þrótt í annað sætið, en Haukar
unnu Víking naumlega 2:1. Haukar urðu því sigur-
vegarar, en Víkingur á botninum, og varð Víkingur að
leika aukaleik um rétt til setu í II. deild 1969. Marka-
hæstir leikmenn í A-riðli II. deildar voru þeir Jóhann
Larsen, Haukum, og Örn Halisteinsson, FH.
1 B-riðlinum var aldrei um spennandi keppni að ræða,
nema þá helzt á botninum. Akumesingar voru öruggir
sigurvegarar, unnu alla sína leiki auðveldlega Og með
miklum mun. Þó máttu þeir þakka fyrir sigur yfir
Selfyssingum í síðari umferðinni. Skagamenn höfðu i
liði sínu 4 markhæstu menn B-riðilsins, en af þeim
var efstur Hreinn Elliðason með 14 mörk.
Breiðablik varð í öðm sæti í riðlinum eftir mjög
slaka byrjun. Þeir voru í neðsta sæti að fyrri umferð-
inni lokinni, en sigmðu síðan bæði Selfyssinga og Is-
firðinga. Selfyssingar voru fremur slakir í byrjun, en
sóttu sig, er á leið, og töpuðu naumlega fyrir Akur-
313