Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 73

Íþróttablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 73
IBA, sem var í 1. sæti. Frammistaða Valsmanna í síð- ari umferð var ólíkt skárri, en þá töpuðu þeir aðeins einum leik, en það var leikurinn við KR. Lokaútkoman varð því 10 stig, jafnmörg og hjá ÍBA, en markaút- koman varð óhagstæðari. Af einstökum leikmönnum ber að nefna Reyni Jónsson og Hermann Gunnarsson, sem skoruðu 15 mörk af 18, sem liðið skoraði, en Reynir varð íjórði markakóngurinn í I. deild með 8 mörk. í>á var Samúel Gústafsson nokkuð uppbyggjandi tengiliður. Þorsteinn Friðþjófsson var bezti maður varn- arinnar að ógleymdum Sigurði Dagssyni i markinu, en því miður komst hann ekki i sitt gamla, góða form fyrr en í lok keppnistímabilsins. Nýliðarnir í I. deild, Vestmannaeyingar, urðu næst neðstir, rétt á eftir Valsmönnum og Akureyringum. Lið- ið byrjaði óneitanlega giæsilega með sigri yfir Is- landsmeisturunum, eins og áður er sagt frá. En það sem á. eftir kom, var ekki eins glæsilegt, því að ekki vannst leikur fyrr en í 6. umferð við IBK, en síðan töpuðu þeir hinum sögulega leik við KR og gerðu jafntefli við Fram í markalausum leik, en unnu síðan Kcflvíkinga og Akureyringa í tveimur síðustu leikjun- um. Var þá greinilegt, að liðið var orðið mjög gott, komið með góða leikreynslu og leikmenn voru greini- lega búnir að öðlast gott sjálfstraust. Enda sigraði liðið í bikarkeppninni eins og kunnugt er. Leikmenn liðains voru mjög frískir allir og liðið því létt leik- andi. Enginn leikmaður bar neitt sérstaklega af öðr- um. Framlínan var mjög jöfn, sem sést bezt á því, að þrír leikmenn voru markhæstir með 3 mörk, en síðan komu tveir með 2 mörk. Tengiliðirnir voru sæmi- legir, en Valur Andersen er leikmaður, sem vert er að taka eftir í framtíðinni. Vörnin var nokkuð sterk, með- an Víktor Helgason var ómeiddur, en án hans var hún hálf götótt. Markvörðurinn Páll Pálmason átti nokkra góða leiki, en gat verið all mistækur. Ekki er að efa, að Vestmannaeyingar eru á réttri braut með lið sitt, og má mikils vænta af því í framtíðinni. Á botninum voru Keflvíkingar eftir afar slaka frammistöðu. 1 byrjun kom tap fyrir Akureyringum i Keflavík. Töpuðu þeir öðru stiginu þar fyrir fádæma klaufaskap. Þó áttu þeir góða leiki við Fram í báðum umferðum 'og mjög góða leiki við Akureyringa og KR- inga í seinni umferð. Eftir leikinn á Akureyri var það mál manna, að iBA-liðið hefði náð jafntefli fyrir ein- skæra heppni, og leikurinn við KR-inga í Keflavík varð mjög sögulegur, og flaug sú saga, að drullupoll- ur fyrir framan mark KR-inga hafi komið í veg fyrir sigur IBK. Þá þurfti liðið að leika í 3ja liða keppni um tvö sæti í I. deild 1969 ásamt efstu liðunum í II. deild. Urðu Keflvíkingar þar I 2. sæti eftir sigur 7:1 yfir Haukum, en tap 0:1 gegn lA. Haukar og IA gerðu jafntefli 1:1, og leika því Akurnesingar og Keflvík- ingar í I. deild 1969, en Haukar í II. deildinni. Keppnin um viðbótarsætin í I. deild: lA IBK Haukar Mörk Stig lA X 1:0 1:1 2:1 3 IBK 0:1 X 7:1 7:2 2 Haukar 1:1 1:7 X 2:8 1 Björgvin Schram, formaður KSl, afhendir Gunnari Felixsyni, fyrirliða KR, sigurlaunin í Knattspyrnumóti Islands 1968. Markahæstu menn I. dcildar 1988: Kári Árnason, IBA 8; Ól. Lárusson, KR 8; Helgi Númason, Fram 8; Reynir Jónsson, Val 8; Hermann Gunnarsson, Val 7; Eyleifur Hafsteinsson, KR 6; Gunn- ar Felixsson, KR 4. II. deild: Keppnin í A-riðlinum var mjög skemmtileg og spennandi. Haukar úr Hafnarfirði sigruðu, en í öðru sæti varð hitt Hafnarfjarðarliðið, FH. Að fjórðu um- ierð lokinni virtist lið Hauka öruggt um sigur með fjögur stig yfir hin liðin. Var þó fræðilegur möguleiki á, að hin liðin næðu Haukum. Haukum dugði hins veg- ar eitt stig úr tveimur leikjum til sigurs. En í 5. um- ferð töpuðu Haukarnir óvænt fyrir Þrótti 2:4, en Vík- ingur og FH gerðu jafntefli. Voru þá allmiklar líkur á því, að Þróttarar næðu Haukum að stigum, en það fór á annan veg. FH vann Þrótt með miklum mun 4:1 og skauzt upp fyrir Þrótt í annað sætið, en Haukar unnu Víking naumlega 2:1. Haukar urðu því sigur- vegarar, en Víkingur á botninum, og varð Víkingur að leika aukaleik um rétt til setu í II. deild 1969. Marka- hæstir leikmenn í A-riðli II. deildar voru þeir Jóhann Larsen, Haukum, og Örn Halisteinsson, FH. 1 B-riðlinum var aldrei um spennandi keppni að ræða, nema þá helzt á botninum. Akumesingar voru öruggir sigurvegarar, unnu alla sína leiki auðveldlega Og með miklum mun. Þó máttu þeir þakka fyrir sigur yfir Selfyssingum í síðari umferðinni. Skagamenn höfðu i liði sínu 4 markhæstu menn B-riðilsins, en af þeim var efstur Hreinn Elliðason með 14 mörk. Breiðablik varð í öðm sæti í riðlinum eftir mjög slaka byrjun. Þeir voru í neðsta sæti að fyrri umferð- inni lokinni, en sigmðu síðan bæði Selfyssinga og Is- firðinga. Selfyssingar voru fremur slakir í byrjun, en sóttu sig, er á leið, og töpuðu naumlega fyrir Akur- 313
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.