Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 79
íslandsmeistarar í knattspymu 5. aldursflokks 1968: KR.
um og síðan fyrir Víkingi, en sótti sig síðan mjög og
vann alla aðra leiki sína.
Víkingur sigraði Val svo 18. ágúst örugglega á Mela-
velli með tveimur mörkum gegn engu.
5. flokkur.
Eins og svo oft áður var keppni þeirra yngstu
skemmtilegust. 1 engum öðrum flokki var keppnin eins
spennandi.
1 A-riðli voru tvö lið, KR og Fram, í talsverðum
sérflokki, eins og sjá má á töflunni. Lið þessi voru
mjög áþekk að styrkleika, enda gerðu þau jafntefli í
leik sínum í riðlinum 1:1. KR-ingar urðu sigurvegarar
með hagstæðari markatölu. En það var ekki aðeins á
toppnum, sem um spennandi keppni var að ræða. 1
3. sæti varð efnilegt lið Akraness með sex stig, en
síðan komu Víkingur og Valur með fimm stig hvort
félag, en Víkingur með hagstæðara markahlutfall.
1 B-riðli var keppnin ekki síður spennandi. Lið IBV
og Hauka urðu jöfn með 10 stig, en Vestmannaeying-
ar sigruðu vegna hagstæðara markahlutfalls. Breiða-
bliksliðið, sem varð 3. í röðinni, tók þó drjúgan þátt
í keppninni um efsta sætið, sigraði t.d. Vestmannaey-
inga, sigurvegarana, með fjórum mörkum gegn þrem-
ur. UBK byrjaði illa, gerði jafntefli við Vestra í fyrsta
leiknum og tapaði þar dýrmætu stigi. Síðan tapaði UBK
fyrir Haukum, en vann síðan alla sína leiki og þar
á meðal IBV, eins og áður segir. Haukar töpuðu hins
vegar fyrir Eyjamönnum, en unnu annars alla sína
keppinauta. Þessi lið voru öll mjög jöfn, hvað getu
snertir, og vart er hægt að gera upp á milli liðanna
fimm, sem efst urðu í riðlunum, þ.e. KR, Fram, IBV,
Hauka og UBK, og er óvíst, hver hefði orðið sigur-
vegari, ef lið þessi hefðu öll keppt innbyrðis. En hvað
um það, KR og IBV voru komin í úrslit.
Urslitaleikurinn fór fram 21. ágúst á Melavellinum
í dumbungsveðri. Leikur þessi var allur hinn skemmti-
legasti. Vestmannaeyingar áttu öllu fleiri tækifæri í
leiknum og voru afar óheppnir að skora ekki, en leikn-
um lauk án þess, að mark væri skorað. Það þurfti því
annan leik til að útkljá úrslitin. Sá leikur fór fram
daginn eftir, og snerist taflið þá alveg við, því að nú
höfðu KR-ingar tögl og hagldir í þeim leik og sigruðu
með fjórum mörkum gegn einu. KR-ingar urðu því Is-
landsmeistarar 5. flokks árið 1968.
Þess má geta, að þjálfari KR-liðsins var hinn gamal-
kunni leikmaður KR, Atli Helgason, en hann þjálfaði
einnig sigurlið Víkings í 4. flokki.
RUBBUTS
Kveðjuorð ritstjóra
Með þessu þrefalda blaði lýkur árganginum 1968, og
jafnframt lýkur starfsferli mlnum við blaðið, en nýr
ritstjóri, Alfreð Þorsteinsson, mun taka við.
Um leið og ég óska þeim nýja ritstjóra gengis í
starfi, vil ég færa þakkir þeim lesendum blaðsins, sem
hvöttu mig með uppörvandi ummælum um blaðið og
blaðamennsku mína, en hins vegar er það engum bet-
ur ljóst en mér sjálfum, að mikið skorti á, að blaðið
væri þessi sl. 2 ár eins gott og ég hefði sjálfur óskað
og vert hefði verið. - En það kvað vera of seint að
iðrast eftir dauðann, og því skal ekki um það fást nú.
ÞÓRÐUR SIGURÐSSON
319