Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 25

Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 25
Ræst til 800 m hlaupsins á Meist- aramóti Islands 1968. Frá vinstri: Sigurður Björnsson, ræsir, Rúdolf Adolfsson, Á, Jóhann Friðgeirs- son, UMSE, Jón Ivarsson, HSK, Þorsteinn Þorsteinsson, KR, Ólaf- ur Þorsteinsson, KR, Þórður Guð- mundsson, UMSK og Friðrik Þór Óskarsson, iR, sem er áhorfandi. bezti árstíminn hérlendis varð snöggtum verri en 1967. Halldór hljóp bezt á 4:10,8 mín., og hann varð íslandsmeistari á 3/10 sek. lakari tíma, en á meistaramótinu setti Ólafur Þor- steinsson nýtt sveinamet, 4:16,2 mín. Ólafur átti þriðja bezta árstímann, en Þórður Guð- mundsson hljóp bezt á 4:12,6 mín., og Þórður sigraði í þessari grein í bikarkeppninni eins og á landsmótinu. Það getur verið áhugamönnum um frjáls- íþróttir gleðiefni, að í þessari grein kepptu nokkrir efnilegir unglingar sl. sumar, þótt Ölaf- ur bæri höfuð og herðar yfir þá. Má sérstak- lega nefna Örn Agnarsson, UÍA, (4:19,5), Jón ívarsson, HSK, (4:20,1), Hauk Sveinsson, KR, (4:22,4), Sigvalda Júlíusson, UMSE, sem enn er á sveinaaldri, eins og áður getur, (4:22,6), og Rúnar Ragnarsson, UMSB, (4:24,0), en sá síðastnefndi varð unglingameistari í 3000 m hlaupi á Akureyri í óhagstæðu hlaupaveðri og náði þar 7. bezta árstímanum í þeirri grein. Langhlaup hafa aldrei verið talin sterkasta hlið íslenzkra frjálsíþrótta. Þau voru t. d. í al- gjörðri niðurlægingu á ,,gullaldartímabilinu“ margívitnaða, árabilinu 1948—1951. Kristján Jóhannsson og Kristleifur Guðbjörnsson sýndu okkur hinsvegar, að það er algjör bábilja, að ekki sé hægt að æfa langhlaup með þokkaleg- um árangri hér á landi. En aldrei hafa lang- hlauparar okkar verið margir hverju sinni. Jón H. Sigurðsson, HSK, varð Islandsmeist- ari í 5000 m hlaupi á bezta árstímanum í þeirri grein, og hann tapaði ekki neinni keppni í lang- hlaupum, sem hann tók þátt í sl. sumar. Hann sigraði t. d. Halldór Guðbjörnsson í bikarkeppn- inni í 5000 m hlaupi, en Halldór var ekki svip- ur hjá sjón frá fyrri árum. Halldór fékk hins- vegar bezta árstímann í 10000 m hlaupi, 36:10,2 mín., í foraðsbleytu á Reykjavíkurmeistaramót- inu, en hvorki hann né Jón tóku þátt í 10 km hlaupi Meistaramóts íslands, þar sem Þórður Guðmundsson sigraði auðveldlega. Annar í því hlaupi varð ungur iR-ingur, Sigfús Jónsson, sem enn er á drengjaaldri, og hann á án efa eftir að láta til sín taka á lengri vegalengdum, þegar honum vex þrek og þjálfun. Það sýndi hann ekki sízt í 3000 m hlaupi bikarkeppninn- ar, þar sem hann varð rúmri sek. á eftir Ólafi Þorsteinssyni, (9:33,4 og 9:34,8). Ekki verður samt skilið við langhlaupin án þess að geta 10000 m hlaups Ólafs Þorsteins- sonar á Reykjavíkurmeistaramótinu, en þá setti hann nýtt sveinamet á vegalengdinni, 36:46,6 mín., hljóp eftir klukkunni með furðu jöfnum hraða af svona ungum manni, hring eftir hring, í bleytu og strekkingi, og þurfti að lengja hvern hring verulega vegna polla á brautinni. Ekki kann ég að meta, hverju þessi tími hans svarar í góðviðri og á sæmilegri braut, en það er víst, að munurinn nemur mínútum, en ekki sekúnd- um. Hindrunarhlaupið mun rétt að telja með langhlaupunum, þar sem það eru einatt sömu menn, sem í þeim keppa. Sama var uppi á ten- ingnum sl. sumar, en hvorki var keppnin mikil, aðeins íslands- og Reykjavíkurmeistaramótin, né árangurinn umtalsverður, nema hvað Ólaf- ur setti enn eitt sveinametið, 10:52,8 min., á íslandsmótinu. Á RM hlupu samt óvenju marg- ir, eða 5 hlauparar, en KR-ingar þurftu að tefla fram öllu sínu hlauparaliði til þess að gera út um sigurinn við ÍR-inga í stigakeppni mótsins. 265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað: 8-10. tölublað (01.12.1968)
https://timarit.is/issue/408363

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

8-10. tölublað (01.12.1968)

Aðgerðir: