Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 13
ráði ÍSÍ, og hefir þeirra tveggja fyrri verið ýtarlega
getið hér í blaðinu, en 35. fundur Sambandsráðs ISl
var haldinn í húsakynnum sambandsins laugardaginn
18. maí 1968.
Forseti ISl, Gísli Halldórsson, setti fundinn og bauð
sérlega velkominn í hópinn nýkjörinn formann Fim-
leikasambands Islands, Valdimar Örnólfsson.
Síðan flutti hann skýrslu framkvæmdastjórnar ISl
frá sambandsráðsfundi 10. nóvember 1967 til sambands-
ráðsfundar 18. maí 1968, og var í þeirri skýrslu getið
margra þeirra atriða, sem hér hafa verið talin að
framan.
Þá voru teknar fyrir skýrslur sérsambandanna, en
formenn þeirra (eða varaformenn) gáfu hver um sig
stutt yfirlit yfir störfin hjá hverju einu sambandi.
Er ekki ástæða til að rekja efni þeirra skýrslna hér,
því að flestra þeirra atriða, sem fram komu í skýrsl-
unum, hefur verið getið í blaðinu, eða er getið í þessu
tölublaði annars staðar.
Urðu nokkrar umræður um skýrslurnar, og í sam-
bandi við þær m. a. rætt nokkuð um ferðareglur íþrótta-
manna og brot á þeim, einkum að því er snerti áfengis-
neyzlu íþróttamanna á ferðalögum, svo og eftirlitsleysi
fararstjóra þeirra, sem fylgja yngri flokkunum til
keppni i önnur héruð.
Voru menn sammála um, að ferðareglurnar væru sízt
of strangar, og kvað forseti ISl það mjög tímabært,
að reglurnar yrðu endurskoðaðar.
£>á voru ræddar og siðan samþykktar eftirfarandi
tillögur:
„Fundur haldinn í Sambandsráði ISl 18. maí 1968
samþykkir að skipta helmingi skatttekna ISl á milli
hinna 10 sérsambanda á þann veg, að hluti þeirra verði
jafn, þ. e. kr. 5.000,00 komi í hlut hvers sérsambands.“
„Fundur haldinn í Sambandsráði ISl laugardaginn
18. maí 1968 samþykkir eftirfarandi skiptingu á fé
því, sem áætlað er til útbreiðslustyrks sérsamband-
anna í fjárhagsáætlun Iþróttasambandsins fyrir árið
1968:
Badmintonsamband Islands ......... kr. 20.000,00
Fimleikasamband Islands ............ — 10.000,00
Frjálsiþróttasamband Islands ....... — 55.000,00
Glímusamband Islands ............... — 30.000,00
Golfsamband Islands ................ — 30.000,00
Handknattleikssamband Islands ...... — 55.000,00
Knattspymusamband Islands .......... — 55.000,00
Körfuknattleikssamband Islands ..... — 55.000,00
Skíðasamband Islands ............... — 50.000,00
Sundsamband Islands ................ — 40.000,00
Samtals kr. 400.000,00
„Með tilvísun í 8. gr. áhugamannareglna iSl og
meðmæli Knattspyrnusambands Islands samþykkir
sambandsráðsfundur ISl 18. mai 1968 að veita Þórólfi
Beck áhugamannaréttindi að nýju.“
„Sambandsráðsfundur ISl, haldinn 18. maí 1968, sam-
þykkir, að fé því, er íþróttanefnd ríkisins úthlutar úr
íþróttasjóði 1968 til ISl (kennslustyrkir), verði skipt
á milli aðila í réttu hlutfalli við útreiknaðan kennslu-
kostnað, gerðan eftir kennsluskýrslum, og fjárhæð þá,
er Iþróttanefnd veitir í þessu skyni.“
Að tillögunum samþykktum var kosinn fulltrúi ISl í
Iþróttanefnd ríkisins. Var það Gunnlaugur J. Briem, og
til vara Sveinn Björnsson, en að því loknu voru tekin
fyrir lög FSl (Fimleikasambands íslands), og staðfesti
fundurinn lögin, eins og þau höfðu samþykkt verið á
stofnþingi sambandsins.
Á þessum fundi Sambandsráðs mættu:
Úr framkvæmdastjórn ISl: Gísli Halldórsson, Guðjón
Einarsson, Gunnlaugur J. Briem, Þorvarður Árnason og
Sveinn Björnsson.
Fulltrúar kjördæmanna: Jens Guðbjörnsson, Jón F.
Hjartar, Guðjón Ingimundarson, Ármann Dalmannsson,
Þórarinn Sveinsson, Stefán Runólfsson, Yngvi R. Bald-
vinsson og Björn Magnússon.
Formenn og fulltrúar sérsambandanna:
Kristján Benjamínsson frá Badmintonsambandi Is-
lands, Örn Eiðsson frá Frjálsíþróttasambandi Islands,
Kjartan B. Guðjónsson frá Glímusambandi Islands,
Axel Einarsson frá Handknattleikssambandi íslands,
Helgi V. Jónsson frá Knattspyrnusambandi Islands,
Magnús Björnsson frá Körfuknattleikssambandi Islands,
Stefán Kristjánsson frá Skíðasambandi Islands, Garð-
ar Sigurðsson frá Sundsambandi Islands.
Auk þess Þórður Sigurðsson, ritstjóri Iþróttablaðs-
ins, Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi og Hermann
Guðmundsson, framkvæmdastjóri Isl.
ÚTGÁFUNEFND ISl.
1 útgáfunefnd ISI eru: Þorsteinn Einarsson, for-
maður, Sigurgeir Guðmundsson, Jens Guðbjörnsson og
Hermann Guðmundsson.
Á vegum Bókaútgáfu ISl komu út þessi rit: Leik-
reglur í borðtennis, 1. útgáfa, Leikreglur í glímu, 5.
útgáfa, Leikreglur I lyftingum, 1. útgáfa, Leikreglur í
sundi, 6. útgáfa, Leikreglur í körfuknattleik, 4. út-
gáfa.
IÞRÓTTAMERKJANEFND.
Iþróttamerkjanefnd skipa þessir menn: Jens Guð-
björnsson, formaður, Bragi Kristjánsson. Hannes Þ.
Sigurðsson, Stefán Kristjánsson, Þorvarður Árnason.
Á árunum 1966 og 1967 bárust skýrslur um töku
íþróttamerkisins frá eftirtöldum aðilum:
1966
Ungmennasamband Skagafjarðar .......... 35
Héraðssambandið Skarphéðinn ............ 6
Ungmennasamband Eyjafjarðar ........... 11
Iþróttabandalag Akureyrar.............. 18
Héraðssamband Snæfellinga ............. 26
Frjálsíþróttaráð Reykjavíkur ........... 5
U. S. V. H.............................. i
253